Í dag var haldið upp á 25 ára afmæli Krílakots með pompi og prakt. Opið hús var milli kl. 9 og 11:30 og var boðið upp á kökur og kaffi. Gestum var síðan boðið að skoða leikskólann og kynna sér starfsemi hans. Krakkarnir á Kríló fengu svo heimsókn frá leikskólanum Fagrahvammi og tóku þau höfðinglega á móti krökkunum og buðu þeim að sjálfsögðu upp á kökur og djús. Síðan var sameiginleg söngstund þar sem krakkarnir sátu úti og sungu meðal annars afmælissöng Krílakots. Í hádeginu var svo boðið upp á pylsur með öllu tilheyrandi.
Í tilefni afmælisins bárust leikskólanum veglegar gjafir frá Olís, Sparisjóði Svarfdæla, Hitaveitu Dalvíkur og Dalvíkurbyggð og munu þær koma í góðar þarfir.
Til að sjá fleiri myndir frá þessum skemmtilega degi er hægt að skoða myndagallerí með því að klikka hér.