Blátt áfram - forvarnarverkefni gegn kynferðislegu ofbeldi

Fulltrúar frá fræðsluverkefninu Blátt áfram halda fyrirlestur fyrir forráðamenn nemenda 7-10 bekkjar og starfsfólk grunnskólanna í Dalvíkurbyggð í sal Dalvíkurskóla, fimmtudaginn 18. maí n.k. klukkan 15:15.

Blátt áfram er forvarnarverkefni sem felst í að efla forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum á Íslandi og hefur fyrirlestur þessi verið fluttur í fjölmörgum grunnskólum landsins við góðar undirtektir.

Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á heimasíðu þess, www.blattafram.is.