Hjólum hringinn. Fréttatilkynning frá Framfarafélagi Dalvíkurbyggðar .
Laugardaginn 3. júlí verður efnt til hópferðar á hjólum um Svarfaðardalinn. Lagt verður af stað kl. 2 við OLÍS bensínstöðina, hjólað fram Svarfaðardalinn, um Tungurnar og úteftir að austan. Þetta eru 25 km. Farið verður rólega yfir, allavega meginhópurinn, og áð á leiðinni til að snæða nesti. Svo verður kveikt á grillinu í Hánefsstaðareitnum, þar sem menn reyna að bæta sér upp þyngdartapið á leiðinni.
Áætlunin:
- Lagt af stað frá Olís kl. 14.
- Nesti borðað á Tungunum kl. 15 30.
- Komið í Hánefsstaðaskóg kl. 16.30 og grillað
- Dalbúar geta slegist í för á leiðinni.
Allir fjölskyldumeðlimir eiga að koma með en þeir lötustu mundu keyra í Hánefsstaðaskóg og undirbúa grillið.
Ef vel tekst til hugsum við að af þessu yrði framhald síðar í sumar. Kanski verður þá haldinn Hjólreiðadagurinn mikli.
Farið strax að undirbúa ykkur. Veðurstofan spáir fínu og kyrrlátu hjólreiðaveðri.