Á leikskólanum Leikbæ er hefð fyrir því á aðventunni að elstu börnin fái að fara og velja jólatré í skóreitnum við Götu. Tréið sem verður fyrir valinu er höggvið niður, sett upp og skreytt í leikskólanum. Þá var farið í heimsókn í Stærri - Árskógskirkju þar sem séra Hulda Hrönn tekur á móti börnunum og fræðir þau um aðventuna. Myndir frá heimsókninni í Stærri - Árskógskirkju fá finna hér til vinstri undir myndasafni og aðrar myndir frá jólaundirbúningi barnanna á Leikbæ.
Á leikskólanum Krílakoti hafa börnin þar einnig verið að undirbúa jólin og má sjá myndir af krökkunum í jólaskapi hér til vinstri undir myndasafni.