Afleysingamaður óskast í starf sundlaugarvarðar/baðvarðar í klefum karla við Sundlaug Dalvíkur næstu tvær vikur.
Helstu verkefni eru afgreiðsla og móttaka gesta, öryggisgæsla í sundlaug og eftirlit í baðklefum karla, þrif, upplýsingagjöf til ferðamanna og umsjón með tjaldsvæði. Starfið er vaktavinna, laun skv. samningum launanefndar sveitarfélaganna við Kjöl, stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu.
Einnig vantar fólk til starfa í Sundlaug Dalvíkur yfir Fiskidagshelgina, frá föstudeginum 11. ágúst til sunnudagsins 13. ágúst. Bæði vantar starfsmenn til starfa yfir allan daginn en einnig í styttri tíma í einu. Störfin felast aðallega í afgreiðslu, eftirliti í sundlaug og klefum, þrifum og aðstoð við ferðamenn. Sum störfin gætu vel hentað duglegum og hressum unglingum.
Áhugasamir hafi samband við Bjarna Gunnarsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa í símum 896-3133 eða 466-3133, á skrifstofu í Sundlaug Dalvíkur eða með því að senda tölvupóst á sundlaug@dalvik.is