Fagridalur, nýr dalur á Ráðhúslóðinni!

Fagridalur, nýr dalur á Ráðhúslóðinni!

Föstudaginn 28. maí var opnuð á lóð Ráðhúss Dalvíkur listverkasýning ungra listamanna á Dalvík. Listamennirnir eru á aldrinum 1-6 ára og eru allir á Leikskólanum Fagrahvammi. Listaverkin eru úr steinum sem börnin máluðu og breyttu í álfa, tröll og gullfiska og svo auðvita hús fyrir huldufólkið. Verkin verða til sýnis í sumar.

Fagridalur
Fagridalur er langt í burtu á bak við fjöllin. Við getum ekki séð hann og kannski er hann ekki til. Þess vegna búum við hann til svo að allir á Dalvík geti séð hann. Við komumst ekki inn í húsin eða inn í Fagradal því álfarnir eru svo litlir en við svo stór.   Í Fagradal búa álfar og tröll, líka huldufólk, sem eru álfamæðurnar.  Þar er allt fullt af börnum.   Trölla og álfabörn leika sér með báta og klifra í heyinu.
Það eru allir vinir í Fagradal og leika sér saman og hjálpst við að vinna úr ullinni.  Þar eru búnir til sokkar, ullarteppi og föt.  Þar eru engar gallabuxur.
Í Fagradal borða álfarnir kjöt og fisk. Líka mjólk og skyr og stundum líka páskaegg og jarðaber.
Álfarnir í Fagradal passa að fólkið á Dalvík geri allt rétt, ekki eins og í Reykjavík þar sem fólkið segir stundum ekki satt..  Álfarnir okkar passa líka að enginn sé að meiða og að enginn segi ljótt eða sé að skrökva. Þeir passa að maður sé ekki að sulla nema vera í pollafötum. Þeir passa að allir muni reglurnar í Stig af stigi og að allir fari eftir  umferðarreglunum og að enginn svíki loforð eða sé skilinn eftir útundan. Því að í Fagradal eru allir vinir og vinirnir okkar þar vilja að aðrir séu líka vinir.