Dagur hinna villtu blóma verður haldinn á öllum Norðurlöndunum ásamt
Færeyjum og Grænlandi þann 13. júní næstkomandi. Þá gefst fólki víðs vegar um landið kostur á að fara stutta gönguferð um nágrenni sitt og fá leiðsögn um algengustu plöntur sem þar vaxa. Gönguferðir þessar eru ókeypis fyrir þátttakendur og ekki þarf að tilkynna þátttöku fyrir fram.
Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar stendur fyrir ferð frá Dalvíkurkirkju þennan dag.
Farið verður frá kirkjunni kl.10 árdegis og gengið upp í Hólana. Leiðbeinandi verður Þórir Haraldsson kennari. Fólk er hvatt til að nota þetta tækifæri til að fræðast um plönturíkið. Áhugafólki er bent á vefsíðuna www.floraislands.is
mynd Hörður Kristinsson.