Frá Kolbrúnu Svansdóttur; Fjárhagsáætlun 2025; ungbarnaróla - Hjarðarslóð eða Skógarhólar

Málsnúmer 202408039

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1117. fundur - 22.08.2024

Tekið fyrir erindi frá Kolbrúnu Svansdóttur, dagsett þann 17. ágúst sl, þar sem óskað er eftir að sett verði ungbarnaróla á leikvöllinn í Hjarðarslóð eða Skógarhólum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs og umhverfis- og dreifbýlisráðs í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028.
Byggðaráð óskar eftir að fá fullmótaða og samræmda tillögu að afgreiðslu frá ráðunum. Byggðaráð minnir einnig á að móta þarf framtíðarsýn og tillögur að leikvöllum í sveitarfélaginu, bæði hvað varðar við stofnanir sveitarfélagisns og á opnum svæðum sem m.a. innihaldi fjölda, gerð, viðhalds- og endurnýjunaráætlun.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 163. fundur - 03.09.2024

Tekið fyrir erindi frá Kolbrúnu Svansdóttur, dagsett þann 17. ágúst sl, þar sem óskað er eftir að sett verði ungbarnaróla á leikvöllinn í Hjarðarslóð eða Skógarhólum.

Afgreiðsla byggðaráðs Dalvíkurbyggðar: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs og umhverfis- og dreifbýlisráðs í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028.
Byggðaráð óskar eftir að fá fullmótaða og samræmda tillögu að afgreiðslu frá ráðunum. Byggðaráð minnir einnig á að móta þarf framtíðarsýn og tillögur að leikvöllum í sveitarfélaginu, bæði hvað varðar við stofnanir sveitarfélagisns og á opnum svæðum sem m.a. innihaldi fjölda, gerð, viðhalds- og endurnýjunaráætlun.
Íþrótta - og æskulýðsráð óskar eftir að vinnuhópur um leiksvæði með embættismönnum verði endurvakinn og komi með mótaða tillögu varðandi leiksvæði í Dalvíkurbyggð. Búið er að kaupa þrjár ungbarnarólur en eftir er að ákveða staðsetningu. Ráðið óskar eftir að þær verði settar upp sem fyrst.
Elísa Rún fór af fund kl. 10:00

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 23. fundur - 06.09.2024

Með rafpósti, dags. 17. ágúst 2024, óskar Kolbrún Svansdóttir eftir því að ungbarnaróla verði sett upp á annað hvor leikvellinum í Skógarhólum eða leikvellinum í Hjarðarslóð.
Búið er að kaupa þrjár ungbarnarólur og eru þær á leið í uppsetningu í Skógarhólum, á Árskógssandi og á Hauganesi.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 371. fundur - 17.09.2024

Á 163. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 3. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Íþrótta - og æskulýðsráð óskar eftir að vinnuhópur um leiksvæði með embættismönnum verði endurvakinn og komi með mótaða tillögu varðandi leiksvæði í Dalvíkurbyggð. Búið er að kaupa þrjár ungbarnarólur en eftir er að ákveða staðsetningu. Ráðið óskar eftir að þær verði settar upp sem fyrst."
Til máls tóku:
Freyr Antonsson sem leggur til eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir stofnun vinnuhóps um leikvelli og leiksvæði í Dalvíkurbyggð. Hópurinn hafi það hlutverk að búa til stefnumótun að því hvar leiksvæði eigi að vera í sveitarfélaginu, hvernig leiksvæði, taka út ástand þeirra og gera viðhaldsáætlun / endurnýjunaráætlun. Hópurinn skili fullmótuðum tillögum. Vinnuhópnum er falið að gera drög að erindisbréfi og leggja fyrir byggðaráð sem fyrst.
Vinnuhópinn skipi;
Deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar
Íþróttafulltrúi og/eða frístundafulltrúi.
Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs.
Formaður íþrótta og æskulýðsráðs.
Formaður umhverfis- og dreifbýlisráðs.


Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.

Byggðaráð - 1122. fundur - 26.09.2024

Á 371.fundi sveitarstjórnar þann 17.september sl. var eftirfarandi bókað:
Til máls tóku: Freyr Antonsson sem leggur til eftirfarandi tillögu:
Sveitarstjórn samþykkir stofnun vinnuhóps um leikvelli og leiksvæði í Dalvíkurbyggð. Hópurinn hafi það hlutverk að búa til stefnumótun að því hvar leiksvæði eigi að vera í sveitarfélaginu, hvernig leiksvæði, taka út ástand þeirra og gera viðhaldsáætlun / endurnýjunaráætlun. Hópurinn skili fullmótuðum tillögum. Vinnuhópnum er falið að gera drög að erindisbréfi og leggja fyrir byggðaráð sem fyrst.
Vinnuhópinn skipi; Deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar Íþróttafulltrúi og/eða frístundafulltrúi. Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs. Formaður íþrótta og æskulýðsráðs. Formaður umhverfis- og dreifbýlisráðs.
Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.
Frestað.

Byggðaráð - 1130. fundur - 07.11.2024

Á 1122. fundi byggðaráðs þann 26. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 371.fundi sveitarstjórnar þann 17.september sl. var eftirfarandi bókað:
Til máls tóku: Freyr Antonsson sem leggur til eftirfarandi tillögu:
Sveitarstjórn samþykkir stofnun vinnuhóps um leikvelli og leiksvæði í Dalvíkurbyggð. Hópurinn hafi það hlutverk að búa til stefnumótun að því hvar leiksvæði eigi að vera í sveitarfélaginu, hvernig leiksvæði, taka út ástand þeirra og gera viðhaldsáætlun / endurnýjunaráætlun. Hópurinn skili fullmótuðum tillögum. Vinnuhópnum er falið að gera drög að erindisbréfi og leggja fyrir byggðaráð sem fyrst.
Vinnuhópinn skipi; Deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar Íþróttafulltrúi og/eða frístundafulltrúi. Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs. Formaður íþrótta og æskulýðsráðs. Formaður umhverfis- og dreifbýlisráðs.
Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.
Frestað."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að erindisbréfi eins og það liggur fyrir.

Sveitarstjórn - 374. fundur - 19.11.2024

Á 1130. fundi byggðaráðs þann 7. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
Á 1122. fundi byggðaráðs þann 26. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 371.fundi sveitarstjórnar þann 17.september sl. var eftirfarandi bókað:
Til máls tóku: Freyr Antonsson sem leggur til eftirfarandi tillögu:
Sveitarstjórn samþykkir stofnun vinnuhóps um leikvelli og leiksvæði í Dalvíkurbyggð. Hópurinn hafi það hlutverk að búa til stefnumótun að því hvar leiksvæði eigi að vera í sveitarfélaginu, hvernig leiksvæði, taka út ástand þeirra og gera viðhaldsáætlun / endurnýjunaráætlun. Hópurinn skili fullmótuðum tillögum. Vinnuhópnum er falið að gera drög að erindisbréfi og leggja fyrir byggðaráð sem fyrst.
Vinnuhópinn skipi; Deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar Íþróttafulltrúi og/eða frístundafulltrúi. Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs. Formaður íþrótta og æskulýðsráðs. Formaður umhverfis- og dreifbýlisráðs.
Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.
Frestað."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að erindisbréfi eins og það liggur fyrir."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreint erindisbréf eins og það liggur fyrir vegna vinnuhóps um leikvelli og leiksvæði í Dalvíkurbyggð með þeirri breytingu að í stað Önnur Kristínar, formanns skipulagsráðs, komi Gunnar Kristinn Guðmundsson, formaður umhverfis- og dreifbýlisráðs.