Sundlaug Dalvíkurbyggðar vekur athygli á opnunartíma sundlaugarinnar helgina 23-26 mars og er hann eftir því sem hér segir:
- FIMMTUDAGUR 06:15 - 20:00
- FÖSTUDAGUR 06:15 - 20:00
- LAUGARDAGUR 10:00 - 19:00
- SUNNUDAGUR 10:00 - 16:00
Sölu lýkur hálftíma fyrir lokun
Á Laugardag fer fram Lionsmót í sundi þar sem um 100 keppendur eru skráðir til leiks. Mótið hefst að morgni en verður vonandi lokið fyrir kl. 16:00. Hlé verður gert um hádegisbil. Sundlaugin er að sjálfsögðu opin þrátt fyrir mótahald en eðlilega verður ekki hægt að synda í lauginni meðan keppni stendur yfir.
Sími sundlaugar er: 466-3233
Byggðasafnið Hvoll verður að sjálfsögðu opið á laugardaginn eins og venjulega frá 14:00-17:00. Nánari upplýsingar um safnið má finna hér.
Eins og áður hefur komið fram verður margt um manninn í Dalvíkurbyggð þessa helgina en auk Lionsmótsins í sundi er haldið hér á Dalvík og í Ólafsfirði Skíðamót Íslands 2006 sem og keppt verður í heimsmeistaramótinu í Brús í Svarfaðardalnum.
Nánari upplýsingar um Skíðamót Íslands má finna hér.