Mikið verður um framkvæmdir á vegum Dalvíkurbyggðar í sumar og til kynningar kemur hér upptalning á þeim verkefnum.
Þau verkefni sem þegar hafa verið unnin eru:
Stækkun á vetrarstæði á Hauganesi
Yfirlögn á Ægisgötu, Árskógssandi
Ný gata og gangstétt við Lokastíg á Dalvík
Gangstétt við Sjávarbraut 2 á Dalvík.
Eftirtalin verk eru í burðarliðnum
Lagður verður nýr hjóla- og göngustígur frá Vegamótum að heimreiðinni að Böggvisstöðum.
Gengið verður frá opna svæðinu við Hringtún, svæðið sléttað og gert aðgengilegt til leikja.
Nýr göngustígur frá Lokastíg að Karlsrauðatorgi.
Stígur frá bílaplani við íþróttamiðstöð niður að nýja gervigrasvellinum á Dalvík.
Áningarstaður fyrir gangandi vegfarendur norðan ferjubryggju á Dalvík.
Settir verða upp Ærslabelgir á Hauganesi og Árskógssandi.
Farið verður í endurbætur á gangstéttum við eftirtaldar götur
- Böggvisbraut að hluta
- Miðtún að hluta
- Mímisvegur að hluta
- Bjarkarbraut að hluta
- Drafnarbraut að hluta.
Gert er ráð fyrir að framkvæmdir á skólalóð Dalvíkurskóla klárist í sumar.
Hafin verður vinna við endurnýjun á götulýsingu og í þessum áfanga verður götuljósum á Árskógssandi og Hauganesi skipt út.
Sjóvarnir verða lengdar framan við Lækjarbakka á Árskógssandi og við Sandskeið á Dalvík í samvinnu við Vegagerðina.
Einnig verður farið í ýmis fegrunar og umhverfisverkefni um allt sveitarfélagið.
Fyrir hönd umhverfis- og tæknissviðs
Börkur Þór Ottósson