Hitaveita Dalvíkur leggur skógræktarmálum lið

Hitaveita Dalvíkur leggur skógræktarmálum lið

Hitaveita Dalvíkur leggur skógræktarmálum lið.


Á undanförnum árum hefur Hitaveita Dalvíkur lagt til fjárhæð til skógræktarmála.
Í ár var lögð til ein milljón króna og var Garðyrkjustjóra Dalvíkurbyggðar falið að halda utan um sjóðinn og nýta hann eins og til er ætlast á sem bestan hátt
Einstaklingum og félögum gafst kostur á að sækja um styrk til plöntukaupa úr þessum sjóði.
Alls bárust 17 umsóknir um styrk úr þessum sjóði sem uppfylltu skilyrði reglugerðar þar um og var hægt að verða við þeim öllum.
Þeir sem fengu styrk hefur verið send afgreiðslubeiðni til kaupa á plöntum. Aðallega er um að ræða bakkaplöntur af tegundunum birki, lerki, greni og furu en einnig örlítið af víðiplöntum og ösp.

Eftirfarandi sóttu um styrk til plöntukaupa og fengu:

Kristinn Hauksson og Karlotta B. Aðalsteinsdóttir,
Íbúasamtök Árskógssandi,
Petra Ingvadóttir.
Símon Ellertsson og Ágúst Ellertson,
Þorleifur Karlsson og Sigurbjörg Einarsdóttir,
Sveinbjörn Steingrímsson,
Bjarni Jóhann Valdimarsson,
Ragnar Reykjalín og Árni Halldórsson,
Sigurður Haraldsson og Þórir Haraldsson,
Kristín Björk Gunnarsdóttir,
Jóhann Ólafsson,
Davíð Stefánsson,
Magnús Á. Magnússon og Sigurður K. Harðarson,
Hestamannafélagið Hringur,
Guðbjörg Antonsdóttir,
Brynjar Aðalsteinsson,
Óskar Gunnarsson.

Stærsti hluti sjóðsins fer í þetta verkefni en  afgangurinn verður notaður í önnur verkefni  sem tengjast skógræktarmálum, svo sem grisjun og klippingu í skógarreitum byggðarinnar, útplöntun á öðrum svæðum og e.t.v. kaupa á bekkjum eða koma upp einhverri aðstöðu í gróðurreitunum.