Hagir, líðan og viðhorf ungs fólks á Dalvík og Ólafsfirði
Niðurstöður rannsóknar meðal nemenda í 8., 9. og 10. bekk
á Dalvík og Ólafsfirði vorið 2003.
Rannsókn og greining hafa á árunum 1997-2003 lagt viðamikla könnun fyrir alla nemendur í 8., 9. og 10. bekkjum grunnskóla á Íslandi.
Niðurstöður rannsóknarinnar á meðal nemenda á Dalvík og Ólafsfirði vorið 2003 sýna m.a. að að á undanförnum fimm árum hafa daglegar reykingar og ölvun nemenda í 8., 9. og 10. bekk dregist saman.
Vorið 2003 var könnunin viðameiri en áður, þá var spurt um tengsl við foreldra, vini og skóla, sjálfsmat og viðhorf til heimabyggðar. Í niðurstöðum kemur m.a. fram að 44% piltna og 61% stúlkna segjast vera frekar eða mjög sammála fullyrðingunni ,,Stundum finnst mér ég einskis virði" á móti 29% piltna og 46% stúlkna á landsvísu.
Hægt er að nota niðurstöður sem þessar til að álykta um hvað unnt sé að gera m.a. til að bæta líðan og námsárangur og draga úr vímuefnaneyslu meðal ungs fólks á Dalvík og Ólafsfirði. Mikilvægt er að helstu stofnanir samfélagsins, þ.e. skipulagt félagsstarf, foreldrar og skólar, vinni saman til að veita ungu fólki stuðning og aðhald. Rannsóknir hafa sýnt að tengsl ungmenna við foreldra, skóla og þátttaka í skipulögðu tómstundastarfi eru allt þættir sem hafa sjálfstæð áhrif á líkindi þess að unglingar sýni einkenni vanlíðunar og leiðist út í afbrota- og frávikshegðun, svo sem vímuefnaneyslu.
Mikilvægt er að helstu stofnanir samfélagsins, þ.e. skipulagt félagsstarf, foreldrar og skólar, vinni saman til að veita ungu fólki stuðning og aðhald. Hjá félagsmálanefnd/ráði Dalvíkur og Ólafsfjarðar hafa bent á að niðurstöður frá vorinu 2003 gefa til kynna að þurfi að mynda hópa fólks sem tengjast málefnum ungs fólks og setja stefnu í forvörnum er tengjast ungu fólki, ekki síst í ljósi upplýsinga um lágt sjálfsmat ungs fólks á Dalvík og Ólafsfirði. Þessir hópar geta notað upplýsingar úr könnun rannsóknar og greiningar til frekari mótunar á stefnu og forvarnarstarfi á Dalvík og Ólafsfirði.
Smelltu hér til að sjá skýrslun í heild (ath acrobat skjal)