Fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028 - fyrstu skref

Málsnúmer 202404024

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1103. fundur - 11.04.2024

Farið var yfir fyrstu skref skv. kafla 2.1. í Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar varðandi vinnu við fjárhagsáætlunar Dalvíkurbyggðar í apríl og maí þegar ársreikningur liggur fyrir.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að boða til fundar á vordögum með kjörnum fulltrúum um vinnu við fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028.

Byggðaráð - 1106. fundur - 08.05.2024

Á 1103. fundi byggðaráðs þann 11. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Farið var yfir fyrstu skref skv. kafla 2.1. í Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar varðandi vinnu við fjárhagsáætlunar Dalvíkurbyggðar í apríl og maí þegar ársreikningur liggur fyrir.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að boða til fundar á vordögum með kjörnum fulltrúum um vinnu við fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028."

a) Auglýsing
b) Þjónustustefna
c) Þátttaka íbúa; OneVote, Hugmyndakassi fl.
d) Tímarammi.
e) Kjörnir fulltrúar

Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar.

Sveitarstjórn - 369. fundur - 14.05.2024

Freyr Antonsson, forseti sveitarstjórnar, kom inn á fundinn að nýju og tók við fundarstjórn, kl. 16:21.

Á 1103. fundi byggðaráðs þann 11. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Farið var yfir fyrstu skref skv. kafla 2.1. í Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar varðandi vinnu við fjárhagsáætlunar Dalvíkurbyggðar í apríl og maí þegar ársreikningur liggur fyrir.
Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að boða til fundar á vordögum með kjörnum fulltrúum um vinnu við fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028."

a) Auglýsing
b) Þjónustustefna
c) Þátttaka íbúa; OneVote, Hugmyndakassi fl.
d) Tímarammi.
e) Kjörnir fulltrúar

Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar.
Enginn tók til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tímaramma fyrir fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum auglýsingu fyrir fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027.
c) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að stefnt verði á senda út könnun til kjörinna fulltrúa með dagsetningu fundar.

Byggðaráð - 1110. fundur - 06.06.2024

Á 369. fundi sveitarstjórnar þann 14. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1103. fundi byggðaráðs þann 11. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Farið var yfir fyrstu skref skv. kafla 2.1. í Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar varðandi vinnu við fjárhagsáætlunar Dalvíkurbyggðar í apríl og maí þegar ársreikningur liggur fyrir.
Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að boða til fundar á vordögum með kjörnum fulltrúum um vinnu við fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028."

a) Auglýsing
b) Þjónustustefna
c) Þátttaka íbúa; OneVote, Hugmyndakassi fl.
d) Tímarammi.
e) Kjörnir fulltrúar

Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar.


Enginn tók til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tímaramma fyrir fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum auglýsingu fyrir fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027.
c) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að stefnt verði á senda út könnun til kjörinna fulltrúa með dagsetningu fundar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu upplýsingar vegna breytinga á fasteignamati fyrir árið 2025. Meðalhækkunin í Dalvíkurbyggð er 7,9%. Eftirfarandi 3 flokkar hækka mest á milli ára; sumarhús um 15%, jarðir um 11,1%, atvinnueignir um 7,9%. Íbúðaeignir hækka um 7,4% í fasteignamati á milli ára.

Til umræðu ofangreint og vinnan framundan.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1111. fundur - 13.06.2024

Á 1110. fundi byggðaráðs þann 6. júní sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdu upplýsingar vegna breytinga á fasteignamati fyrir árið 2025. Meðalhækkunin í Dalvíkurbyggð er 7,9%. Eftirfarandi 3 flokkar hækka mest á milli ára; sumarhús um 15%, jarðir um 11,1%, atvinnueignir um 7,9%. Íbúðaeignir hækka um 7,4% í fasteignamati á milli ára. Til umræðu ofangreint og vinnan framundan.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar."

Samkvæmt tímaramma fjárhagsáætlunar 2025 þá á eftirfarandi að vera til umfjöllunar á fundi byggðaráðs í dag:

Ákvörðun um markmið fjárhagsáætlunar og stefna sett.
Rætt m.a. um rafrænar kannir meðal íbúa um ákveðin verkefni (OneVote og/eða Betra Ísland).

Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1113. fundur - 27.06.2024

a) Fundur kjörinna fulltrúa 26.06.2024 - samantekt.
b) Fjárhagsrammi 2025.
Frestað.

Byggðaráð - 1116. fundur - 15.08.2024

a) Forsendur Dalvíkurbyggðar með fjárhagsáætlun 2025

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samantekt sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs á helstu almennum og sérstækum forsendum Dalvíkurbyggðar vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2025-2028, fyrstu drög, ásamt fylgigögnum.

b) Drög að fjárhagsramma

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu fyrstu drög að fjárhagsramma vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2025 ásamt fylgigögnum sem gera grein fyrir helstu forsendum og breytingum.

c) Annað


a) Lagt fram til kynningar og verður áfram til umfjöllunar.
b) Lagt fram til kynningar og verður áfram til umfjöllunar.
c) Ekkert fleira.