Sveitarstjórn

372. fundur 22. október 2024 kl. 16:15 - 19:04 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Engar athugasemdir komu fram um fundarboð og/eða fundarboðun.
Forseti óskaði eftir í upphafi fundar heimild til að bæta við einu máli á dagskrá, liður 68, mál nr.202405098, og var það samþykkt samhljóða.

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1121, frá 19.09.2024

Málsnúmer 2409012FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 8 liðum.
Liður 2 er sér mál á dagskrá; mál 202110061.
Liður 5 er sér mál á dagskrá; mál 202409081.
Liður 6 er sér mál á dagskrá; mál 202409083.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1122, frá 26.09.2024

Málsnúmer 2409018FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 10 liðum.
Liður 6 er sér mál á dagskrá; mál 202409115.
Liður 7 er sér mál á dagskrá; mál 202403127.
Liður 8 er sér mál á dagskrá; mál 202409118.
Liður 10 er sér mál á dagskrá; mál 202311067.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1123, frá 03.10.2024.

Málsnúmer 2410001FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 12 liðum.
Liður 3 er sér mál á dagskrá; mál 202408084.
Liður 4 er sér mál á dagskrá; mál 202410004.
Liður 5 er sér mál á dagskrá; mál 202410001.
Liður 6 er sér mál á dagskrá; mál 202410007.
Liður 7 er sér mál á dagskrá; mál 202408068.
Liður 8 er sér mál á dagskrá; mál 202408005.
Liður 10 er sér mál á dagskrá; mál 202409128.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1124, frá 08.10.2024

Málsnúmer 2410006FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 2 liðum og ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1125, frá 15.10.2024.

Málsnúmer 2410007FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 1 lið og ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1126, frá 17.10.2024.

Málsnúmer 2410009FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 6 liðum.
Liður 1 er sér mál á dagskrá; mál 202410024.
Liður 2 er sér mál á dagskrá; mál 202410034.
Liður 6 er sér mál á dagskrá; mál 202303137.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Félagsmálaráð - 281, frá 16.09.2024.

Málsnúmer 2409010FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 1 liðum og ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Félagsmálaráð - 282, frá 08.10.2024.

Málsnúmer 2410004FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 8 liðum.
Liður 1 er sér mál á dagskrá; mál 202310036.
Liður 6 er sér mál á dagskrá; mál 202409164 - vantar að vísa á lið í fjárhagsáætlun.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Fræðsluráð - 297, frá 25.09.2024.

Málsnúmer 2409014FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 3 liðum.
Liður 2 er sér mál á dagskrá; mál 202005032.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Fræðsluráð - 298, frá 09.10.2024.

Málsnúmer 2410003FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 11 liðum.
Liður 2 er sér mál á dagskrá; mál 202409061.
Liður 4 er sér mál á dagskrá; mál 202410026.
Liður 9 er sér mál á dagskrá; mál 202410028.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Íþrótta- og æskulýðsráð - 164, frá 24.09.2024

Málsnúmer 2409016FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 11 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Íþrótta- og æskulýðsráð - 165, frá 01.10.2024.

Málsnúmer 2409019FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 4 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.Menningarráð - 105, frá 24.09.2024

Málsnúmer 2409013FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 9 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

14.Skipulagsráð - 25, frá 25.09.2024.

Málsnúmer 2409017FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 9 liðum.
Liður 4 er sér mál á dagskrá; mál 202301108.
Liður 5 er sér mál á dagskrá; mál 202409108.
Liður 6 er sér mál á dagskrá; mál 202202038.
Liður 7 er sér mál á dagskrá; mál 202409071.
Liður 8 er sér mál á dagskrá; mál 202311123.
Liður 9 er sér mál á dagskrá; mál 202312042.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

15.Skipulagsráð - 26, frá 09.10.2024.

Málsnúmer 2410005FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 13 liðum.
Liður 1 er sér mál á dagskrá; mál 202410032.
Liður 2 er sér mál á dagskrá; mál 202302121.
Liður 5 er sér mál á dagskrá; mál 202409116.
Liður 6 er sér mál á dagskrá; mál 202409055.
Liður 8 er sér mál á dagskrá; mál 202409131.
Liður 9 er sér mál á dagskrá; mál 202410015.
Liður 10 er sér mál á dagskrá;mál 202410033.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

16.Skipulagsráð - 27, frá 16.10.2024

Málsnúmer 2410008FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 3 liðum.
Liður 2 er sér mál á dagskrá;mál 202306097.
Liður 3 er sér mál á dagskrá; mál 202309104.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

17.Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 43, frá 03.10.2024.

Málsnúmer 2409021FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 6 liðum og ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

18.Umhverfis- og dreifbýlisráð - 24, frá 23.09.2024

Málsnúmer 2409015FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 8 liðum.
Liður 8 er sér mál á dagskrá; mál 202409112.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

19.Umhverfis- og dreifbýlisráð - 25, frá 04.10.2024.

Málsnúmer 2410002FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 6 liðum og ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

20.Ungmennaráð - 43, frá 19.09.2024.

Málsnúmer 2409009FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 5 liðum.
Liður 1 er sér mál á dagskrá; mál 202309052.
Liður 2 er sér mál á dagskrá; mál 202407008 - vantar að vísa á lið í fjárhagsáætlun.
Liður 5 er sér ´mál á dagskrá; mál 202409101.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

21.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 138, frá 02.10.2024.

Málsnúmer 2409020FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 12 liðum.
Liður 4 er sér mál á dagskrá; mál 202409123. Vantar að vísa á lið í fjárhagsáætlun.
Liður 10 er sér mál á dagskrá; mál 202409104. Athuga hvort gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun.

Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

22.Frá 1122. fundi byggðaráðs þann 26.09.2024; Raforkuvæðing hafnarsvæðis, hönnun á snjalltenglum - HD019, viðauki #34

Málsnúmer 202403127Vakta málsnúmer

Á 1122. fundi byggðaráðs þann 26. september sl. var eftirfarandi bókað:
Á 137. fundi veitu- og hafnaráðs þann 4. september sl. var eftirfarandi bókað: "Veitu- og hafnaráð óskar eftir skýringu á að í tilboði er gert ráð fyrir 3 tenglastólpum á hverja bryggju. Veitu- og hafnarráð leggur til við sveitarstjórn að farið verði í allt verkið. Samþykkt samhljóða með 4 atkvæðum."
Á 371.fundi sveitarstjórnar var eftirfarandi bókað:
Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum þá tillögu veitu- og hafnaráðs að farið verði í allt verkið og felur sveitarstjóra að leggja viðaukabeiðni fyrir byggðaráð.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 34 við fjárhagsáætlun 2024, þannig að liður 42200-11551 hækki um kr. 7.414.200.- Byggðaráð samþykkir samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 34 við fjárhagsáætlun 2024 að upphæð kr. 7.414.200 á lið 42200-11551 vegna raforkuvæðingar á hafnasvæðinu.
Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

23.Frá 1122. fundi byggðaráðs þann 26.09.2024; Viðaukabeiðni vegna aðkeyptrar sérfræðiþjónustu, viðauki #35.

Málsnúmer 202409118Vakta málsnúmer

Á 1122. fundi byggðaráðs þann 26. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 35 við fjárhagsáætlun 2024, þannig að liður 21400-4333 hækki um kr. 1.000.000.- og liður 21400-4391 hækki um kr. 4.000.000.- Alls kr. 5.000.000.- Byggðaráð samþykkir samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 35 við fjárhagsáætlun 2024 að upphæð kr. 5.000.000 þannig að liður 21400-4333 hækki um kr. 1.000.000 og liður 21400-4391 hækki um kr. 4.000.000.
Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

24.Frá 1123. fundi byggðaráðs þann 03.10.2024; Viðaukabeiðni vegna launa #36

Málsnúmer 202408068Vakta málsnúmer

Á 1123. fundi byggðaráðs þann 3. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðaukabeiðni að upphæð kr. 1.687.958 vegna launa, viðauki nr. 36 við fjárhagsáætlun 2024, og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 36 við fjárhagsáætlun 2024 að upphæð kr. 1.687.958 vegna launa og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

25.Frá 1123. fundi byggðaráðs þann 03.10.2024; Styrkbeiðni frá Pílufélagi Dalvíkur; viðauki #37

Málsnúmer 202408084Vakta málsnúmer

Á 1123. fundi byggðaráðs þann 3. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1121. fundi byggðaráðs þann 19. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1120. fundi byggðaráðs þann 12. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Pílufélagi Dalvíkur, dagsett þann 29. ágúst sl., þar sem óskað er eftir styrk til félagsins að upphæð kr. 1.500.000 þar sem aukning í fjölda iðkenda kallar á framkvæmdir; stærri aðstöðu og meiri búnað. Í erindinu er gerð grein fyrir starfinu og fram kemur að félagið varð nýlega aðildardeild innan UMFS. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað frá íþróttafulltrúa og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 11. september sl., þar sem lagt er til að veittur verði styrkur í verkefnið en óskað verði jafnframt eftir sundurliðun á þeim búnaði sem á að kaupa. Jón Stefán vék af fundi kl. 14:53.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta erindinu og óska eftir nánari upplýsingum frá Pílufélaginu."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdu til viðbótar eftirfarandi gögn frá Pílufélaginu:
Kostnaðaráætlun búnaðarkaupa og framkvæmda 2024.
Ársreikningur 2023.
Upplýsingar um að félagið er að óska eftir styrk vegna ársins 2024.
Til umræðu ofangreint.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að veittur verði styrkur að upphæð kr. 1.000.000 árið 2024 vegna þessa verkefnis. Byggðaráð felur íþróttafulltrúa að koma með viðaukabeiðni - reynt verði að finna svigrúm á móti innan málaflokksins."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi viðaukabeiðni íþróttafulltrúa og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 30.09.2024, þar sem óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 1.000.000 á lið 06800-9145 og á móti verði liður 05700-9140 lækkaður um kr. 500.000 og liður 06800-9149 verði lækkaður um kr. 500.000 á móti.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 37 við fjárhagsáætlun 2024, þannig að liður 06800-9145 hækki um kr. 1.000.000 vegna styrks til Pílufélags Dalvíkur og á móti lækki liður 05700-9140 um kr. 500.000 vegna 17.júní hátíðarhalda og liður 06800-9149 lækki um kr. 500.000 vegna frístundastyrkja. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 37 við fjárhagsáætlun 2024 að upphæð kr. 1.000.000 á lið 06800-9145 vegna styrks til Pílufélags Dalvíkur.
Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á lið 05700-9140 um kr. 500.000 og lækkun á lið 06800-9149 um kr. 500.000.

26.Frá 1123. fundi byggðaráðs þann 03.10.2024; Beiðni um viðauka vegna opins svæðis í Hringtúni - viðauki #38

Málsnúmer 202410004Vakta málsnúmer

Á 1123. fundi byggðaráðs þann 3. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 1. október 2024, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 vegna frágangs á lóðamörkum og á opnu svæði í Hringtúni.
Gert er ráð fyrir 2,0 m.kr. í fjárhagsáætlun vegna verksins Hringtún göngustígur., E2217. Áætlaður kostnaður við frágang á lóðmörkum við Miðtún 3, uppsetningu á lýsingu og færslu og jarðvegsskiptum á stíg er kr. 6.700.000. Því er óskað eftir viðauka að upphæð kr. 4.700.000 vegna verksins og að verkefni E2302, Hauganes, gatnagerð, verði lækkað á móti þar sem fyrirséð er að áætlað fjármagn i það verkefni verði ekki nýtt á árinu.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni að upphæð kr. 4.700.000 við verkefni E2217, viðauki nr. 38 við fjárhagsáætlun 2024, og að verkefni E2302 verði lækkað á móti. Umræddar breytingar eru á lið 32200-11900; gatnakerfi- nýframkvæmdir.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 38 við fjárhagsáætlun 2024 þannig að kr. 4.700.000 fari á lið 32200-11900 verknúmer E2217, framkvæmdir við opið svæði í Hringtúni, og á móti verði verkefni E2302, Hauganes - gatnagerð, lækkað á móti á sama bókhaldslið.

27.Frá 1123. fundi byggðaráðs þann 03.10.2024; Kaup á fartölvu fyrir Hafnasjóð, viðauki #39

Málsnúmer 202410001Vakta málsnúmer

Á 1123. fundi byggðaráðs þann 3. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sveitarstjóra, dagsett þann 1.október 2024, þar sem óskað er eftir heimild til að kaupa fartölvu fyrir yfirhafnavörð við Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar að upphæð kr. 211.000. Á móti verði liðir 4311 lækkaður um kr. 50.000 og liður 4320 lækkaður um kr. 161.000.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni að upphæð kr. 211.000 vegna kaupa á fartölvu fyrir yfirhafnavörð, viðauki nr. 39 við fjárhagsáætlun 2024, á lið 41210-2850 og að liðir 4210-4311 og 41210-4320 verði lækkaðir á móti skv ofangreindri tillögu."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 39 við fjárhagsáætlun 2024 þannig að liður 41210-2850 hækkar um kr. 211.000 vegna kaupa á fartölvu og á móti lækkar liður 41210-4311 um kr. 50.000 og liður 41210-4320 um kr. 161.000.

28.Frá 1126. fundi byggðaráðs þann 17.10.2024; Viðaukabeiðni vegna þrekhjóla- viðauki #40

Málsnúmer 202410024Vakta málsnúmer

"Tekið fyrir erindi frá íþróttafulltrúa, dagsett þann 3. október sl., þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 að upphæð kr. 700.000 til að kaupa þrekhjól í ræktina í Íþróttamiðstöð. Lagt er til að keypt verði 15 hjól í stað 10 sem eru á fjárhagsáætlun 2024.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofnagreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 40 við fjárhagsáætlun 2024, að upphæð kr 700.000 á lið 06500-2810 vegna kaupa á 15 þrekhjólum og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 40 við fjárhagsáætlun 2024 að upphæð kr. 700.000 á lið 06500-2810.
Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

29.Frá 1126. fundi byggðaráðs þann 17.10.2024; Viðaukabeiðni vegna skólaaksturs- viðauki #41

Málsnúmer 202410034Vakta málsnúmer

Á 1126. fundi byggðaráðs þann 17. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Dalvíkurskóla og Árskógarskóla, dagsett þann 4. október sl., þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 að upphæð kr. 3.000.000 vegna skólaaksturs Dalvíkurskóla vegna hækkunar á vísitölu neysluverðs
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni að upphæð kr. 3.000.000, viðauki nr. 41 við fjárhagsáætlun 2024, að upphæð kr. 3.000.000 á lið 04210-4113.
Byggðaráð samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Til máls tóku:
Monika Margrét Stefánsdóttir.
Freyr Antonsson.
Helgi Einarsson.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og samþykkir viðauka nr. 41 við fjárhagsáætlun 2024, kr. 3.000.000 á lið 04210-4113 vegna skólaaksturs.
Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

30.Frá 1123. fundi byggðaráðs þann 03.10.2024; Krílakot - Beiðni um sölu og kaup á búnaði

Málsnúmer 202410007Vakta málsnúmer

Á 1123. fundi byggðaráðs þann 3. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá leikskólastjóra Krílakots, dagsett þann 17. september sl., þar sem óskað er eftir að kaupa búnað í staðinn fyrir hlið, áætlað kr. 800.000, inn á ganginn á nýjustu byggingunni þar sem það var leyst með öðrum hætti.Óskað er eftir að kaupa rafdrifið borð, IKEA hillur einingar á deildir (2), skrifborðsstól, stóla (3) og lítið borð, alls kr.365.135.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um breytingar á búnaðarkaupum á fjárhagsáætlun 2024 innan deildadr 04140.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að heimila leikskólastjóra Krílakots að kaupa tilgreindan búnað í staðinn fyrir hlið sem gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun 2024, deild 04140.

31.Frá 1123. fundi byggðaráðs þann 03.10.2024; Sala á slökkvibifreið

Málsnúmer 202409115Vakta málsnúmer

Á 1123. fundi byggðaráðs þann 3. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá slökkviliðsstjóra þar sem óskað er eftir því að ganga frá sölu á slökkvibifreið. Fyrir liggur tilboð að fjárhæð kr. 1.500.000.- Jafnframt er óskað eftir því að söluandvirðið verði varið til endurnýjunar á eiturefnabúningum slökkviliðsins.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að heimila sölu á slökkvibifreið að fjárhæð kr. 1.500.000.- til Slökkviliðs Akureyrar og andvirði bílsins verði notað til endurnýjunar á eiturefnabúningum slökkviliðsins.
Slökkviliðsstjóra er falið að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun og leggja fyrir fund byggðaráðs."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og heimilar slökkviliðsstjóra að selja slökkvibifreið til Slökkviliðs Akureyrar á kr. 1.500.000 og að söluandvirðið verði nýtt til að kaupa eiturefnabúninga.

32.Frá 1121. fundi byggðaráðs þann 19.09.2024; Umsagnarbeiðni tækifærisleyfi - Hestamannafélagið Hringur v. dansleiks

Málsnúmer 202409081Vakta málsnúmer

Á 1121. fundi byggðaráðs þann 19. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Lilja Guðnadóttir vék af fundi undir þessum lið kl.15:25 vegna vanhæfis og tók ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 16. september sl., þar sem meðfylgjandi er umsókn um tækifærisleyfi frá Lilju Guðnadóttur vegna stóðréttadansleiks 5. október nk.
Óskað er umsagnar sveitarfélagsins.
Niðurstaða : Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðin leyfi sé veitt, með fyrirvara um umsagnir frá slökkviliðsstjóra og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra.
Lilja Guðnadóttir tekur ekki þátt i umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis."
Til máls tók:
Lilja Guðnadóttir, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu á þessum lið kl. 16:36.

Fleiri tóku ekki til máls.

Fyrir liggur jákvæð umsögn frá Slökkviliðinu.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi var veitt.
Lilja Guðnadóttir tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis.

33.Frá 1121. fundi byggðaráðs þann 19.09.2024; Aðalfundur BHS 2024

Málsnúmer 202409083Vakta málsnúmer

Lilja Guðnadóttir kom inn á fundinn að nýju kl. 16:37.

Á 1121. fundi byggðaráðs þann 19. september sl. var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir aðalfundarboð frá BHS ehf. móttekið þann 16. september sl. Fundurinn verður 25. september nk. kl. 20 að Fossbrún 2.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að sækja fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar, ef hún hefur tök á, og fara með umboð sveitarfélagsins."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofngreinda afgreiðslu byggðaráðs.

34.Frá 43. fundi ungmennaráðs þann 19.09.2024; Ungmennaþing 14. - 15.október 2024

Málsnúmer 202407008Vakta málsnúmer

Á 43. fundi Ungmennaráðs þann 19. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Jóna Guðbjörg, fer yfir drög að dagskrá fyrir ungmennaþing SSNE. 14. - 15. okt.
Niðurstaða : Ungmennaráð Dalvíkurbyggðar, ætlar að taka þátt í Ungmennaþingi SSNE sem haldið verður á Narfastöðum 14. -15. október 2024."
Til máls tók:

Freyr Antonsson sem gerði grein fyrir að enginn sótti ofangreint Ungmennaþing SSNE og því þarf ekki að vísa kostnaði á lið í fjárhagsáætlun 2024.

Fleiri tóku ekki til máls.

Lagt fram til kynningar.

35.Frá 138. fundi veitu- og hafnaráðs þann 02.10.2024; Hafnasambandsþing 2024 - skráning

Málsnúmer 202409104Vakta málsnúmer

Á 138. fundi veitu- og hafnaráðs þann 2. október sl. vare eftirfarandi bókað:
"Fyrir fundinum liggur boðun á 44. hafnasambandsþings Hafnasambands Íslands ásamt upplýsingum um fjölda fulltrúa á þinginu. Dalvíkurbyggð á 4 fulltrúa á þinginu.
Mikilvægt er að hafnirnar skrái sína fulltrúa fyrir 15. október nk.
Niðurstaða : Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fulltrúar Dalvíkurbyggðar á þinginu verði: Sigmar Örn Harðarsson, Benedikt Snær Magnússon, Björgvin Páll Hauksson og Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs um að sveitarstjóri / hafnastjóri og yfirhafnavörður sæki þingið ásamt formanni og varaformanni veitu- og hafnaráðs.
Kostnaði vísað á lið 41210-4965.

36.Frá 1122. fundi byggðaráðs þann 26.09.2024; Byggingarfulltrúi

Málsnúmer 202311067Vakta málsnúmer

Á 1122. fundi byggðaráðs þann 26. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að óska eftir viðræðum við Akureyrarbæ um starf byggingafulltrúa."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að fela sveitarstjóra að óska eftir viðræðum við Akureyrarbæ um starf byggingarfulltrúa.

37.Frá 1123. fundi byggðaráðs þann 03.10.2024; Norðurland eystra samstarfsyfirlýsing, öruggara Norðurland.

Málsnúmer 202409128Vakta málsnúmer

Á 1123. fundi byggðaráðs þann 3. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir rafpóstur frá Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra, dagsettur þann 26. september sl., þar sem meðfylgjandi eru drög að samstarfsyfirlýsingu um "Öruggara Norðurland eystra" . Fram kemur að Lögreglan á Norðurlandi eystra vill taka þátt í því að samræma svæðisbundið samráð og formbinda samstarfið undir merkinu "Öruggara umdæmi" eða Öruggara Norðurland eystra. Um er að ræða svæðisundið samráð um varnir gegn ofbeldi og öðrum afbrotum á Norðurlandi eystra. Gert er ráð fyrir að samstarfsaðilar verði, auk Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, sveitarfélögin á Norðurlandi eystra, HSN, SAK, Háskólinn á Akureyri, framhaldsskólarnir á svæðinu og Bjarmahlíð. Gert er ráð fyrir að gildistími samstarfsyfirlýsingarinnar verði tvö á frá og með 16.10.2024 og verði þá endurskoðuð.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Dalvíkurbyggð taki þátt i ofangreindu samstarfi."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs um að Dalvíkurbyggð taki þátt í samstarfinu um "Öruggara Norðurland eystra".

38.Frá 1126. fundi byggðaráðs þann 17.10.2024; Úrgangsmál innleiðing og útboð

Málsnúmer 202303137Vakta málsnúmer

Á 1126. fundi byggðaráðs þann 17. október sl., var eftirfarandi bókað:
Á 1124. fundi byggðaráðs þann 8. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, sbr. rafpóstur dagsettur þann 3. október sl., vegna tillögu að samningi við Consensa um útboðsþjónustu og ráðgjöf.
Niðurstaða : Byggðaráð frestar erindinu og óskar eftir frekari upplýsingum um stöðu mála varðandi ráðgjöf og samvinnu sveitarfélaganna í tengslum við fyrirkomulag sorphirðu og útboð."

Sveitarstjóri gerði grein fyrir ofangreindu.
Deildarstjóri Eigna- og framkvæmadeildar gerði einnig grein fyrir ofangreindu undir lið 5 hér að ofan.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gengið verði til samninga við Consensa um útboðsþjónustu og ráðgjafar vegna sorphirðu og haft verði til hliðsjónar þær ábendingar sem fram hafa komið um samningsdrögin."
Til máls tóku:
Freyr Antonsson.
Helgi Einarsson.
Lilja Guðnadóttir.
Gunnar Kristinn Guðmundsson, sem leggur til að haldinn verður sameiginlegur fundur umhverfis- og dreifbýlisráðs og byggðaráðs til að marka stefnuna.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að gengið verði til samninga við Consensa um útboðsþjónustu og ráðgjafar vegna sorphirðu og haft verði til hliðsjónar þær ábendingar sem fram hafa komið um samningsdrögin.
Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Gunnars Kristins Guðmundssonar.

39.Frá 282. fundi félagsmálaráðs þann 08.10.2024; Drög að þjónustusamningi um rekstur heimastuðnings milli Dalvíkurbyggðar og Dalbæjar "Gott að eldast".

Málsnúmer 202310036Vakta málsnúmer

Á 282. fundi félagsmálaráðs þann 8. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð voru fram drög að þjónustusamningi um rekstur heimastuðnings milli Dalvíkurbyggðar og Dalbæjar hins vegar.
Niðurstaða : Félagsmálaráð samþykkir samninginn með fimm greiddum atkvæðum."
Þar sem Dalbæ er nú ætlað stærra hlutverk við þjónustu íbúa sveitarfélagsins óskar ráðið eftir að aðrir samningarsem eru í gildi á milli Dalvíkurbyggðar og Dalbæjar verði yfirfarnir. Félagsmálaráð vísar málinu til Byggðaráðs."
Til máls tóku:
Lilja Guðnadóttir.
Freyr Antonsson sem leggur til að byggðaráði sé falið að endurskoða samninga milli Dalbæjar og Dalvíkurbyggðar og leggja fyrir fund sveitarstjórnar í nóvember.

Fleiri tóku ekki til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi drög að þjónustusamningi um rekstur heimastuðnings milli Dalvíkurbyggðar og Dalbæjar.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu félagsmálaráðs og forseta sveitarstjórnar um að byggðaráði sé falið að endurskoða samninga milli Dalbæjar og Dalvíkurbyggðar og leggja fyrir fund sveitarstjórnar í nóvember eða desember.

40.Frá 25. fundi skipulagsráðs þann 25.09.2024; Reglur um úthlutun lóða - endurskoðun

Málsnúmer 202301108Vakta málsnúmer

Á 25. fundi skipulagsráðs þann 25. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram tillaga að endurskoðuðum reglum um úthlutun lóða í Dalvíkurbyggð.
Niðurstaða : Skipulagsráð samþykkir framlagðar reglur um lóðaúthlutun. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum. Vísað til sveitarstjórnar til staðfestinga."
Til máls tók:
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og framlagðar reglur um lóðaúthlutun.

41.Frá 298. fundi fræðsluráðs þann 09.10.2024; Reglur varðandi skólasókn í leik - og grunnskólum fyrir utan lögheimilissveitarfélags

Málsnúmer 202410028Vakta málsnúmer

Á 298. fundi fræðsluráðs þann 9. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir drög að reglum varðandi skólasókn fyrir utan lögheimilissveitarfélags.
Niðurstaða : Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum reglur varðandi námsvist fyrir utan lögheimilissveitarfélög."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu fræðsluráðs og fyrirliggjandi tillögu að reglum varðandi námsvist fyrir utan lögheimilissveitarfélög.

42.Frá 298. fundi fræðsluráðs frá 09.10.2024; Forgangur á leikskólaplássi fyrir kennaramenntaða starfsmenn eftir fæðingarorlof

Málsnúmer 202410026Vakta málsnúmer

Á 298. fundi fræðsluráðs þann 9. október sl. var eftirfarandi bókað:
"ekið fyrir erindi frá leikskólastjóra á Krílakoti dags. 04.10.2024.
Niðurstaða : Fræðsluráð fagnar umræðunni um leiðir til að auka fagmenntun í leikskólum en getur ekki samþykkt erindið vegnamismununnar."
Til máls tóku:
Katrín Sif Ingvarsdóttir.
Freyr Antonsson.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu fræðsluráðs.

43.Frá 298. fundi fræðsluráðs þann 09.10.2024; Svefnstefna Krílakots

Málsnúmer 202409061Vakta málsnúmer

Á 298. fundi fræðsluráðs þann 9. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir umsögn frá óháðum aðila um svefnstefnu leikskólans á Krílakoti
Niðurstaða : Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum svefnstefnu leikskóla Dalvíkurbyggðar með þeim breytingum að hún nái yfir báða leikskólanna og bætt verði inn í inngang stefnunar um hver vann svefnstefnuna."
Til máls tók:
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu fræðsluráðs og fyrirliggjandi tillögu að svefnstefnu fyrir leikskólana í Dalvíkurbyggð sem unnin var með Heilsu- og sálfræðiþjónustu Akureyrar.

44.Frá 282. fundi félagsmálaráðs þann 08.10.2024; Útivistarreglurnar

Málsnúmer 202409164Vakta málsnúmer

Á 282. fundi félagsmálaráðs þann 8. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Lagt fram til kynningar rafpóstur dags. 02.09.2024 frá Samanhópnum þar sem kynnt var að undanfarin ár hafi mörg sveitarfélög sent segulspjöld með útivistarreglum til heimila barna í ákveðnum árgöngum. Saman hópurinn telur til að ná sem flestra sé best að senda segulspjöldin til nemenda í 2. og 7.bekk.
Niðurstaða : Félagsmálaráð samþykkir með fimm greiddum atkvæðum að kaupa segulspjöld með útivistarreglunum og senda á heimili barna í 2. og 7.bekk. Félagsmálaráð vill að gert verði ráð fyrir að senda á þessa bekki í upphafi hvers skólaárs."
Til máls tóku:
Katrín Sif Ingvarsdóttir.
Freyr Antonsson.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa þessum segulspjöldum með útvistarreglunum á lið 02320-4390 í fjárhagsáætlun félagsmálasviðs.

45.Frá 43. fundi Ungmennaráðs þann 19.09.2024; Félagsmiðstöð fyrir börn á miðstigi

Málsnúmer 202409101Vakta málsnúmer

Á 43. fundi ungmennaráðs þann 19. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið til umræðu.
Niðurstaða : Ungmennaráð leggur til að skoðuð verði opnun á félagsmiðstöð fyrir nemendur á miðstigi."
Til máls tóku:
Helgi Einarsson.
Freyr Antonsson.
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu Ungmennaráðs og Frístundafulltrúa er falið að leggja fyrir íþrótta- og æskulýðsráð og byggðaráð hugmynd að útfærslu sem fyrst.

46.Frá 25. fundi skipulagsráðs þann 25.09.2024; Jóabúð Hauganesi - umsókn um stækkun lóðar

Málsnúmer 202202038Vakta málsnúmer

Á 25. fundi skipulagsráðs þann 25. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram ný umsókn um stækkun lóðarinnar Jóabúðar á Hauganesi. Sótt er um stækkun um 4 m til norðurs og 2 m til austurs. Meðfylgjandi er skýringarmynd.
Niðurstaða : Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi Hauganess til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna.
Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Sandvík auk Ektabaða ehf. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum. Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs um að gerð verði breyting á deiliskipulagi Hauganess til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna.
Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Sandvík auk Ektabaða ehf.

47.Frá 25. fundi skipulagsráðs þann 25.09.2024; Smáravegur 7 - umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu

Málsnúmer 202409071Vakta málsnúmer

Á 47. fundi skipulagsráðs þann 25. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 2.september 2024 þar sem Ívar Örn Vignisson og Erna Þórey Björnsdóttir sækja um leyfi til stækkunar húss á lóð nr. 7 við Smáraveg. Fyrirhugað er að byggja við íbúðarhús og endurnýja bílgeymslu. Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu. Meðfylgjandi eru skýringaruppdrættir.
Niðurstaða : Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna áformin skv. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Smáravegi 5 og 9 og Mímisvegi 8, 10 og 12. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum. Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs um að grenndarkynna áformin skv. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Smáravegi 5 og 9 og Mímisvegi 8, 10 og 12.

48.Frá 25. fundi skipulagráðs þann 25.09.2024; Endurnýjun fjallgirðingar - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 202409108Vakta málsnúmer

Á 25. fundi skipulagsráðs þann 25. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 23.september 2024 þar sem Óðinn Steinsson f.h. eigna- og framkvæmdadeildar Dalvíkurbyggðar sækir um framkvæmdaleyfi fyrir endurnýjun fjallgirðingar við rætur Upsa. Framkvæmdin felur m.a. í sér jöfnun lands undir girðingarstæði með jarðýtu, um 5 m breitt belti. Lengd girðingarstæðis er um 3 km. Meðfylgjandi er framkvæmdalýsing.
Niðurstaða : Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum. Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir að framkvæmdaleyfi verði gefið út þegar öll tilskilin gögn hafa borist.

49.Frá 25. fundi skipulagsráðs þann 25.09.2024; Böggvisbraut 14 - umsókn um lóð

Málsnúmer 202311123Vakta málsnúmer

Á 49. fundi skipulagsráðs þann 25. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 18.september 2024 þar sem Ragnar Sverrisson sækir um framlengingu á framkvæmdafresti á lóð nr. 14 við Böggvisbraut. Lóðinni var úthlutað þann 19.desember 2023.
Framkvæmdafrestur hafði áður verið veittur til þriggja mánaða og rann sá frestur út þann 19.september sl.
Niðurstaða : Skipulagsráð hafnar erindinu. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og hafnar erindi um framlengingu á framkvæmdarfresti á lóð nr. 14 við Böggvisbraut.

50.Frá 25. fundi skipulagsráðs þann 25.09.2024; Álfhólströð 8 - umsókn um framkvæmdafrest

Málsnúmer 202312042Vakta málsnúmer

Á 25. fundi skipulagsráðs þann 25. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 16.september 2024 þar sem Christof Wenker sækir um framlengingu á framkvæmdafresti á frístundalóð nr. 8 við Álfhólströð (Hamar, lóð 8). Lóðinni var úthlutað þann 5.maí 2022. Framkvæmdafrestur hafði áður verið veittur til tveggja mánaða og rann sá frestur út þann 1.ágúst sl.
Niðurstaða : Skipulagsráð hafnar erindinu. Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum. Gunnþór Sveinbjörnsson sat hjá við afgreiðslu málsins."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og hafnar erindi um framkvæmdafrest á frístundalóðinni nr. 8 við Álfhólströð (Hamar, lóð 8).

51.Frá 26. fundi skipulagsráðs þann 09.10.2024; Nýtt íbúðasvæði við Böggvisbraut - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 202410032Vakta málsnúmer

Á 26. fundi skipulagsráðs þann 9. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir íbúðabyggð við Böggvisbraut gerir ráð fyrir breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020. Breytingin felur í sér að íbúðasvæði 202-ÍB stækkar lítilsháttar til norðurs og vesturs á kostnað óbyggðs svæðis.
Niðurstaða : Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 til samræmis við fyrirhugaða deiliskipulagstillögu.
Að mati skipulagsráðs er um óverulega breytingu að ræða í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem breytingin hefur hvorki í för með sér verulegar breytingar á landnotkun né er hún líkleg til að hafa áhrif á einstaka aðila eða stór svæði. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls tóku:
Freyr Antonsson forseti sveitarstjórnar sem leggur fram eftirfarandi tillögu:"Skipulagsráði verði falið að stækka íbúðasvæði 202-ÍB til suðurs og útvíkka þar með deiliskipulagið suðurfyrir vegslóða frá Böggvisbraut að Böggvisdal. Vegstæðið verði þar með hluti af nýju deiliskipulagi, vegurinn verði byggður upp og íbúðir byggðar norðan og sunnan vegar."

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.

52.Frá 26. fundi skipulagsráðs þann 09.10.2024; Böggvisbraut - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 202302121Vakta málsnúmer

Á 26. fundi skipulagsráðs þann 9. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram tillaga á vinnslustigi að deiliskipulagi fyrir íbúðabyggð vestan Böggvisbrautar á Dalvík.
Niðurstaða : Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu á vinnslustigi og að tillagan verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að láta skipulagsráðgjafa vinna kynningarmyndband sem fylgja skal vinnslutillögu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs og samþykkir framlagða tillögu á vinnslustigi og að tillagan verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða þá tillögu forseta að frestað verði að gera kynningarmynd með vísan í lið 51 hér að ofan.

53.Frá 26. fundi skipulagsráðs þann 09.10.2024; Karlsrauðatorg 10 - umsókn um stækkun bílastæðis

Málsnúmer 202409116Vakta málsnúmer

Á 26. fundi skipulagsráðs þann 9. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 23.september 2024 þar sem Ólafur Pálmi Agnarsson sækir um stækkun bílastæðis á lóð nr. 10 við Karlsrauðatorg. Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.
Sótt er um stækkun um 8 m til vesturs. Meðfylgjandi er skýringarmynd.
Niðurstaða : Skipulagsráð hafnar erindinu þar sem húsið er skráð sem einbýlishús í fasteignaskrá. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls tók:
Monika Margrét Stefánsdóttir.
Katrín Sif Ingvarsdóttir.
Freyr Antonsson.
Gunnar Kristinn Guðmundsson.
Lilja Guðnadóttir.
Helgi Einarsson.
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og hafnar erindinu um stækkun bílastæðis á lóð nr. 10 við Karlsrauðatorg þar sem húsið er skráð sem einbýlishús í fasteignaskrá.

54.Frá 26. fundi skipulagsráðs þann 09.10.2024; Aðalbraut 10 - umsókn um lóð

Málsnúmer 202409055Vakta málsnúmer

Á 26. fundi skipulagsráðs þann 9. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Lagt fyrir að nýju erindi dagsett 9.september 2024 þar sem Friedrich Gothsche og Kornelia Hohenadler sækja um lóð nr. 10 við Aðalbraut á Árskógssandi. Erindið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 11.september sl. og var afgreiðslu frestað þar til fyrir lægju nánari upplýsingar um byggingaráform.
Niðurstaða : Skipulagsráð samþykkir erindið. Almennir byggingarskilmálar gilda. Skipulagsfulltrúa er falið að útbúa lóðablað þar sem gert er ráð fyrir göngustíg milli Aðalbrautar 10 og 12 og grenndarkynna fyrir lóðarhöfum Aðalbrautar 12. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir úthlutun á lóðinni nr. 10 við Aðalbraut á Árskógssandi. Almennir byggingarskilmálar gilda.
Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að fela skipulagsfulltrúa að útbúa lóðablað þar sem gert er ráð fyrir göngustíg milli Aðalbrautar 10 og 12 og grenndarkynna fyrir lóðarhöfum Aðalbrautar 12.

55.Frá 26. fundi skipulagsráðs þann 09.10.2024; Endurnýjun á kaldavatnslögn - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 202409131Vakta málsnúmer

Á 26. fundi skipulagsráðs þann 9. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 26.september 2024 þar sem Halla Dögg Káradóttir f.h. Dalvíkurbyggðar sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu 90 mm kaldavatnslagnar um 1,9 km leið frá Syðri Ás að kjúklingabúi við Þorvaldsdalsá.
Niðurstaða : Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og framkvæmdarleyfi fyrir lagningu 90 mm kaldavatnslagnar um 1,9 km leið frá Syðri Ás að kjúklingabúi við Þorvaldsdalsá. Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist.

56.Frá 26. fundi skipulagsráðs þann 09.10.2024; Martröð - umsókn um framkvæmdaleyfi vegna lagningar ljósleiðara

Málsnúmer 202410015Vakta málsnúmer

Á 26. fundi skipulagsráðs þann 9. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 2.október 2024 þar sem Tengir ehf. sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara í smábátabryggju við Martröð á Dalvík.
Niðurstaða : Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Til máls tók:
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara í smábátabryggju við Martröð á Dalvík.
Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist.

57.Frá 26. fundi skipulagsráðs þann 09.10.2024; Jarðvegskönnun á suðursvæði - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 202410033Vakta málsnúmer

Á 26. fundi skipulagsráðs þann 9. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir jarðvegskönnun á svæði sunnan íþróttasvæðis Dalvíkur.
Um er að ræða 25-30 holur fyrir jarðvegskönnun sem er hluti af deiliskipulagsvinnu við nýtt íbúðasvæði sunnan Dalvíkur.
Niðurstaða : Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir framkvæmdaleyfi fyrir jarðvegskönnun á svæði sunnan íþróttasvæðis Dalvíkur. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist.

58.Frá 27. fundi skipulagsráðs þann 16.10.2024; Þéttingarreitir innan Dalvíkur

Málsnúmer 202306097Vakta málsnúmer

Á 27. fundi skipulagsráðs þann 16. október sl. var eftirfarandi bókað:
Lagt fram minnisblað unnið af Form ráðgjöf ehf. þar sem settar eru fram tillögur að þéttingarreitum innan Dalvíkur. Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 13.september 2023.
Niðurstaða : Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 sem felst í stækkun íbúðasvæðis 201-ÍB norðan við Ægisgötu á Dalvík fyrir tvær lóðir fyrir raðhús á einni til tveimur hæðum. Að mati skipulagsráðs er um óverulega breytingu að ræða skv. 2.mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að láta vinna lóðablöð fyrir eftirtaldar lóðir og grenndarkynna þau fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða:
Einbýlishús á einni til tveimur hæðum við Karlsbraut nr. 4, 14, 30.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Fimm til sex íbúða raðhús við Hjarðarslóð norðan við hús nr. 1.
Samþykkt með fjórum atkvæðum.
Anna Kristín Guðmundsdóttir sat hjá við umræðu og afgreiðslu varðandi Hjarðarslóð."
Til máls tóku:
Helgi Einarsson.
Katrín Sif Ingvarsdóttir.
Freyr Antonsson.
Lilja Guðnadóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu skipulagsráðs, en þó með breytingum á skilgreiningum á húsagerð og fjölda lóða, um að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 sem felst í stækkun íbúðasvæðis 201-ÍB norðan við Ægisgötu á Dalvík fyrir lóðir fyrir raðhús og/eða parhús á einni til tveimur hæðum. Að mati sveitarstjórnar er um óverulega breytingu að ræða skv. 2.mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
b) Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að láta vinna lóðablöð fyrir eftirtaldar lóðir og grenndarkynna þau fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða: Einbýlishús á einni til tveimur hæðum við Karlsbraut nr. 4, 14, 30.
Þriggja til sex íbúða raðhús við Hjarðarslóð norðan við hús nr. 1.

59.Frá 27. fundi skipulagsráðs þann 16.10.2024; Öldugata 31, 33, 35 Árskógssandi - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 202309104Vakta málsnúmer

Á 27. fundi skipulagsráðs þann 16. október sl. var eftirfarandi bókað:
Auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir athafna-, verslunar-, þjónustu- og íbúðarsvæði á Árskógssandi vegna áforma á lóðum nr. 31, 33 og 35 við Öldugötu lauk þann 31.ágúst sl. Umsagnir bárust frá Rarik, Minjastofnun Íslands og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra. Tólf athugasemdir bárust við tillöguna auk undirskriftalista með 69 nöfnum og eru þær lagðar fram ásamt drögum að svörum við efni athugasemda. Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 9.október sl. og var afgreiðslu frestað.
Niðurstaða : Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að tillögunni verði hafnað í ljósi innkominna athugasemda og niðurstöðu íbúakönnunar. Samþykkt með fjórum atkvæðum. Gunnþór Sveinbjörnsson sat hjá við afgreiðslu málsins."
Til máls tóku:
Lilja Guðnadóttir.
Helgi Einarsson.
Katrín Sif Ingvarsdóttir.
Freyr Antonsson.
Monika Margrét Stefánsdóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs og hafnar tillögunni að breytingu á deiliskipulagi fyrir athafna-, verslunar-, þjónustu- og íbúðarsvæði á Árskógssandi vegna áforma á lóðum nr. 31, 33 og 35 við Öldugötu í ljósi innkominna athugasemda og niðurstöðu ibúakönnunar.

Í ljósi innkominna athugasemda er tillögu að breytingu á deiliskipulagi verslunar-, athafna- og íbúðarsvæðis á Árskógssandi sem felst í sameiningu lóða nr. 31, 33 og
35 við Öldugötu og hækkun á byggingarheimildum hafnað.
Skilmálar núgildandi deiliskipulags fyrir svæðið munu því áfram halda gildi sínu. Þeir skilmálar eru eftirfarandi:
 Fyrir lóð nr. 31 við Öldugötu: Lóðarstærð er 11.719,4 m2. Hámarks nýtingarhlutfall er 0,41 fyrir byggingu á einni hæð og 0,5 fyrir byggingu á einni hæð með
millilofti. Það samsvarar hámarks leyfilegu byggingarmagni 4.805 m2 fyrir byggingu á einni hæð og 5.860 m2 fyrir einnar hæðar byggingu með millilofti.
Leyfileg hámarksvegghæð er 8 m og hámarksmænishæð er 11 m.
 Fyrir lóð nr. 33 við Öldugötu: Lóðarstærð er 4.580 m2. Hámarks nýtingarhlutfall er 0,3 fyrir byggingu á einni hæð og 0,4 fyrir byggingu á einni hæð með
millilofti. Það samsvarar hámarks leyfilegu byggingarmagni 1.374 m2 fyrir byggingu á einni hæð og 1.832 m2 fyrir einnar hæðar byggingu með millilofti.
Leyfileg hámarksvegghæð er 6 m og hámarksmænishæð er 9 m.
 Fyrir lóð nr. 35 við Öldugötu: Lóðarstærð er 3.671,7 m2. Hámarks nýtingarhlutfall er 0,3 fyrir byggingu á einni hæð og 0,4 fyrir byggingu á einni hæð með
millilofti. Það samsvarar hámarks leyfilegu byggingarmagni 1.101,5 m2 fyrir byggingu á einni hæð og 1.468,7 m2 fyrir einnar hæðar byggingu með millilofti.
Leyfileg hámarksvegghæð er 6 m og hámarksmænishæð er 9 m.
Öllum þremur lóðunum var úthlutað til Laxóss ehf. í júní og júlí 2023. Í apríl 2024 gaf Umhverfisstofnun út starfsleyfi fyrir landeldi á laxfiskum með hámarkslífmassa
allt að 400 tonnum og gildir leyfið til ársins 2040. Tillaga að starfsleyfinu var auglýst frá 7.mars til 5.apríl sl. Engar athugasemdir bárust við tillöguna.
Lóðarhafi getur því hafið uppbyggingu á lóðunum þremur í samræmi við ákvæði gildandi deiliskipulags fyrir svæðið.

60.Frá 24. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 23.09.2024; Stígagerð í kjölfar strenglagningu Rarik ofan Dalvíkur

Málsnúmer 202409112Vakta málsnúmer

Á 24. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 23. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar þar sem hún óskar eftir því að nú þegar Rarik fer í framkvæmdir við strenglagningu ofan byggðar á Dalvík verði tækifærið nýtt til þess að jarðvegsskipta á stígum til að gera þá aðgengilegri. Strenglögn Rarik fylgir þeim stígum sem fyrir eru ofan Dalvíkur, en með þessu mætti gera þá breiðaari og auðveldari yfirferðar lengri hluta ársins. Áætlaður kostnaður Dalvíkurbyggðar við flutning á efni og jöfnum er kr. 1.396.000.
Niðurstaða : Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir tillöguna og felur Deildarstjóra að afla leyfa fyrir framkvæmdinni. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs og samþykkir að farið verði í jarðvegsskipti á stígum ofan byggðar á Dalvík til að gera þá aðgengilegri.
Vísað á lið 11030-4396 í fjárhagsáætlun 2024.

61.Frá 138. fundi veitu- og hafnaráðs þann 02.10.2024; Endurnýjun dælulagnar

Málsnúmer 202409123Vakta málsnúmer

Á 138. fundi veitu- og hafnaráðs þann 2. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Endurnýjun dælulagnar vegna ítrekaðra bilana á vatnslögn sem liggur frá kjúklingabúi við Þorvaldsdalsá að Syðri-Ás. Endurnýja á lögnina vegna ítrekaðra leka/bilana og það er brýn nauðsyn að endurnýja hana sem fyrst. Veitustjóri upplýsti um verkefnið, búið er að sækja um framkvæmdaleyfi þegar það liggur fyrir verður hafist handa.
Niðurstaða : Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fara endurnýjun á kalda vatnslögn frá Þorvaldsdalsá að Syðri-Ás."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs og að farið verði í að endurnýja kalda vatnslögn frá Þorvaldsdalsá að Syðri-Ás. Vísað á lið 11503-44200 í fjárhagsáætlun Vatnsveitu 2024.

62.Frá 1123. fundi byggðaráðs þann 03.10.2024; Samþykkt um gatnagerðargjald í þéttbýli sveitarfélagsins Dalvíkurbyggðar - endurskoðun.

Málsnúmer 202408005Vakta málsnúmer

Á 1123. fundi byggðaráðs þann 3. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 25. fundi skipulagsráðs þann 25. september sl. var eftirfarandi bókað: "Lögð fram tillaga að endurskoðaðri gjaldskrá fyrir skipulags- og byggingarmál í Dalvíkurbyggð ásamt samþykkt um gatnagerðargjald í þéttbýli sveitarfélagsins Dalvíkurbyggðar.
Niðurstaða : Skipulagsráð samþykkir framlagða gjaldskrá og samþykkt um gatnagerðargjald með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum. Vísað til byggðaráðs til staðfestingar."
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu að breytingum á Samþykkt um gatnagerðargjald í þéttbýli sveitarfélagsins Dalvíkurbyggðar. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.
Varðandi tillögu að gjaldskrá skipulags- og byggingarfulltrúa fyrir árið 2025 þá mun byggðaráð fjalla um allar tillögur að gjaldskrá 2025 á einum og sama fundi."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að endurskoðun Samþykktar um gatnagerðargjald í þéttbýli sveitarfélagsins Dalvíkurbyggðar eins og hún liggur fyrir.

63.Frá 22. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 09.08.2024 eftir umsagnir; Samþykkt um hunda- og kattahald í Dalvíkurbyggð. Fyrri umræða.

Málsnúmer 202407073Vakta málsnúmer

Á 22. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 9. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Ný sameinuð samþykkt um hunda- og kattahald og annað gæludýrahald í Dalvíkurbyggðlögð fram til kynningar ogumræðu.
Niðurstaða : Umhverfis- og dreifbýlisráð gerir ekki athugasemdir við framlögð drög og leggur til við Sveitarstjórn að hún staðfestinýja samþykkt. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa Samþykkt um hunda- og kattahald í Dalvíkurbyggð til síðari umræðu í sveitarstjórn eins og hún liggur fyrir.

64.Tillaga um vinnuhóp vegna byggðasafnsins og húsnæðismála

Málsnúmer 202410088Vakta málsnúmer

Til máls tóku:
Freyr Antonsson sem leggur fram eftirfarandi tillögu að vinnuhópi:
Forstöðumaður safna, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, fulltrúi úr menningarráði, fulltrúi úr byggðaráði, fulltrúi úr skipulagsráði.
Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.

65.Frá 1121. fundi byggðaráðs þann 19.09.2024; Vinnuhópur um brunamál

Málsnúmer 202110061Vakta málsnúmer


Á 1121. fundi byggðaráðs þann 19. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Vilhelm Anton Hallgrímsson, slökkviliðsstjóri, kl. 14:14.

Á 1108. fundi byggðaráðs þann 23. maí sl. gerði sveitarstjóri grein fyrir stöðu mála.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað um fund sveitarstjóra, slökkviliðsstjóra og fulltrúa frá FSRE, Inga Ingasonar, viðskiptastjóra heilbrigðisstofnana, frá 05.09.2024.

Slökkviliðsstjóri gerði grein fyrir stöðu mála.

Vilhelm Anton vék af fundi kl. 14:40."
Til máls tók:
Forseti sveitartjórnar sem leggur til eftirfarandi varðandi skipun vinnuhópsins:
Sveitarstjóri, slökkviliðsstjóri, deildastjóri Eigna - og framkvæmdadeildar, fulltrúi úr byggðaráði og umhverfis og dreifbýlisráði.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta.



66.Frá 297. fundi fræðsluráðs þann 25.09.2024; Skólalóð Dalvíkurskóla - vinnuhópur.

Málsnúmer 202005032Vakta málsnúmer

Á 297. fundi skipulagsráðs þann 25. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Málið tekið til umræðu
Niðurstaða : Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum að búa til vinnuhóp um skólalóðir Dalvíkurskóla og Árskógarskóla. Í honum sitja sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, skólastjóri Dalvíkurskóla,fulltrúi úr fræðsluráði og deildastjóri Eigna - og framkvæmdadeildar Dalvíkurbyggðar."
Til máls tóku:
Freyr Antonsson sem leggur til að eftirfarandi skipi vinnuhópinn vegna skólalóðar Dalvíkurskóla:
Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, skólastjóri Dalvíkurskóla, deildastjóri Eigna - og framkvæmdadeildar sem og fulltrúi úr fræðsluráði og skipulagsráði .

Helgi Einarsson.
Gunnar Kristinn Guðmundsson.
Katrín Sif Ingvarsdóttir.


Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Freys Antonssonar.

67.Frá stjórn Dalbæjar; Fundargerðir stjórnar Dalbæjar 2024

Málsnúmer 202402083Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Dalbæjar frá 16. september sl.
Lagt fram til kynningar.

68.Fundargerðir svæðisskipulagsnefndar 2024; fundargerð 20. september 2024.

Málsnúmer 202405089Vakta málsnúmer

Tekin fyrir fundargerð Svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar frá 20. september sl. þar sem er til umfjöllunar liður um sameiginlega Skiplagsstofu Eyjafjarðar.

"13. Starf nefndarinnar, framhald umræðu.
Nefndin bókar: Umræðum haldið áfram frá síðasta fundi. Nefndin kallar eftir viðbrögðum frá sveitarfélögum varðandi hugmyndir um sameiginlega skipulagsskrifstofu."
Til máls tók:

Helgi Einarsson.
Freyr Antonsson sem leggur til að sveitarstjórn lýsi sig tilbúna til samtals um sameiginlega skrifstofu um skipulags- og byggingarfulltrúa án frekari skuldbindingar.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 19:04.

Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs