Þann 1. maí fagnar Sparisjóður Svarfdæla 120 ára afmæli. Í tilefni þessara tímamóta verður fjölbreytt dagskrá á Dalvík og í Hrísey. Heiðursgestur á hátíðinni verður hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Á dagskránni er m.a. málþing í Dalvíkurskóla um fjármál og sparisjóði, en þar eru frummælendur hr. Ólafur Ragnar Grímsson forseti, Árni Daníel Júlíusson sagnfræðingur, Guðmundur Hauksson sparisjóðsstjóri SPRON og Már Guðmundsson aðalhagfræðingu Seðlabanka Íslands. Málþingið hefst kl. 14:00. Í Dalvíkurkirkju verða tónleikar þar sem fram koma Vovka Stefán Ashkenazy píanóleikari og Ólafur Kjartan Sigurðarson óperusöngvari. En þeir eru báðir afkomendur Jóhann Jónssonar frá Ytra-hvarfi, fyrsta sparisjóðsstjórar Sparisjóðs svarfdæla. Í Víkurröst er síðan kaffisamsæti, þar sem öllum er boðið í kaffi og afmælistertu auk þess sem tónlistaratriði verða og fjölbreytt dagskrá fyrir börnin. Allir eru velkomnir á þessa viðburði.