Aðalskipulag Dalvíkur 1992-2012.
Tillaga að breytingu.
Íbúðarbyggð við Kirkjuveg.
Bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á aðalskipulagi Dalvíkur 1992-2012 samkvæmt 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 72/1997.
Breytingin felst í því að gert verður ráð fyrir íbúðarbyggð beggja vegna Kirkjuvegar, alls um 17 íbúðum. Svæðið er í gildandi aðalskipulagi skilgreint að hluta sem blönduð landnotkun stofnana og íbúðarbyggðar, að hluta sem óbyggt svæði, útivistarsvæði, og að hluta sem miðbæjarsvæði.
Með breytingunni er stuðlað að aukinni íbúðarbyggð í miðbæ Dalvíkur auk þess sem mætt er þörf fyrir íbúðarbyggð sem hentar öldruðum og nýtur nálægðar við þjónustustofnanir.
Breytingartillagan verður til sýnis í ráðhúsi Dalvíkurbyggðar og á vefsíðu Dalvíkurbyggðar www.dalvik.is frá og með 10. apríl 2006 til 10. maí 2006.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna. Frestur til þess að skila inn athugasemdum er til kl.16.00 10. maí 2006. Athugasemdir skulu vera skriflegar og þeim skilað á bæjarskrifstofu Dalvíkurbyggðar, Ráðhúsinu, Dalvík.
Hver sá sem eigi gerir athugasemdir við breytingartillöguna fyrir tilskilinn frest telst samþykkur henni.
Bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar.
Hér fyrir neðan má finna myndir af breytingartillögu.
Skipulag við Kirkjuveg
Skipulag við Dalbæ