Mánudagskvöldið 16. október var landeigendum og ábúendum í sveitum Dalvíkurbyggðar boðið til fundar vegna aðalskipulags og komandi íbúaþings í Dalvíkurbyggð. Á fundinn komu Árni Ólafsson frá Teiknistofu arkitekta, sem hefur umsjón með gerð aðalskipulags og Sigurborg Kr. Hannesdóttir, frá Alta, sem mun stýra íbúaþinginu þann 21. október næstkomandi.
Árni fjallaði um aðalskipulag, efnistök, ferli og viðfangsefni og Sigurborg gerði grein fyrir þeim vettvangi sem íbúaþing er. Í framhaldi af því ræddu fundarmenn um áherslur í aðalskipulag og málefni dreifbýlisins, m.a. út frá þeirri spurningu hvaða kosti þurfi að standa vörð um. Var það almennt mál manna að fundurinn hafi gengið vel og voru fundarmenn hvattir til að mæta á laugardaginn og vera með.
Allir íbúar í Dalvíkurbyggð eru hvattir til að kynna sér dagskrá íbúaþingsins hér til vinstri á síðunni og fjölmenna í Dalvíkurskóla n.k. laugardag. Boðið verður upp á kaffi og léttan hádegisverð og vakin er athygli á að hægt er að vera með allan daginn eða koma og taka þátt í ákveðnum vinnuhópum.