Málsnúmer 202404024Vakta málsnúmer
Á 373. fundi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 5. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1129. fundi byggðaráðs þann 31. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1128. fundi byggðaráðs þann 24. október sl. lauk byggðaráð yfirferð sinni á tillögum frá stjórnendum og fagráðum vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2025-2028.
Með fundarboði byggðaráðs tillaga að frumvarpi úr fjárhagsáætlunarlíkani að fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun ásamt eftirfarandi gögnum:
Heildarlisti yfir búnaðarkaup.
Fjárfestingar og framkvæmdir 2025-2028.
Viðhaldsáætlun Eignasjóðs 2025þ
Samanburður á launaáætlun 2025 og 2024.
Samanburður á stöðugildum 2025 og 2024.
Samanburður á fjárhagsáætlunum 2025-2024 per deild.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa tillögu að fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028 til fyrri umræðu í sveitarstjórn eins og frumvarpið liggur fyrir."
Niðurstaða : Til máls tóku:
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir helstu forsendum og niðurstöðum frumvarps að starfs- og fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028.
Freyr Antonsson.
Helgi Einarsson.
Lilja Guðnadóttir.
Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa áætluninni til byggðaráðs á milli umræðna í sveitarstjórn.
Síðari umræða um áætlunina er á dagskrá 19. nóvember nk."
Gögn með fundarboði:
Vísað er til þeirra gagna sem fylgdu með fundarboði sveitarstjórnar við fyrri umræða. Einnig eru meðfylgjandi eftirfarandi gögn eftir yfirferð sveitarstjóra og deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar í samræmi við tillögur frá meirihluta sveitarstjórnar á milli umræðna:
Fjárfestingar og framkvæmdir 2025-2028.
Búnaðarkaup.
Viðhaldsáætlun Eignasjóðs.
Að auki fylgir með fundarboði byggðaráðs rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 4. nóvember sl., þar sem fram kemur að í viðhengi er uppfært minnisblað um forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2025 og 2026-2028.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögur að breytingum á fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun frá sveitarstjóra og deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar með breytingum sem gerðar voru á fundinum. Vísað til fjárhagsáætlunarlíkans og síðari umræðu í sveitarstjórn.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að breytingum á viðhaldsáætlun Eignasjóðs. Vísað til fjárhagsáætlunarlíkans og síðari umræðu í sveitarstjórn.
d) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu um að engar breytingar verði gerðar á tillögum um búnaðarkaup. Vísað til fjárhagsáætlunarlíkans og síðari umræðu í sveitarstjórn.