Dalvíkurbyggð og DB-blaðið hafa ákveðið að endurvekja jólaskreytingarsamkeppni Dalvíkurbyggðar sem legið hefur niðri um nokkurt skeið.
Íbúar eru hvattir til að láta ljós sitt skína til að gleðja sig og aðra.
Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin auk viðurkenninga fyrir fallegasta gluggann frumlegustu jólaskreytinguna og best skreytta tréð.
Í dómnefnd sitja:
Guðrún Inga Hannesdóttir, fyrir hönd DB blaðsins.
Íris Hauksdóttir, fyrir hönd Dalvíkurbyggðar
Júlíus Júlíusson, fyrir hönd íbúa
Dómnefndin verður að störfum 8.-10. desember og verða úrslit kynnt í jólablaði DB blaðsins, þann 14. desember.
Eftirtaldir aðilar veita verðlaun sem tilkynnt verða í jólablaðinu:
Bjórböðin/Kaldi
Daley-hönnun
Dalvíkurbyggð
DB-blaðið
Doría
Húsasmiðjan
Kjörbúðin
Norður
Prýði & Hárverkstæðið
Samherji
Tomman
Þernan