Frá sveitarstjóra

Frá sveitarstjóra

Eins og fram kom á blaðamannafundi heilbrigðisráðherra nú rétt í þessu verður sett á fjögurra vikna samkomubann á landinu frá 15. mars n.k., aðfararnótt mánudags.
Nánari útfærsla kemur fram í auglýsingum síðar í dag.

Vettvangshópur Dalvíkurbyggðar fundar nú um stöðuna og í framhaldinu munu stjórnendur í Dalvíkurbyggð taka stöðuna.
Nánari upplýsingar verða settar inn á heimasíðuna í lok dags.

Ég biðla til íbúa Dalvíkurbyggðar að sýna almenna skynsemi í öllum samgangi fólks. Við þurfum að snúa bökum saman og standa okkar plikt því aðgerðirnar eru settar til að draga úr faraldrinum svo álag á heilbrigðiskerfið verði ekki of mikið.

Ég vil taka það fram að enn hefur ekki verið staðfest smit á norðurlandi.

Kæru íbúar, gerum okkar besta í stöðunni og verum skynsöm.
Frekari fréttir þegar líður á daginn.

Katrín Sigurjónsdóttir,
Sveitarstjóri.