Frumkvöðlaskóli Impru Nýsköpunarstöðvar

Hugmyndafræðin að baki Frumkvöðlaskólans byggir á því að tengja nám og framkvæmd raunverulegra verkefna. Frumkvöðlar þurfa ekki aðeins á fræðilegri- og viðskiptaþekkingu að halda, þeir þurfa hagnýta reynslu í frumkvöðlastarfi. Þátttakendur í Frumkvöðlaskólanum þróa og ýta úr vör nýsköpunarverkefnum með það að markmiði að stofna fyrirtæki þegar skólanum lýkur. Nemendur vinna í hópum að verkefnum sem tengjast öðru námi þeirra eða starfi. Námið byggir á vinnustofum, uppbyggingu fyrirtækjalíkana, fyrirlestrum, þjálfun, einkaviðtölum og verkefnum sem tengjast þeirri hugmynd sem hver einstaklingur vinnur að hverju sinni.

Boðið er upp á hagnýtt nám sem veitir þekkingu og þjálfun í að vinna með viðskiptahugmynd og koma henni á markað. Farið er m.a. yfir greiningu tækifæra, stefnumótun, markaðs- og sölumál, fjármál, vöruþróun, stjórnun, einkaleyfi og gæðamál með áherslu á ný og vaxandi fyrirtæki. Náminu er skipt í þrjú námskeið sem hvert um sig tekur 8 til 10 vikur. 

Nánari upplýsingar fást á heimasíðu Frumkvöðlaseturs Norðurlands www.fn.is  Einnig er hægt að hafa samband við Arnheiði Jóhannsdóttir, verkefnisstjóra í síma 462-1700 eða Sigríði Ingvarsdóttir, upplýsingafulltrúa í síma 570-7100