Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra auglýsa eftir hugmyndum að áhersluverkefnum fyrir árið 2020. Um er að ræða viðbótarfjármagn af hálfu ríkisins sem veitt er í sóknaráætlanir landshluta, sem og aukið fjármagn samtakanna, vegna áhrifa Covid-19 á samfélagið. Alls eru um 42 m.kr. í pottinum.
Áhersluverkefni eru samningsbundin verkefni sem hafa beina skírskotun til sóknaráætlunar Norðurlands eystra og styðja við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Óskað er eftir umsóknum um atvinnuskapandi verkefni á sviði nýsköpunar-, atvinnuþróunar-, menningar- og umhverfismála sem geta hafist sem fyrst. Áhersluverkefnin skulu samþykkt af stjórn samtakanna.
Umsækjendur sem ekki fengu styrk úr sóknaráætlun fyrr á árinu, eða telja þörf á auknu fjármagni í verkefni, eru hvattir til að endurnýja umsóknir sínar og staðfæra að núverandi aðstæðum. Yfirlit yfir áhersluverkefni Eyþings/SSNE má finna hér.
Frekari upplýsingar veita:
Ari Páll Pálsson á netfang: aripall@ssne.is. Sími 464 0416
Baldvin Valdemarsson á netfang: baldvin@ssne.is. Sími 460 5701
Vigdís Rún Jónsdóttir á netfang: vigdis@ssne.is. Sími 464-9935
Hægt er að skila inn umsóknum til og með 30. apríl nk. á netfangið helgamaria@ssne.is og má nálgast umsóknareyðublaðið hér.