Laust til umsóknar - Starfsmaður veitna

Laust til umsóknar - Starfsmaður veitna

Leitað er að öflugum aðila í fullt starf starfsmanns hjá veitum . Um er að ræða almennt starf hjá veitum sem heyrir undir Framkvæmdasvið sveitarfélagsins.

Helstu verkefni:

  • Vinna við viðhaldsverkefni og nýframkvæmdir veitumannvirkja.
  • Eftirlit með húsveitum og samskipti við viðskiptavini.
  • Mælaskipti.
  • Tekur bakvaktir á jafns við aðra starfsmenn.
  • Almenn pípulagningarvinna.

Næsti yfirmaður er sviðsstjóri Framkvæmdasviðs.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Menntun sem nýtist starfi æskileg s.s. iðnmenntun.
  • Starfsreynsla við verklegar framkvæmdir.
  • Ökuréttindi.
  • Sjálfstæði og sveigjanleiki í starfi.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Jákvætt viðmót og frumkvæði.
  • Skipulagshæfileikar og þjónustuvilji.
  • Góð almenn tölvukunnátta.

Veitur Dalvíkurbyggðar er hluti af Framkvæmdasviði sveitarfélagsins. Veitur gegna veigamiklu hlutverki í sveitarfélaginu í þjónustu við íbúana og stofnanir sveitarfélagsins. Starfsmaður vinnur með öðrum starfsmönnum Framkvæmdasviðs við að ná markmiðum sviðsins og sveitarfélagsins sem best.

Umsóknarfrestur er til og með 24. janúar 2022. Sótt er um starfið í gegnum íbúagátt Dalvíkurbyggðar - Mín Dalvíkurbyggð, https://min.dalvikurbyggd.is/login.aspx
Umsókn þarf að fylgja ítarleg ferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda.

Við hvetjum áhugasama til að sækja um óháð kyni og uppruna.

Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kjalar. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Um fullt starf er að ræða.

Nánari upplýsingar veitir Bjarni D. Daníelsson, sviðsstjóri Framkvæmdasviðs Dalvíkurbyggðar; bjarnidan@dalvikurbyggd.is