Byggðaráð

1123. fundur 03. október 2024 kl. 13:15 - 15:20 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson, aðalmaður boðaði forföll og Sigríður Jódís Gunnarsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Í upphafi fundar bar formaður undir atkvæði að máli 202410025 verði bætt á dagskrá, liður 12, og var það samþykkt samhljóða.

1.Fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028

Málsnúmer 202404024Vakta málsnúmer

a) Álagning fasteignagjalda - framhald.

"Á 1121. fundi byggðaráðs þann 19. september sl. var eftirfarandi bókað:
Á 371. fundi sveitarstjórnar þann 17. september sl. var samþykktur samhljóða með 7 atkvæðum fjárhagsrammi vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2025 ásamt forsendum með fjárhagsáætlun.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdu upplýsingar úr prufuálagningu fasteignagjalda 2025 miðað við nokkrar forsendur.Niðurstaða : Lagt fram til kynningar."

Til umræðu.

b) Fundaröð byggðaráðs vegna yfirferðar á tillögum.

Til umræðu fundir byggðaráðs vegna yfirferðar á tillögum stjórnenda og fagráða vegna fjárhagsáætlunar 2025 og þriggja ára áætlunar 2026-2028.
Gert er ráð fyrir að byggðaráð klári yfirferð sína 17. október nk. skv. tímaramma.
a) Lagt fram til kynningar.
b) Lagt fram til kynningar.

2.Mánaðarlegar skýrslur 2024; janúar - ágúst.

Málsnúmer 202402018Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti eftirfarandi skýrslur:
Staða bókhalds janúar - ágúst 2024 í samanburði við heimildir í fjárhagsáætlun.
Launakostnaður janúar - ágúst 2024 í samanburði við heimildir í fjárhagsáætlun.
Stöðugildi janúar - ágúst 2024 í samanburði við heimildir í fjárhagsáætlun.
Framkvæmdir janúar - ágúst 2024 per verknúmer.
Greitt staðgreiðsla janúar - ágúst 2024.
Lagt fram til kynningar.

3.Frá íþróttafulltrúa; Styrkbeiðni frá Pílufélagi Dalvíkur; viðaukabeiðni.

Málsnúmer 202408084Vakta málsnúmer

Á 1121. fundi byggðaráðs þann 19. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1120. fundi byggðaráðs þann 12. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Pílufélagi Dalvíkur, dagsett þann 29. ágúst sl., þar sem óskað er eftir styrk til félagsins að upphæð kr. 1.500.000 þar sem aukning í fjölda iðkenda kallar á framkvæmdir; stærri aðstöðu og meiri búnað. Í erindinu er gerð grein fyrir starfinu og fram kemur að félagið varð nýlega aðildardeild innan UMFS. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað frá íþróttafulltrúa og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 11. september sl., þar sem lagt er til að veittur verði styrkur í verkefnið en óskað verði jafnframt eftir sundurliðun á þeim búnaði sem á að kaupa. Jón Stefán vék af fundi kl. 14:53.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta erindinu og óska eftir nánari upplýsingum frá Pílufélaginu."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdu til viðbótar eftirfarandi gögn frá Pílufélaginu:
Kostnaðaráætlun búnaðarkaupa og framkvæmda 2024.
Ársreikningur 2023.
Upplýsingar um að félagið er að óska eftir styrk vegna ársins 2024.
Til umræðu ofangreint.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að veittur verði styrkur að upphæð kr. 1.000.000 árið 2024 vegna þessa verkefnis. Byggðaráð felur íþróttafulltrúa að koma með viðaukabeiðni - reynt verði að finna svigrúm á móti innan málaflokksins."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi viðaukabeiðni íþróttafulltrúa og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 30.09.2024, þar sem óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 1.000.000 á lið 06800-9145 og á móti verði liður 05700-9140 lækkaður um kr. 500.000 og liður 06800-9149 verði lækkaður um kr. 500.000 á móti.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 37 við fjárhagsáætlun 2024, þannig að liður 06800-9145 hækki um kr. 1.000.000 vegna styrks til Pílufélags Dalvíkur og á móti lækki liður 05700-9140 um kr. 500.000 vegna 17.júní hátíðarhalda og liður 06800-9149 lækki um kr. 500.000 vegna frístundastyrkja. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

4.Frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar; beiðni um viðauka vegna opins svæðis í Hringtúni

Málsnúmer 202410004Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 1. október 2024, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 vegna frágangs á lóðamörkum og á opnu svæði í Hringtúni.

Gert er ráð fyrir 2,0 m.kr. í fjárhagsáætlun vegna verksins Hringtún göngustígur., E2217. Áætlaður kostnaður við frágang á lóðmörkum við Miðtún 3, uppsetningu á lýsingu og færslu og jarðvegsskiptum á stíg er kr. 6.700.000. Því er óskað eftir viðauka að upphæð kr. 4.700.000 vegna verksins og að verkefni E2302, Hauganes, gatnagerð, verði lækkað á móti þar sem fyrirséð er að áætlað fjármagn i það verkefni verði ekki nýtt á árinu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni að upphæð kr. 4.700.000 við verkefni E2217, viðauki nr. 38 við fjárhagsáætlun 2024, og að verkefni E2302 verði lækkað á móti. Umræddar breytingar eru á lið 32200-11900; gatnakerfi- nýframkvæmdir.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

5.Frá sveitarstjóra; Kaup á fartölvu fyrir Hafnasjóð, viðauki

Málsnúmer 202410001Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sveitarstjóra, dagsett þann 1.október 2024, þar sem óskað er eftir heimild til að kaupa fartölvu fyrir yfirhafnavörð við Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar að upphæð kr. 211.000. Á móti verði liðir 4311 lækkaður um kr. 50.000 og liður 4320 lækkaður um kr. 161.000.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni að upphæð kr. 211.000 vegna kaupa á fartölvu fyrir yfirhafnavörð, viðauki nr. 39 við fjárhagsáætlun 2024, á lið 41210-2850 og að liðir 4210-4311 og 41210-4320 verði lækkaðir á móti skv ofangreindri tillögu.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

6.Frá leikskólastjóra Krílakots; Beiðni um sölu og kaup á búnaði

Málsnúmer 202410007Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá leikskólastjóra Krílakots, dagsett þann 17. september sl., þar sem óskað er eftir að kaupa búnað í staðinn fyrir hlið, áætlað kr. 800.000, inn á ganginn á nýjustu byggingunni þar sem það var leyst með öðrum hætti. Óskað er eftir að kaupa rafdrifið borð, IKEA hillur einingar á deildir (2), skrifborðsstól, stóla (3) og lítið borð, alls kr. 365.135.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um breytingar á búnaðarkaupum á fjárhagsáætlun 2024 innan deildadr 04140.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

7.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202408068Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðaukabeiðni að upphæð kr. 1.687.958 vegna launa, viðauki nr. 36 við fjárhagsáætlun 2024, og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

8.Frá 25. fundi skipulagsráðs þann 25.09.2024; Gjaldskrá skipulags- og byggingarmála í Dalvíkurbyggð - endurskoðun 2024

Málsnúmer 202408005Vakta málsnúmer

Á 25. fundi skipulagsráðs þann 25. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram tillaga að endurskoðaðri gjaldskrá fyrir skipulags- og byggingarmál í Dalvíkurbyggð ásamt samþykkt um gatnagerðargjald í þéttbýli sveitarfélagsins Dalvíkurbyggðar.
Niðurstaða : Skipulagsráð samþykkir framlagða gjaldskrá og samþykkt um gatnagerðargjald með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
Vísað til byggðaráðs til staðfestingar."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu að breytingum á Samþykkt um gatnagerðargjald í þéttbýli sveitarfélagsins Dalvíkurbyggðar. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.
Varðandi tillögu að gjaldskrá skipulags- og byggingarfulltrúa fyrir árið 2025 þá mun byggðaráð fjalla um allar tillögur að gjaldskrá 2025 á einum og sama fundi.

9.Selárland - uppbyggingarsvæði

Málsnúmer 202308038Vakta málsnúmer

Á 1120. fundi þann 12. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1105. fundi byggðaráðs þann 2. maí sl. var til umfjöllunar og afgreiðslu viljayfirlýsing á milli Dalvíkurbyggðar og Ektabaða ehf. Viljayfirlýsingin var undirrituð 17. maí sl.
Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir fundum fulltrúa Dalvíkurbyggðar með forsvarsmönnum Ektabaða frá 12. júní sl. og 2. september sl. en markmið fundanna er að vinna að samningi um verkefnið.
María vék af fundi kl. 14:28.
Niðurstaða : Lagt fram til kynningar."

Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála.
Lagt fram til kynningar.

10.Frá Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra: samstarfsyfirlýsing, öruggara Norðurland.

Málsnúmer 202409128Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra, dagsettur þann 26. september sl., þar sem meðfylgjandi eru drög að samstarfsyfirlýsingu um "Öruggara Norðurland eystra" . Fram kemur að Lögreglan á Norðurlandi eystra vill taka þátt í því að samræma svæðisbundið samráð og formbinda samstarfið undir merkinu "Öruggara umdæmi" eða Öruggara Norðurland eystra. Um er að ræða svæðisundið samráð um varnir gegn ofbeldi og öðrum afbrotum á Norðurlandi eystra. Gert er ráð fyrir að samstarfsaðilar verði, auk Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, sveitarfélögin á Norðurlandi eystra, HSN, SAK, Háskólinn á Akureyri, framhaldsskólarnir á svæðinu og Bjarmahlíð. Gert er ráð fyrir að gildistími samstarfsyfirlýsingarinnar verði tvö á frá og með 16.10.2024 og verði þá endurskoðuð.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Dalvíkurbyggð taki þátt i ofangreindu samstarfi.

11.Frá Almannavarnarnefnd Eyjafjarðar; Haustfundur ALNEY 16.október 2024

Málsnúmer 202409127Vakta málsnúmer

Tekið fyrir boðun á haustfund Almannavarnarnefndar Eyjafjarðar, dagsett þann 26. september sl., þar sem boðað er til fundar 16. október nk. kl. 10 á Húsavík.
Lagt fram til kynningar.
Sveitarstjóri mun sækja fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar sem fulltrúi í nefndinni.

12.Áfangastaðaáætlun og framkvæmdasjóður ferðamanna.

Málsnúmer 202410025Vakta málsnúmer

Á 371. fundi sveitarstjórnar þann 17. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 23. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 6. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 359. fundi Sveitarsjórnar, þann 6. júní 2023 var samþykkt að fela Framkvæmdasviði að undirbúa umsóknir í framkvæmdasjóð ferðamannastaða árið 2024 í samstarfi við byggðaráð, umhverfis- og dreifbýlisráð, skipulagsráð og veitu- og hafnaráð. Niðurstaða:Umhverfis- og dreifbýlisráð felur Framkvæmdasviði og upplýsingafulltrúa að undirbúa umsóknir og sækja um í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða fyrir hugmyndasamkeppnum, deiliskipulagi og hönnun útsýnisstðar við Mígindisfoss í Múla og strandlengju innan þéttbýlisins á Dalvík. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað upplýsingafulltrúa, dagsett þann 3. október 2024, þar sem fjallað er um 5 verkefni sem mögulegar tillögur í tengslum við áfangastaðaáæltun fyrir Norðurland, sbr. rafpóstur frá Markaðsstofu Norðurlands, og umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamanna.
Verkefnin eru:
Útsýnispallur í Múla.
Hönnun á útivistarsvæði - strandlengja innan þéttbýlis á Dalvík.
Gamla bryggjan á Hauganesi.
Göngubrú í Friðlandi Svarfdæla.
Hafnarbakkinn neðan við Kaupfélagið á Dalvík.


Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að lögð verði áhersla á að sækja um vegna eftirfarandi verkefna:
Útsýnispallur í Mula
Hönnun á útivistarsvæði - standlengja unnan þéttbýlis á Dalvík.
Gamla bryggjan á Hauganesi.

Fundi slitið - kl. 15:20.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson, aðalmaður boðaði forföll og Sigríður Jódís Gunnarsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs