Meira af framkvæmdum í Dalvíkurbyggð

Meira af framkvæmdum í Dalvíkurbyggð
Allahús

Í síðustu viku var verið að mála svokallað Allahús. Þetta hús var byggð á árunum fyrir 1960 af Aðalsteini Loftssyni útgerðarmanni sem var með fiskvinnslu á neðri hæð en skreiðargeymslu og aðstöðu fyrir útgerðina á efri hæð hússins. Hann seldi svo kaupfélaginu húsið sem áfram var þar með fiskvinnslu. Núna er húsið í eigu Samherja. Allahúsið er hluti af leikmynd Fiskidagsins þar sem það stendur við hlið aðalsviðsins.