Byggðaráð

1130. fundur 07. nóvember 2024 kl. 13:15 - 16:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá sveitarstjórn 05.11.2024; Fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028 - milli umræðna í sveitarstjórn.

Málsnúmer 202404024Vakta málsnúmer

Á 373. fundi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 5. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:

"Á 1129. fundi byggðaráðs þann 31. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1128. fundi byggðaráðs þann 24. október sl. lauk byggðaráð yfirferð sinni á tillögum frá stjórnendum og fagráðum vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2025-2028.
Með fundarboði byggðaráðs tillaga að frumvarpi úr fjárhagsáætlunarlíkani að fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun ásamt eftirfarandi gögnum:
Heildarlisti yfir búnaðarkaup.
Fjárfestingar og framkvæmdir 2025-2028.
Viðhaldsáætlun Eignasjóðs 2025þ
Samanburður á launaáætlun 2025 og 2024.
Samanburður á stöðugildum 2025 og 2024.
Samanburður á fjárhagsáætlunum 2025-2024 per deild.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa tillögu að fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028 til fyrri umræðu í sveitarstjórn eins og frumvarpið liggur fyrir."
Niðurstaða : Til máls tóku:
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir helstu forsendum og niðurstöðum frumvarps að starfs- og fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028.
Freyr Antonsson.
Helgi Einarsson.
Lilja Guðnadóttir.
Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa áætluninni til byggðaráðs á milli umræðna í sveitarstjórn.
Síðari umræða um áætlunina er á dagskrá 19. nóvember nk."

Gögn með fundarboði:
Vísað er til þeirra gagna sem fylgdu með fundarboði sveitarstjórnar við fyrri umræða. Einnig eru meðfylgjandi eftirfarandi gögn eftir yfirferð sveitarstjóra og deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar í samræmi við tillögur frá meirihluta sveitarstjórnar á milli umræðna:

Fjárfestingar og framkvæmdir 2025-2028.
Búnaðarkaup.
Viðhaldsáætlun Eignasjóðs.

Að auki fylgir með fundarboði byggðaráðs rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 4. nóvember sl., þar sem fram kemur að í viðhengi er uppfært minnisblað um forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2025 og 2026-2028.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gerðar verði uppfærslur forsendum í fjárhagsáætlunarlíkani skv. minnisblaði Sambands íslenskra sveitarfélaga hvað varðar verðbólguspá. Annað verði óbreytt.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögur að breytingum á fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun frá sveitarstjóra og deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar með breytingum sem gerðar voru á fundinum. Vísað til fjárhagsáætlunarlíkans og síðari umræðu í sveitarstjórn.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að breytingum á viðhaldsáætlun Eignasjóðs. Vísað til fjárhagsáætlunarlíkans og síðari umræðu í sveitarstjórn.
d) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu um að engar breytingar verði gerðar á tillögum um búnaðarkaup. Vísað til fjárhagsáætlunarlíkans og síðari umræðu í sveitarstjórn.

2.Gjaldskrár 2025 - áframhaldandi umfjöllun

Málsnúmer 202408083Vakta málsnúmer

Á 1129. fundi byggðaráðs þann 31. október sl. var eftirfarandi bókað:

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu tillögur fagráða að eftirtöldum gjaldskrám vegna ársins 2025;
Gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald.
Framkvæmdasvið- gjaldskrá yfir ýmis gjöld.
Gatnagerðargjald.
Gjaldskrá sorphirðu.
Skipulags- og byggingarfulltrúi.
Leiga á verbúðum.
Hafnasjóður
Gjaldskrá Vatnsveitu.
Gjaldskrá Fráveitu
Gjaldskrá Hitaveitu
Gjaldskrá fyrir söfn Dalvíkurbyggðar og menningarhúsið Berg; málaflokkur 05.
Gjaldskrá málaflokks 06; íþrótta- og æskulýðsmál.
Gjaldskrá Slökkviliðs.
Gjaldskrá málaflokks 04; fræðslumál.
Gjaldskrá félagsmálasviðs.
Á fundinum voru ofangreindar gjaldskrár til umræðu og teknar niður nokkrar ábendingar til skoðunar.
Niðurstaða : Byggðaráð frestar frekari umfjöllun og afgreiðslu til næsta fundar og felur sveitarstjóra að koma ábendingum og fyrirspurnum um ofangreindar gjaldskrár til stjórnenda eftir því sem við á."


Gögn með fundarboði byggðaráðs eru þau sömu og á síðasta fundi nema að komin er inn uppfærð tillaga fyrir málaflokk 06.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.
Ef lagðar eru til breytingar á ofangreindum gjaldskrám þá mun byggðaráð koma með skriflegar tillögur inn á næsta fund.

3.Ákvörðun um álagningu útsvars 2025 - tillaga til sveitarstjórnar.

Málsnúmer 202411023Vakta málsnúmer

Tekið til umfjöllunar tillaga til sveitarstjórnar um álagningu útsvars 2025.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að álagning útsvars 2025 verði óbreytt á milli ára, eða hámarksprósenta skv. lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 með síðari breytingum, sem er nú 14,97%.
https://www.althingi.is/lagas/nuna/1995004.html

4.Ákvörðun um fasteignaskatt og fasteignagjöld 2025 - tillaga til sveitarstjórnar.

Málsnúmer 202411024Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar tillaga um álagningu fasteignaskatts, lóðarleigu og fasteignagjalda skv. gjaldskrám.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu upplýsingar um álagningu fasteignaskatt og fasteignagjalda fyrir árið 2025 út frá nokkrum forsendum sem áður hafa verið til umfjöllunar.

Einnig er meðfylgjandi ný áætlunarálagning í samræmi við tillögur að gjaldskrám skv. lið 2 hér að ofan.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum eftirfarandi tillögu til sveitarstjórnar er varðar álagningu fasteigna- og þjónustugjalda 2025:

Fasteignagjöld íbúðarhúsnæðis: A-skattflokkur
Íbúðarhús og sumarbústaðir ásamt lóðum og lóðarréttindum, erfðafestulönd og jarðeignir sem eingöngu eru nýttar til landbúnaðar, mannvirki og útihús á bújörðum.
Fasteignaskattur A 0,50% af fasteignamati húss og lóðar (var 0,50% árið 2024).
Vatnsgjald Samkvæmt sérstakri gjaldskrá (var skv. sérstakri gjaldskrá).
Fráveitugjald Samkvæmt sérstakri gjaldskrá (var skv. sérstakri gjaldskrá.)
Sorphirðugjald/fastgjald/tunnugjald: kr. 73.827,- á íbúð og kr. 35.156,- fast gjald á frístundarhús (var kr. 70.311,- og kr.35.156-.)

Fasteignagjöld stofnana: B-skattflokkur
Sjúkra- og heilbrigðisstofnanir, skólar, íþróttahús o.fl. samanber reglugerð um fasteignaskatt nr.1160/2005
Fasteignaskattur B 1,32% af fasteignamati húss og lóðar (óbreytt á milli ára).
Vatnsgjald Samkvæmt sérstakri gjaldskrá (var skv. sérstakri gjaldskrá).
Fráveitugjald Samkvæmt sérstakri gjaldskrá (var skv. sérstakri gjaldskrá).

Fasteignagjöld atvinnuhúsnæðis: C-skattflokkur
Aðrar fasteignir en þær sem falla undir A og B flokk t.d. verslunar-, iðnaðar-, og skrifstofuhúsnæði ásamt lóðum og lóðarréttindum.
Fasteignaskattur C 1,65% af fasteignamati húss og lóðar (óbreytt á milli ára).
Vatnsgjald Samkvæmt sérstakri gjaldskrá (var skv. sérstakri gjaldskrá).
Fráveitugjald Samkvæmt sérstakri gjaldskrá (var skv. sérstakri gjaldskrá).

Lóðarleiga
Lóðarleiga íbúðahúsalóða 1% af fasteignamati lóðar (óbreytt milli ára).
Lóðarleiga atvinnulóða 2,90 % af fasteignamati lóðar (óbreytt á milli ára).
Lóðarleiga ræktarlands 3,00% af fasteignamati lóðar (óbreytt á milli ára).

Vatnsgjald
Hafi vatnsveita verið tengd við mannvirki á fasteign ber að greiða af henni árlegt vatnsgjald til Vatnsveitu Dalvíkur og skal það vera eftirfarandi:
a) Vatnsgjald íbúðarhúsnæðis verði fast gjald 5.972,- kr. pr. íbúð og 219, - kr. pr. fermetra húss. (var kr. 5.770,22 og kr. 211,78 kr.)
b) Vatnsgjald af öðru húsnæði en íbúðum verði fast gjald 18.283,- kr. pr. eign og 242,- kr. pr. fermetra húss. (var kr. 17.665,08 og kr. 233,54)
c) Árleg vatnsgjöld fyrir sveitabýli, eitt íbúðarhús og útihús á sömu kennitölu skulu vera eitt fastagjald og fullt fermetragjald af íbúðarhúsinu og 1/2 fermetragjald af öðrum húsum. (óbreytt)
d) Álagning skv. a, b. og c. málsl. skal þó aldrei vera hærri en 0,4% eða lægra en 0,1% af fasteignarmati allra húsa og lóða. (óbreytt milli ára)

Fráveitugjald
Fráveitugjald skal greitt af öllum mannvirkjum sem tengd eru fráveitukerfum sveitarfélagsins.
a) Fráveitugjald íbúðarhúsnæðis verði fast gjald 20.579,- kr. pr. íbúð og 429,- kr. pr. fermetra húss. (var kr. 19.883,57 og kr. 414,93)
b) Fráveitugjald af öðru húsnæði en íbúðum verði fast gjald 47.418,- kr. pr. eign og 429,- kr. pr. fermetra húss. (var kr. 45.814,08 og kr. 414,93)
c) Árlegt rotþróargjald sem lagt er á hverja íbúð þar sem tæming á sér stað þriðja hvert ár er kr. 15.954,- (var kr. 15.414,32). Að auki er greitt árlegt fast gjald 18.229,91 kr. (var 18.868,- kr.) á hverja íbúð til að standa straum að kostnaði vegna niðursetningar á rotþróm sem voru settar niður fyrir árið 2024.
d) Álagning skv. a og b. málsl. skal þó aldrei vera hærri en 0,47% eða lægra en 0,25% af fasteignarmati allra húsa og lóða. (óbreytt)

Gjalddagar og greiðsla fasteignagjalda
Gjalddagar fasteignagjalda eru tíu talsins og eru gjöldin innheimt frá 5. febrúar til 5. nóvember.
Eindagi fasteignagjalda er 30 dögum eftir gjalddaga.

5.Mánaðarlegar skýrslur 2024 - jan- sept.

Málsnúmer 202402018Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti eftirfarandi skýrslur:
Bókhald málaflokka og deilda í samanburði við heimildir í fjárhagsáætlun,janúar - september 2024.
Framkvæmdir og fjárfestingar í samanburði við heimildir í fjárhagsáætlun, janúar- september 2024.
Launakostnaður og stöðugildi niður á málaflokka og deildir í samanburði við heimildir í áætlun, janúar-september 2024.
Lagt fram til kynningar.

6.Frá Slökkviliðsstjóra - viðaukabeiðni vegna tekna af sölu á slökkvibifreið

Málsnúmer 202409115Vakta málsnúmer

Á 372. fundi sveitarstjórnar þann 22. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1123. fundi byggðaráðs þann 3. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá slökkviliðsstjóra þar sem óskað er eftir því að ganga frá sölu á slökkvibifreið. Fyrir liggur tilboð að fjárhæð kr. 1.500.000.- Jafnframt er óskað eftir því að söluandvirðið verði varið til endurnýjunar á eiturefnabúningum slökkviliðsins.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að heimila sölu á slökkvibifreið að fjárhæð kr. 1.500.000.- til Slökkviliðs Akureyrar og andvirði bílsins verði notað til endurnýjunar á eiturefnabúningum slökkviliðsins.
Slökkviliðsstjóra er falið að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun og leggja fyrir fund byggðaráðs."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og heimilar slökkviliðsstjóra að selja slökkvibifreið til Slökkviliðs Akureyrar á kr. 1.500.000 og að söluandvirðið verði nýtt til að kaupa eiturefnabúninga."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá slökkviliðsstjóra, dagsett þann 4. nóvember sl., þar sem óskað er eftir viðauka til endurnýjunar á eiturefnabúningum Slökkviliðsins.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 46 við fjárhagsáætlun 2024, þannig að liður 07210-2810 hækki um kr. 1.500.000 og liður 07210-0711 hækki um kr. -1.500.000 á móti. Nettó breyting innan deildarinnar er því 0 og ekki þarf að bregðast sérstaklega við viðaukaunum. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

7.Fjárhagsáætlun 2025; vinnuhópur um leikvelli og leiksvæði - tillaga að erindisbréfi.

Málsnúmer 202408039Vakta málsnúmer

Á 1122. fundi byggðaráðs þann 26. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 371.fundi sveitarstjórnar þann 17.september sl. var eftirfarandi bókað:
Til máls tóku: Freyr Antonsson sem leggur til eftirfarandi tillögu:
Sveitarstjórn samþykkir stofnun vinnuhóps um leikvelli og leiksvæði í Dalvíkurbyggð. Hópurinn hafi það hlutverk að búa til stefnumótun að því hvar leiksvæði eigi að vera í sveitarfélaginu, hvernig leiksvæði, taka út ástand þeirra og gera viðhaldsáætlun / endurnýjunaráætlun. Hópurinn skili fullmótuðum tillögum. Vinnuhópnum er falið að gera drög að erindisbréfi og leggja fyrir byggðaráð sem fyrst.
Vinnuhópinn skipi; Deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar Íþróttafulltrúi og/eða frístundafulltrúi. Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs. Formaður íþrótta og æskulýðsráðs. Formaður umhverfis- og dreifbýlisráðs.
Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.
Frestað."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að erindisbréfi eins og það liggur fyrir.

8.Frá Skipulagsfulltrúa; Samningur um loftmyndir

Málsnúmer 201409071Vakta málsnúmer

Tekið fyrir minnisblað frá skipulagsfulltrúa, dagsett þann 6. nóvember sl., þar sem vísað er til samningsdraga á milli Dalvíkurbyggðar og Loftmynda ehf. frá september 2018 en samningur virðist ekki hafa verið undirritaður.
Meðfylgjandi eru drög að samningi við Loftmyndir ehf. um viðhald á tölvutækum landfræðilegum gögnum og rekstur á kortasjá.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð frestar afgreiðslu og óskar eftir nánari upplýsingum um samningsdrögum, m.a. grein 8 um uppsögn og gildistíma.

9.Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra; Umsagnarbeiðni tímabundið áfengisleyfi - Blágrýti

Málsnúmer 202411022Vakta málsnúmer

Helgi Einarsson vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis kl. 16:10 og Freyr Antonsson tók við fundarstjórn undir þessum lið.

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, sbr. rafpóstur frá 5. nóvember sl., þar sem óskað er umsagnar um umsókn Blágrýtis ehf. um tímabundið áfengisleyfi í Menningarhúsinu Bergi 23. nóvember nk.

Fyrir liggja jákvæðar umsagnir frá Skipulagsfulltrúa og Slökkviliðsstjóra.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreinda umsókn með fyrirvara um umsögn Heilbrigðiseftirlits Eyjafjarðar.
Helgi Enarsson tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis.

10.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; fundargerð nr. 953

Málsnúmer 202401087Vakta málsnúmer

Helgi Einarsson kom inn á fundinn að nýju kl. 16:11 og tók við fundarstjórn.

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 953. frá 25. október sl.
Lagt fram til kynningar.

11.Fundargerðir Samtaka sjávarútvegsfyrirtækja 2024, 82. og 83. fundur.

Málsnúmer 202406007Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga nr. 82 og nr. 83 frá 22. október sl. og 29. október sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:30.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs