Á fundi bæjarráðs þann 22. september síðastliðinn var samþykkt að rekstur og stjórn félagslegra íbúða verði færð frá félagsmálaráði og til bæjarráðs og að umhverfis - og tæknisvið sjái um framkvæmd og hafi umsjón með þeim verkefnum sem falla undir Félagslegar íbúðir. Hafa þessar breytingar nú fengið samþykki í bæjarstjórn og eru því formlega orðnar að veruleika.
Þetta hefur þær breytingar í för með sér að starf húsnæðisfulltrúa verður fært af félagsmálasviði og undir umhverfis - og tæknisvið og mun hann færa aðsetur sitt yfir á nýtt svið núna á næstu dögum.