Í Friðlandi svarfdæla, elsta votlendisfriðlandi á Íslandi verpa fjölmargar fuglategundir. Vitað er um 36 tegundir fugla sem valið hafa Friðlandið sem ákjósanlegan stað til að ala upp afkvæmi sín. Fjórtán anda og gæsategundir verpa í Friðlandinu en auk þeirra 6 tegundir máva, 8 tegundir vaðfugla og átta aðrar tegundir. Hér má sjá lista yfir þá fugla sem verpa í Friðlandinu. Auk þessara eru fjölmargir fuglar sem hafa hér skamma dvöl á leið til heimkynna sinna.
Endur og gæsir:
Æðarfugl, Stokkönd, Rauðhöfði, Toppönd, Gulönd, Urtönd, Skúfönd, Flórgoði, Hávella, Grafönd, Grágæs, Lómur, Álft.
Mávar:
Svartbakur, Sílamávur, Stormmávur, Hettumávur, Kjói, Kría.
Vaðfuglar:
Jaðrakan, Spói, Óðinshani, Heiðlóa, Sandlóa, Hrossagaukur, Lóuþræll, Tjaldur.
Spörfuglar og aðrar tegundir:
Þúfutittlingur, Auðnutittlingur, Steindepill, Skógarþröstur, Maríuerla, Músarrindill, Rjúpa, Brandugla.
Auk þessara fugla eru fjölmargir sem sjást árlega en ekki er vitað um varp þeirra. Þeir eru eftirtaldir:
Hrafn, Fálki, Smyrill, Himbrimi, Heiðagæs, Helsingi, Gráhegri, Straumönd, Tildra, Rauðbrystingur, Sendlingur, Hvítmávur, Silfurmávur, Rita.
Ekki eru taldir fuglar sem sjást sem ,, flækingar''. Það var Sveinbjörn Steingrímsson sem tók þennan lista saman en hann hefur fylgst með fuglum í Friðlandinu í fjölmörg ár. Allar ábendingar um fugla í Friðlandinu er vel þegnar. Þær má senda á dalvik@dalvik.is.