Eldri barna ferða - TENGJA

Eldri barna ferða -Tengja

Húsabakka 18. maí 2005

Til barna í 4. - 8. bekk og foreldra/forráðamanna þeirra

Jæja, þá er komið að því   - Húsbekkingar eru að fara í skólaferðalag !

Við leggjum af stað sunnudaginn 22. maí kl. 7:30; mæting á Húsabakka kl. 7:10. Leiðin liggur til Reykjavíkur. Á leiðinni stoppum við einu sinni til þess að borða hádegishressingu.

          Þegar við komum suður byrjum við á því að fara í Þjóðleikhúsið, þar sjáum við leiksýninguna, Klaufar og kóngsdætur. Eftir sýningu hittum við nokkra leikara úr sýningunni í stutta stund og síðan fáum við skoðunarferð með leiðsögn um leikhúsið. Að því loknu er farið á pizzuhlaðborð á veitingahúsinu Pizza 67. Þegar allir eru orðnir saddir förum við að gististaðnum okkar sem er UMFÍ-húsið að Fellsmúla 26. Þar komum við okkur fyrir og förum svo í sund í Laugardagslauginni.

Mánudagurinn 23. maí:

9:00   morgunverður.

9:30   Nauthólsvík. Þar verður hægt að sigla á kajökum og mótorbátnum Jónasi feita. Í þessa ævintýraferð þurfa allir að hafa með sér þurran alklæðnað; allt frá nærfötum að skóm og einnig þarf að hafa með sér handklæði. Þessu er betra að muna eftir, því fáir vilja fara sjóblautir í Smáralindinni og Keiluhöllinni.

13:00  matur í boði veitingastaðarins Nings (hjá mömmu og pabba Óskars). Borðað verður á nýjasta stað Nings, uppi á Höfða.

14:00  Keiluhöllin í Öskjuhlíð heimsótt.

15:30  Sund í nýjustu Kópavogslauginni.

17:00-18:00 Frjáls tími í Smáralindinni.

Eftir Smáralind og fram að bíó verðum við á gististaðnum og fáum okkur hressingu.

20:00  Bíó. Hægt verður að velja milli tveggja eða þriggja mynda. Við fylgjumst með bíóauglýsingunum fram að skólaferðalagi.


Þriðjudagurinn 24. maí ­- safnadagurinn

9:00   morgunverður.

10:00  Sögusafnið-Perlunni skoðað. Skoðum síðan Perluna og Öskjuhlíðina. Hádegishressing í Öskjuhlíðinni.

13:00 Þjóðminjasafnið. Heimsókn með leiðsögn.

14:30 Gljúfrasteinn Hús skáldsins. Hressing í garði skáldsins.

16:00  Sund í sundlauginni í Grafarvogi.

          Mc Donalds hamborgari áður en haldið er heim á leið.

18:00 Brunum heim í dalinn væna.

 

Hafa með sér:

  •     Svefnpoka, kodda og lak.
  •     nesti til þess að snæða um hádegisbil á sunnudeginum
  •     sundföt og aukahandklæði (vegna Nauthólsvíkur)
  •      hlý föt eða regnföt
  •      föt til skiptanna, muna eftir fötunum sem notuð verða í Nauthólsvíkinni.
  •      bókina sem verið er að lesa, spil, tölvuspil eða annað dundudót
  •      vasapeninga. Þeim er gott að stilla í hóf því nemendur þurfa ekkert að borga sjálfir af því sem er á dagskrá ferðalagsins. Þessir peningar eru bara svona til þess að eiga fyrir ís og öðru nasli. Síðan eru í Keiluhöllinni spilakassar sem þarf að nota spilapeninga í. Hver leikur kostar 100 kr. Þeir sem vilja prófa það þurfa að reikna með aurum í það. Skólinn borgar hins vegar einn leik í keilu fyrir alla nemendur.

Starfsmenn skólans sem fara með í ferðalagið eru Ingileif, Lilla, Dóra, Hjöri, Helga Björt og Gunna. Hægt verður að ná hópinn í síma 897-8737 ef á þarf að halda.

Á heimasíðu Húsabakkaskóla verða settir inn slóðir á heimasíður safnanna og annarra staða sem við heimsækjum. Þessar heimasíður geta nemendur kynnt sér fyrir ferðalagið. Slóðirnar verður að finna á forsíðu heimasíðu okkar undir titlinum Við mælum með.

Tilhlökkunar- og ferðakveðjur

Ingileif