Dalvíkurbyggð auglýsir lausa til umsóknar stöðu sviðsstjóra framkvæmdasviðs. Sviðsstjóri hefur mannaforráð og er næsti yfirmaður deildarstjóra eigna- og framkvæmdadeildar, slökkviliðsstjóra, byggingar- og skipulagsfulltrúa og starfsmanna hafna og veitna. Auk þeirra hæfniskrafna sem tilgreindar eru er leitað að metnaðarfullum leiðtoga, jákvæðum og lausnamiðuðum einstaklingi í starfið. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Framkvæmdasvið er nýtt svið hjá Dalvíkurbyggð, sameinað úr Umhverfis- og tæknisviði og Veitu- og hafnasviði. Verkefni sviðsins eru; umhverfismál, umferðar- og samgöngumál, skipulags- og byggingarmál, bruna- og almannavarnir, vinnuskóli, hreinlætismál, landbúnaðarmál, Eignasjóður, Vatnsveita, Hitaveita, Fráveita og Hafnasjóður.
Starfs- og ábyrgðarsvið:
Stjórnun og daglegur rekstur framkvæmdasviðs.
Umsjón með umhverfis- og tæknimálum og málefnum hafna og veitna.
Yfirumsjón og ábyrgð með fjármálum og rekstri sviðsins, viðhaldi og nýframkvæmdum.
Áætlanagerð og stefnumótun.
Undirbúningur og eftirfylgni mála sem falla undir umhverfisráð og veitu- og hafnaráð.
Góð yfirsýn yfir þjónustuþörf og starfsemi þeirra deilda og málaflokka er heyra undir sviðið.
Þátttaka í yfirstjórn sveitarfélagsins.
Önnur verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur:
Háskólapróf í verkfræði eða tæknifræði með sérhæfingu sem nýtist í starfi eða sambærilegt nám
Framhaldsnám er kostur.
Góð þekking á lögum og reglugerðum er varða verkefni sviðsins.
Þekking og reynsla af stjórnun, verkefnastjórnun, verkstjórn og áætlunargerð.
Þekking og reynsla af sambærilegum verkefnum.
Góð almenn tölvukunnátta og þekking á upplýsingatækni.
Góð íslenskukunnátta og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
Góðir skipulagshæfileikar, sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði.
Leiðtogahæfileikar.
Rík þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum.
Ofangreindar menntunar- og hæfniskröfur eru ekki í áhersluröð.
Dalvíkurbyggð er 1900 manna sveitafélag við Eyjafjörð. Þar er blómlegt atvinnulíf, öflugt menningarlíf og aðstaða til íþróttaiðkunar framúrskarandi. Umhverfið er sérlega fjölskylduvænt og aðstæður til útivistar með besta móti.
Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkfræðingafélags Íslands og Stéttarfélags byggingarfræðinga.
Umsóknarfrestur er til og með 10. febrúar 2021 og sækja skal um á www.mognum.is
Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og ferilskrá. Staðfest afrit af prófskírteinum og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið
Sækja um starfið
Nánari upplýsingar veitir Sigríður Ólafsdóttir hjá Mögnum, sigga@mognum.is