Hertar samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti í gær, mánudag. Nú mega ekki fleiri en tuttugu manns koma saman og þá eru líkamsræktarstöðvar, barir, skemmtistaðir og spilasalir lokaðir. Fyrir okkur í Dalvíkurbyggð þýðir þetta að líkamsræktir loka á meðan reglur kveða á um það.
Oft hefur verið þörf undanfarið en nú er nauðsyn á að fólk sýni ítrustu varkárni og fylgi tilmælum sóttvarnaryfirvalda. Við verðum að muna að einstaklingsbundnar smitvarnir skipta mestu máli. Pössum að þvo alltaf og spritta hendur - setjum upp grímur ef við erum í aðstæðum þar sem við sjáum okkur ekki fært að halda 1-2 metra fjarlægð frá næsta manni. Verum heima ef við höfum tök á og leggjum ekki upp í óþarfa ferðalög.
Heilsugæslan hefur tekið saman töflu sem tekur á mismunandi einkenni COVID-19, kvefs og flensu og við hvetjum alla til að kynna sér töfluna vel.
Hana er að sjá hér: