Frá Pílufélagi Dalvíkur, styrkbeiðni

Málsnúmer 202408084

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1120. fundur - 12.09.2024

Tekið fyrir erindi frá Pílufélagi Dalvíkur, dagsett þann 29. ágúst sl., þar sem óskað er eftir styrk til félagsins að upphæð kr. 1.500.000 þar sem aukning í fjölda iðkenda kallar á framkvæmdir; stærri aðstöðu og meiri búnað. Í erindinu er gerð grein fyrir starfinu og fram kemur að félagið varð nýlega aðildardeild innan UMFS.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað frá íþróttafulltrúa og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 11. september sl., þar sem lagt er til að veittur verði styrkur í verkefnið en óskað verði jafnframt eftir sundurliðun á þeim búnaði sem á að kaupa.

Jón Stefán vék af fundi kl. 14:53.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta erindinu og óska eftir nánari upplýsingum frá Pílufélaginu.

Byggðaráð - 1121. fundur - 19.09.2024

Á 1120. fundi byggðaráðs þann 12. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Pílufélagi Dalvíkur, dagsett þann 29. ágúst sl., þar sem óskað er eftir styrk til félagsins að upphæð kr. 1.500.000 þar sem aukning í fjölda iðkenda kallar á framkvæmdir; stærri aðstöðu og meiri búnað. Í erindinu er gerð grein fyrir starfinu og fram kemur að félagið varð nýlega aðildardeild innan UMFS. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað frá íþróttafulltrúa og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 11. september sl., þar sem lagt er til að veittur verði styrkur í verkefnið en óskað verði jafnframt eftir sundurliðun á þeim búnaði sem á að kaupa. Jón Stefán vék af fundi kl. 14:53.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta erindinu og óska eftir nánari upplýsingum frá Pílufélaginu."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu til viðbótar eftirfarandi gögn frá Pílufélaginu:
Kostnaðaráætlun búnaðarkaupa og framkvæmda 2024.
Ársreikningur 2023.
Upplýsingar um að félagið er að óska eftir styrk vegna ársins 2024.


Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að veittur verði styrkur að upphæð kr. 1.000.000 árið 2024 vegna þessa verkefnis. Byggðaráð felur íþróttafulltrúa að koma með viðaukabeiðni - reynt verði að finna svigrúm á móti innan málaflokksins.

Byggðaráð - 1123. fundur - 03.10.2024

Á 1121. fundi byggðaráðs þann 19. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1120. fundi byggðaráðs þann 12. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Pílufélagi Dalvíkur, dagsett þann 29. ágúst sl., þar sem óskað er eftir styrk til félagsins að upphæð kr. 1.500.000 þar sem aukning í fjölda iðkenda kallar á framkvæmdir; stærri aðstöðu og meiri búnað. Í erindinu er gerð grein fyrir starfinu og fram kemur að félagið varð nýlega aðildardeild innan UMFS. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað frá íþróttafulltrúa og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 11. september sl., þar sem lagt er til að veittur verði styrkur í verkefnið en óskað verði jafnframt eftir sundurliðun á þeim búnaði sem á að kaupa. Jón Stefán vék af fundi kl. 14:53.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta erindinu og óska eftir nánari upplýsingum frá Pílufélaginu."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdu til viðbótar eftirfarandi gögn frá Pílufélaginu:
Kostnaðaráætlun búnaðarkaupa og framkvæmda 2024.
Ársreikningur 2023.
Upplýsingar um að félagið er að óska eftir styrk vegna ársins 2024.
Til umræðu ofangreint.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að veittur verði styrkur að upphæð kr. 1.000.000 árið 2024 vegna þessa verkefnis. Byggðaráð felur íþróttafulltrúa að koma með viðaukabeiðni - reynt verði að finna svigrúm á móti innan málaflokksins."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi viðaukabeiðni íþróttafulltrúa og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 30.09.2024, þar sem óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 1.000.000 á lið 06800-9145 og á móti verði liður 05700-9140 lækkaður um kr. 500.000 og liður 06800-9149 verði lækkaður um kr. 500.000 á móti.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 37 við fjárhagsáætlun 2024, þannig að liður 06800-9145 hækki um kr. 1.000.000 vegna styrks til Pílufélags Dalvíkur og á móti lækki liður 05700-9140 um kr. 500.000 vegna 17.júní hátíðarhalda og liður 06800-9149 lækki um kr. 500.000 vegna frístundastyrkja. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.