Laugardaginn 24. okt. kl. 17.00 verður stuttverkahátíðin ,,Margt smátt,, í Borgarleikhúsinu. Um 20 verk verða sýnd en á milli verka verður kaffi, matur og hátíðin endar á umræðum um og dansleik. Hér er um einstakan viðburð að ræða fyrir áhugafólk um leiklist og reyndar fyrir alla Dalvíkinga, brottflutta, aðflutta eða innfædda, því tvö verkanna koma frá Leikfélagi Dalvíkur. Þetta eru verkin
" Bara innihaldið " eftir Sævar Sigurgeirsson og" Augun mín og augun þín " eftir Júlíus Júlíusson sem jafnframt leikstýrir. Leikarar eru þau Dana Jóna Sveinsdóttir og Sigurbjörn Hjörleifsson ásamt upprennandi stjórstjörnum Eyþóri Inga Gunnlaugssyni og Guðmundi Inga Halldórssyni.
Miðaverð er aðeins 1900 kr.- ( + matur 1200 fyrir þá sem það vilja )
Miðapantanir eru í síma 5688000.