Björgvin hlaut tvo bikara í Álfukeppninni

Samkvæmt norðlenska fréttamiðlinum dagur.net keyrði skíðamaðurinn Björgvin Björgvinsson út úr brautinni á síðasta svigmótinu í Ástralíu - Nýja Sjálandsbikarnum sem fram fór í nótt (að íslenskum tíma) í Turoa á Nýja Sjálandi. Björgvin var með langbesta tímann eftir fyrri ferðina, en náði ekki að ljúka þeirri seinni. Þar með missti Björgvin af því að verða Álfumeistari í svigi, en hann var efstur að stigum fyrir þetta mót.

Eins og fram kom hérna á heimasíðunni í gær varð Björgvin Álfumeistari í stórsvigi, og hann varð einnig efstur að stigum í samanlögðu og hlaut því einnig Ástralíu - Nýja Sjálandsbikarinn í samanlögðu. Nánari fregnir af kappanum er að finna hér www.dagur.net.