Sveitarstjórn

371. fundur 17. september 2024 kl. 16:15 - 17:56 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Engar athugasemdir við fundarboðun og/eða fundarboð.

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1119, frá 05.09.2024

Málsnúmer 2409001FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 6 liðum.
Liður 1 er sér mál á dagskrá; mál 202301121
Liður 4 er sér mál á dagskrá; mál 202404024, liðir a) og b).
Liður 6 er sér mál á dagskrá; mál 202408026.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1120, frá 12.09.2024

Málsnúmer 2409008FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 15 liðum.
Liður 4 er sér mál á dagskrá, mál 202409051.
Liður 6 er sér mál á dagskrá; mál 202409007.
Liður 7 er sér mál á dagskrá; mál 202409037.
Liður 8 er sér mál á dagskrá; mál 202409038.
Liður 10 er sér mál á dagskrá; mál 202409021.
Liður 11 er sér mál á dagskrá; mál 202409042.
Liður 12 er sér mál á dagskrá; mál 201802073.
Liður 13 er sér mál á dagskrá; mál 202408068.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Félagsmálaráð - 280, frá 10.09.2024

Málsnúmer 2409005FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 12 liðum.
Liður 3 er sér mál á dagskrá; mál 202310036.
Liður 4 er sér mál á dagskrá; mál 202212124.
Liður 11 er sér mál á dagskrá; mál 202409041.
Liður 12 er sér mál á dagskrá; mál 202409040.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Fræðsluráð - 296, frá 11.09.2024.

Málsnúmer 2409006FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 11 liðum.
Liður 5 er sér mál á dagskrá; mál 202307014.
Liður 8 er sér mál á dagskrá, mál 202406017.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Íþrótta- og æskulýðsráð - 163, frá 03.09.2024

Málsnúmer 2408009FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 12 liðum.
Liður 6 er sér mál á dagskrá; mál 202408015.vinnuhópur um leiksvæði með starfsmönnum.
Liður 7 er sér mál á dagskrá; mál 202408039. vinnuhópur um leiksvæði með starfsmönnum.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Skipulagsráð - 24, frá 11.09.2024

Málsnúmer 2409007FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 26 liðum.
Liður 1 er sér mál á dagskrá; mál 202302116.
Liður 2 er sér mál á dagskrá; mál 202406093.
Liður 6 er sér mál á dagskrá; mál 202309104.
Liður 7 er sér mál á dagskrá; mál 202404044.
Liður 8 er sér mál á dagskrá; mál 202306096.
Liður 11 er sér mál á dagskrá; mál 202406123.
Liður 12 er sér mál á dagskrá; mál 202408082.
Liður 13 er sér mál á dagskrá; mál 202409048.
Liður 14 er sér mál á dagskrá; mál 202407034.
Liður 15 er sér mál á dagskrá; mál 202409033.
Liður 16 er sér mál á dagskrá; mál 202406108.
Liður 17 er sér mál á dagskrá; mál 201801126.
Liður 18 er sér mál á dagskrá; mál 202407048.
Liður 19 er sér mál á dagskrá; mál 202408020.
Liður 20 er sér mál á dagskrá; mál 202409036.




Enginn tók til máls um fundargerðina.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 42, frá 06.09.2024.

Málsnúmer 2409002FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 8 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Umhverfis- og dreifbýlisráð - 23, frá 06.09.2024

Málsnúmer 2409003FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 10 liðum.
Liður 4 er sér mál á dagskrá; mál 202408019.
Liður 5 er sér mál á dagskrá; mál 202408064.
Liður 10 er sér mál á dagskrá; mál 202304112; tillaga um umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamanna.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 137, frá 04.09.2024

Málsnúmer 2408010FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 9 liðum.
Liður 6 er sér liður á dagskrá; mál 202403127.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028; a) Tillaga að forsendum b) tillaga að fjárhagsramma.

Málsnúmer 202404024Vakta málsnúmer

Á 1119. fundi byggðaráðs þann 5. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1118. fundi byggðaráðs þann 29. ágúst sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1117. fundi byggðaráðs þann 22. ágúst sl. var eftirfarandi bókað: Á 1116. fundi byggðaráðs þann 15. ágúst sl. var eftirfarandi bókað: a) Forsendur Dalvíkurbyggðar með fjárhagsáætlun 2025 Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samantekt sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs á helstu almennum og sérstækum forsendum Dalvíkurbyggðar vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2025-2028, fyrstu drög, ásamt fylgigögnum. b) Drög að fjárhagsramma Með fundarboði byggðaráðs fylgdu fyrstu drög að fjárhagsramma vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2025 ásamt fylgigögnum sem gera grein fyrir helstu forsendum og breytingum. c) Annað Niðurstaða:a) Lagt fram til kynningar og verður áfram til umfjöllunar. b) Lagt fram til kynningar og verður áfram til umfjöllunar. c) Ekkert fleira. Ofangreint áfram til umfjöllunar.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar og vísað áfram til umfjöllunar byggðaráðs.Niðurstaða:Á fundinum voru gerðar breytingar á forsendum með fjárhagsáætlun hvað varðar breytingar á gjaldskrám og útgjöldum." Áfram til umræðu eftirfarandi. a) Forsendur Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfært skjal með forsendum vegna vinnu við fjárhagsáætlun. b) Fjárhagsrammi Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfærður fjárhagsrammi ásamt fylgigögnum með breytingum frá síðasta fundi. c) AnnaðNiðurstaða:a) Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við forsenduskjalið eins og það liggur fyrir. Áfram verður unnið að skjalinu og það uppfært eftir því sem nýjar upplýsingar koma inn. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsramma fyrir árið 2025 með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum varðandi styrki í málaflokkum 05 og 07. c) Ekkert fleira."
Enginn tók til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að forsendum með fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsramma vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2025.

11.Frá 163. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 03.09.2024; Tillaga að endurvakningu vinnuhóps um leikvelli og leiksvæði.

Málsnúmer 202408039Vakta málsnúmer

Á 163. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 3. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Íþrótta - og æskulýðsráð óskar eftir að vinnuhópur um leiksvæði með embættismönnum verði endurvakinn og komi með mótaða tillögu varðandi leiksvæði í Dalvíkurbyggð. Búið er að kaupa þrjár ungbarnarólur en eftir er að ákveða staðsetningu. Ráðið óskar eftir að þær verði settar upp sem fyrst."
Til máls tóku:
Freyr Antonsson sem leggur til eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir stofnun vinnuhóps um leikvelli og leiksvæði í Dalvíkurbyggð. Hópurinn hafi það hlutverk að búa til stefnumótun að því hvar leiksvæði eigi að vera í sveitarfélaginu, hvernig leiksvæði, taka út ástand þeirra og gera viðhaldsáætlun / endurnýjunaráætlun. Hópurinn skili fullmótuðum tillögum. Vinnuhópnum er falið að gera drög að erindisbréfi og leggja fyrir byggðaráð sem fyrst.
Vinnuhópinn skipi;
Deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar
Íþróttafulltrúi og/eða frístundafulltrúi.
Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs.
Formaður íþrótta og æskulýðsráðs.
Formaður umhverfis- og dreifbýlisráðs.


Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.

12.Frá 163. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 03.09.2024; Tillaga að endurvakningu vinnuhóps vegna leikvalla og leiksvæða.

Málsnúmer 202408015Vakta málsnúmer

Á 163. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs var eftirfarandi bókað:
"þrótta - og æskulýðsráð óskar eftir að vinnuhópur um leiksvæði með embættismönnum verði endurvakinn og komi með mótaða tillögu varðandi leiksvæði í Dalvíkurbyggð. Búið er að kaupa þrjár ungbarnarólur en eftir er að ákveða staðsetningu. Ráðið óskar eftir að þær verði settar upp sem fyrst."
Varðandi afgreiðslu á þessum lið er vísað til afgreiðslu á 11. lið hér að ofan.

13.Frá 1119. fundi byggðaráðs þann 05.09.2024; Beiðni um viðauka vegna snjómoksturs og hálkueyðingar 2024

Málsnúmer 202408026Vakta málsnúmer

Á 1119. fundi byggðaráðs þann 5. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir viðaukabeiðni frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 2. september 2024, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 vegna snjómoksturs og hálkueyðingar að upphæð kr. 11.500.000 vegna síðari hluta ársins. Í fjárhagsáætlun ársins er heimildin kr. 34.232.000 í snjómokstur og hálkueyðingu 2024. Raunstaðan nú er kr. 43.513.862 eða kr. 9.281.865 umfram áætlun. Að auki er kostnaður áfallinn að upphæð kr. 2.256.899 vegna grjóthreinsunar sem ekki var gert ráð fyrir á áætlun. Heildarfrávikið er því nú um 11,6 m.kr. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni að upphæð kr. 11.500.000 vegna snjómoksturs og hálkueyðingar seinna hluta ársins á lið 10600-4948, viðauki nr. 30 við fjárhagsáætlun 2024, og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 30 við fjárhagsáætlun 2024 að upphæð kr. 11.500.000 á lið 10600-4948 vegna snjómoksturs og hálkueyðingar seinni hluta ársins. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

14.Frá 1120. fundi byggðaráðs þann 12.09.2024; Ósk um viðauka vegna ræstingar

Málsnúmer 202409037Vakta málsnúmer

Á 1120. fundi byggðaráðs þann 12. september sl. vvar eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 5. september 2024, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 vegna ræstinga fyrir eftirfarandi stofnanir skv. samningi við Dagar í kjölfar útboðs 2023: Leikskólinn Krílakot, kr. 2.888.204. Námsver Víkurröst, kr. 447.639. Menningarhúsið Berg og söfn; kr. 1.115.368. Félagsmiðstöðin Dallas, kr. 372.307. Alls kr. 4.823.518. Fram kemur að ekki þarf að óska eftir viðauka vegna Tónlistarskólans.

Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka að upphæð kr. 1.997.218 vegna október - desember fyrir ofangreindar stofnanir. Viðauki nr. 31 við fjárhagsáætlun 2024. Leikskólinn Krílakot, kr. 1.484.667. liður 04140-4940. Námsver, Víkurröst, kr. 134.292, liður 04590-4940. Menningarhúsið, kr. 210.501, liður 05610-4940. Félagsmiðstöðin, kr. 167.758, liður 06310-4940. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að ofangreindum viðauka verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 31 við fjárhagsáætlun 2024 vegna ræstinga október- desember að upphæð kr. 1.997.218 sem skiptist þannig:
Leikskólinn Krílakot, kr. 1.484.667, liður 04140-4940.
Námsver, Víkurröst, kr. 134.292, liður 04590-4940.
Menningarhúsið, kr. 210.501, liður 05610-4940.
Félagsmiðstöðin, kr. 167.758, liður 06310-4940.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

15.Frá 1120. fundi byggðaráðs þann 12.09.2024; Ósk um viðauka vegna Fiskidagsins mikla

Málsnúmer 202409038Vakta málsnúmer

Á 1120. fundi byggðaráðs þann 12.09.2024 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 5. september sl. , þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 vegna kostnaðar sem áætlaður var vegna Fiskidagsins mikla. Óskað er eftir lækkun á lið 05710-9145 um kr. 4.447.920. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 32 við fjárhagsáætlun 2024, þannig að liður 05710-9145 lækki um kr. 4.447.920. Byggðaráð samþykkir samhljóða að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 32 við fjárhagsáætlun 2024 að upphæð kr. 4.447.920 til lækkunar á lið 05710-9145 vegna Fiskidagsins mikla. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé.

16.Frá 1120. fundi byggðaráðs þann 12.09.2024; a) Erindi frá Skíðafélagi Dalvíkur varðandi svo kallaða Red Bull troðara b) Viðaukabeiðni.

Málsnúmer 202409051Vakta málsnúmer

Á 1120. fundi byggðaráðs þann 12. september sl. var eftirfarndi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Jón Stefán Jónsson, íþróttafulltrúi, kl. 14:15. Tekið fyrir erindi frá Skíðafélagi Dalvíkur, dagsett þann 6. september sl., þar sem fram kemur að Skíðafélaginu stendur til boða að kaupa snjótroðara af Artic Trucks af gerðinni PB 600W Polar SCR#12030 sem fluttur var til Akureyrar vegna smiða heimsmets stökkpalls í Hlíðarfjalli á vegum ákveðinna fyrirtækja. Fram kemur að Skíðafélagið hefur bent á þá hættu sem fylgir því að reka svæðið með einum troðara sem er kominn vel til ára sinna, árgerð 2006. Sá snjótroðari sé í mjög góðu standi miðað vð aldur og mun áfram þjóna sínu hlutverki vel, en það fari mun betur á því að hafa hann sem varatæki. Fram kemur að á sama tíma og félagið bendir á þetta þá er ekki verið að óska eftir að snjótroðarinn verði keyptur, heldur er á það bent að þetta geti verið góð fjárfesting til lengri tíma og til að tryggja áframhaldandi góðan rekstur á skíðasvæðinu. Lilja Guðnadóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.Niðurstaða:Lilja Guðnadóttir tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við sveitartjórn að sveitarfélagið styrki Skíðafélag Dalvíkur um 38 m.kr. vegna kaupa á ofangreindum snjótroðara. Byggðaráð felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að gera tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun til að leggja fyrir fund sveitarstjórnar nk. þriðjudag."

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi ofangreind viðaukabeiðni þar sem m.a. kemur fram að rök byggðaráðs fyrir þessari tillögu, með vísan í erindið frá Skíðafélaginu sem og eldri erindi og áætlanir, er að fyrirsjáanlegt er að í náinni framtíð þurfi að festa kaup á nýjum troðara. Verðmiðinn á nýjum sambærilegum troðara með afhendingu fyrir sunnan kostar 125 m.kr
Til máls tóku:

Lilja Guðnadóttir sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:27.
Monika Margrét Stefánsdóttir.
Freyr Antonsson.
Helgi Einarsson.


Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum viðauka nr. 33 við fjárhagsáætlun 2024 að upphæð kr. 38.000.000. á lið 32200-11603 vegna styrks til Skíðafélags Dalvíkur til kaupa á sjótroðara. Fjárfestingastyrkru til Skíðafélagsins hækki því úr kr. 60.500.000 og í kr. 98.500.000. Áætlaðir fjárfestingastyrkir til íþróttafélaga hækka því samtals úr kr. 70.000.000 í kr. 108.000.000.
Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Lilja Guðnadóttir tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis.

17.Frá 1120. fundi byggðaráðs þann 12.09.2024; Tónlistarskólinn á Akureyri - utanbæjarnemendur

Málsnúmer 202409007Vakta málsnúmer

Lilja Guðnadóttir kom inn á fundinn að nýju undir þessum lið kl.16:35.

Á 1120. fundi byggðaráðs þann 12. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Tónlistarskólanum á Akureyri, dagsett þann 2. september sl., þar sem fram kemur skólanum hefur borist umsókn frá framhaldsskólanemenda sem er með lögheimili í Dalvikurbyggð. Tónlistarskólinn hefur hug á því að taka viðkomandi inn í skólann og leitast eftir því að Dalvíkurbyggð sem lögheimilissveitarfélag greiði kostnaðinn að fullu. Ef sveitarfélagið gengst undir þessa ábyrgð þá mun skólinn samþykka umsóknina fyrir skolaárið 2024-2025. Áætlaður kennslukostnaður fyrir báðar annir er kr. 817.350. Reglur Dalvíkurbyggðar varðandi nemendur sem óska eftir að stunda tónlistarnám í öðrum sveitarfélögum má finna á heimasíðunni; https://www.dalvikurbyggd.is/static/files/Adalvefur/Reglugerdir/reglur-um-tonlistarnam-utan-logheimilissveitarfelags.pdfNiðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir frekari upplýsingum frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs fyrir fund sveitartjórnar nk. þriðjudag. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdu umbeðnar upplýsingar frá fræðslu- og menningarsviði/Tónlistarskólanum á Tröllaskaga.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að gangast undir þá ábyrgð að sveitarfélagið greiði kennslukostnað vegna viðkomandi nemenda að fullu, allt að kr. 817.350 fyrir skólaárið 2024-2025.
Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða með 7 atkvæðum að fela fræðslu- og menningarsviði að endurskoða reglur Dalvíkurbyggðar varðandi nemendur sem óska eftir að stunda tónlistarnám í öðrum sveitarfélögum.
Vísað á lið 04530-4380 í fjárhagsáætlun 2024.

18.Frá 296. fundi fræðsluráðs þann 11.09.2024; Gjaldskrár 2024

Málsnúmer 202307014Vakta málsnúmer

Á 296. fundi fræðsluráðs þann 11. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs fór yfir gjaldskrá 2024 með breytingum texta.Niðurstaða:Fræðsuráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum gjaldskrá hækkun á þjónustuliðum um 3,5 % og vístöluhækkun á fæði. Fræðslráð vísar málinu til samþykktar í sveitastjórn Dalvíkurbyggðar."
Enginn tók til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu fræðsluráðs vegna gjaldskráa fyrir málaflokk 04 frá og með 1. september sl.
Um er að ræða gjaldskrár fyrir
Dalvíkurskóli /Árskógarskóli /Árskógur; leiga á húsnæði.
Dalvíkurskóli / Árskógarskóli - Frístund.
Skólamatur í Dalvikurskóla og Árskógarskóla.
Leikskóli Krílakot og Kötlukot.
b) Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að við kynningu á gjaldskrá og á heimasíðu skal koma fram hver niðurgreiðsla sveitarfélagsins er og hins vegar ríkis í gjaldfrjálsum skólamáltíðum.

19.Frá 280. fundi félagsmálaráðs þann 10.09.2024; Gott að eldast - drög að samningi

Málsnúmer 202310036Vakta málsnúmer

Helgi Einarsson kom inn á fundinn að nýju kl.16:39.

Á 280. fundi félagsmálaráðs þann 10. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Lagðir voru fram til kynningar og umræðu drög að þjónustusamningum um samþættan heimastuðning á milli Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, Dalvíkurbyggð og Dalbæ annars vegar og hins vegar drög að samkomulagi um samþætta heimaþjónustu á milli sömu aðila. Einnig voru kynnt drög að handbók um samþættingu á þjónustu við eldri borgara sveitarfélagsins.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar og umræðu. Félagsmálaráð vísar þjónustusamningnum til sveitastjórnar til samþykktar. "
Til máls tóku:
Freyr Antonsson sem leggur til að þessum lið verði vísað til byggðaráðs til ferkari umfjöllunar og að fundinn verði fundartími með aðilum Gott að eldast verkefnisins.
Lilja Guðnadóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.

20.Frá 24. fundi skipulagsráðs þann 11.09.2024; Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025-2045

Málsnúmer 202302116Vakta málsnúmer

Á 24. fundi skipulagsráðs þann 11. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Gunnar Ágústsson hjá Yrki arkitektum kynnti drög að skipulagslýsingu fyrir Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025-2045. Gunnar sat fundinn í fjarfundabúnaði undir þessum dagskrárlið. Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða lýsingu og að lýsingin verði kynnt skv. 1.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls tók:
Freyr Antonsson.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og framlagða skipulagslýsingu fyrir Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025-2045 og að hún verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

21.Frá 24. fundi skipulagsráðs þann 11.09.2024; Laxós - breyting á aðalskipulagi vegna vatnsöflunar

Málsnúmer 202406093Vakta málsnúmer

Á 24. fundi skipulagsráðs þann 11. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram skipulagslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 fyrir vatnstökusvæði og vatnslögn á Árskógssandi.Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að lýsingin verði kynnt skv. 1.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls tóku:
Monika Margrét Stefánsdóttir.
Freyr Antonsson.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir að skipulagslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 fyrir vatnstökusvæði og vatnslögn á Árskógssandi verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Monika Margrét Stefánsdóttir og Lilja Guðnadóttir sitja hjá.

22.Frá 24. fundi skipulagsráðs þann 11.09.2024; Öldugata 31, 33, 35 Árskógssandi - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 202309104Vakta málsnúmer

Til máls tóku:
Katrín Sif Ingvarsdóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum þá tillögu forseta að þessum lið verði frestað með tilliti til þess að skipulagsráð þarf að fjalla um athugasemdir og afgreiða deiliskipulagsbreytinguna, sbr. skipulagslög nr. 123/2010.

23.Frá 24. fundi skipulagsráðs þann 11.09.2024; Úrbætur kringum Skógarhóla 29 a-d og deiliskipulag vegna Skógarhóla 12

Málsnúmer 202306096Vakta málsnúmer

Á 24. fundi skipulagsráðs þann 11. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis, unnin af Form teiknistofu. Tillagan gerir ráð fyrir eftirfarandi: - Lagningu nýrrar götu norðan við Skógarhóla 29. - Lóð og byggingarreit fyrir þriggja íbúða hús á einni hæð austan við Skógarhóla 11. - Uppbyggingu göngustíga og leiksvæðis á opnu svæði. Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Skógarhólum 1, 3, 5, 7, 9, 11, 13, 15, 17, 23, 24, 26, 28 og 29 og Böggvisbraut 16, 18 og 20. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir samhljóða að gerð verði breyting á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Skógarhólum 1, 3, 5, 7, 9, 11, 13, 15, 17, 23, 24, 26, 28 og 29 og Böggvisbraut 16, 18 og 20.

24.Frá 24. fundi skipulagsráðs þann 11.09.2024; Sjávarstígur 2 Hauganesi - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 202404044Vakta málsnúmer

Á 24. fundi skipulagsráðs þann 11. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram uppfærð tillaga Forms teiknistofu að breytingu á deiliskipulagi Hauganess vegna áforma um nýja lóð fyrir iðnaðarstarfsemi. Uppfærð tillaga gerir ráð fyrir minnkun byggingarreits og lækkun byggingarheimildar úr 50 m2 í 25 m2. Þá eru settir skilmálar um hámarksvegghæð 2,6 m og hámarksmænishæð 3,4 m, tvíhalla þak og að yfirbragð byggingar taki mið af aðliggjandi byggð. Þá er jafnframt sótt um stækkun lóðarinnar úr 500 m2 í 618 m2. Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki uppfærða tillögu m.t.t. byggingarreits og byggingarmagns skv. 3.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsókn um stækkun lóðar er hafnað. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Til máls tóku:

Monika Margrét Stefánsdóttir.
Katrín Sif Ingvarsdóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir samhljóða uppfærða tillögu m.t.t. byggingareits og byggingarmagns skv. 3.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu skipulagsráðs um stækkun lóðar og hafnar umsókn um stækkun lóðar.

25.Frá 24. fundi skipulagsráðs þann 11.09.2024; Syðri Hagi - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir vegagerð

Málsnúmer 202406123Vakta málsnúmer

Á 24. fundi skipulagsráðs þann 11. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 29.júlí 2024 þar sem Norðurorka sækir um framkvæmdaleyfi fyrir borun hitaveituholu og lagningu þjónustuvegar í landi Syðri-Haga. Niðurstaða:Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist og óveruleg breyting á aðalskipulagi hefur tekið gildi. Samþykkt samhjóða með fimm atkvæðum. Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist og óveruleg breyting á aðalskipulagi hefur tekið gildi.

26.Frá 24. fundi skipulagsráðs þann 11.09.2024; Sjávargata 2-4 Árskógssandi - umsókn um breytta notkun

Málsnúmer 202409033Vakta málsnúmer

Á 24. fundi skipulagsráðs þann 11. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 4.september 2024 þar sem Pétur Sigurðsson f.h. Sólrúnar ehf. sækir um breytta notkun byggingar á lóð nr. 2-4 við Sjávargötu. Byggingin er í dag skráð sem fiskverkunarhús en áform eru um að skipta byggingunni í fimm jafnstórar einingar með jafnmörgum innkeyrsludyrum. Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu. Niðurstaða:Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna áformin skv. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar grenndarkynningargögn hafa borist. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Sjávargötu 6, 6A og 6B. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. Vísað til sveitastjórnar til staðfestingar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir samhljóða að grenndarkynna áformin skv. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar grenndarkynningargögn hafa borist. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Sjávargötu 6, 6A og 6B.

27.Frá 24. fundi skipulagsráðs þann 11.09.2024; Sveinsstaðir - umsókn um byggingu sólstofu

Málsnúmer 202406108Vakta málsnúmer

Á 24. fundi skipulagsráðs þann 11. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 20.júní 2024 þar sem Signý Dröfn Arnardóttir og Sigurður Heimisson sækja um leyfi til byggingar sólstofu við frístundahús á lóðinni Sveinsstöðum í Svarfaðardal. Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu. Meðfylgjandi eru afstöðumyndir.Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að áformin verði grenndarkynnt skv. 1.mgr. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt skal fyrir landeigendum á Þverá og Steindyrum í Svarfaðardal. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir þá tillögu að áformin um byggingu sólstofu við frístundahús á lóðinni Sveinsstöðum í Svarfaðardal verði grenndarkynnt skv. 1.mgr. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt skal fyrir landeigendum á Þverá og Steindyrum í Svarfaðardal.

28.Frá 24. fundi skipulagsráðs þann 11.09.2024; Goðabraut 3 - umsókn um stækkun húss

Málsnúmer 201801126Vakta málsnúmer

Á 24. fundi skipulagsráðs þann 11. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 7.ágúst 2024 þar sem Sigurður Bjarnason sækir um stækkun húss á lóð nr. 3 við Goðabraut á Dalvík. Fyrirhugað er að hækka þak um 1 m. Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu. Meðfylgjandi eru skuggavarpsmyndir.Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að áformin verði grenndarkynnt skv. 1.mgr. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Hafnarbraut 2A, 2B, og 4 og Sognstúni 2 og 4. Forsenda fyrir grenndarkynningu er að samþykkis meðeigenda við Goðabraut 3 fyrir áformunum verði aflað og að sendar verði inn uppfærðar skuggavarpsmyndir. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og þá tillögu að áformin um stækkun húss á lóð nr. 3 við Goðabraut á Dalvík verði grenndarkynnt skv. 1.mgr. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Hafnarbraut 2A, 2B, og 4 og Sognstúni 2 og 4. Forsenda fyrir grenndarkynningu er að samþykkis meðeigenda við Goðabraut 3 fyrir áformunum verði aflað og að sendar verði inn uppfærðar skuggavarpsmyndir.

29.Frá 24. fundi skipulagsráðs þann 11.09.2024; Bárugata 12 - umsókn um stækkun bílastæðis

Málsnúmer 202408082Vakta málsnúmer

Á 24. fundi skipulagsráðs þann 11. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 29.ágúst 2024 þar sem Katrín Eva R. Guðmundsdóttir sækir um stækkun bílastæðis og úrtak úr kantsteini við lóð nr. 12 við Bárugötu á Dalvík. Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu. Meðfylgjandi er skýringarmynd.Niðurstaða:Skipulagsráð samþykkir úrtak úr kantsteini að hámarki 6 m að breidd, eða fyrir tvær samliggjandi innkeyrslur. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir samhljóða úrtak úr kantsteini að hámarki 6 m að breidd, eða fyrir tvær samliggjandi innkeyrslur.

30.Frá 24. fundi skipulagsráðs þann 11.09.2024; Hólavegur 7 - umsókn um stækkun innkeyrslu

Málsnúmer 202409048Vakta málsnúmer

Á 24. fundi skipulagsráðs þann 11. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 6.september 2024 þar sem Ragnar Þór Georgsson sækir um breikkun innkeyrslu og úrtak úr kantsteini við lóð nr. 7 við Hólaveg. Meðfylgjandi er skýringarmynd. Niðurstaða:Skipulagsráð hafnar erindinu þar sem Dalvíkurbyggð áformar að leggja bílastæði meðfram Hólavegi á umræddu svæði. Samþykkt samhjóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og hafnar erindinu um breikkun innkeyrslu og úrtak úr kantsteini við lóð nr. 7 við Hólaveg.Dalvíkurbyggð áformar að leggja bílastæði meðfram Hólavegi á umræddu svæði.

31.Frá 24. fundi skipulagsráðs þann 11.09.2024; Bekkur Jóhanns Svarfdælings - færsla á Ráðhúslóð

Málsnúmer 202407048Vakta málsnúmer

Á 24. fundi skipulagsráðs þann 11. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 9.júlí 2024 þar sem Haukur Guðjónsson f.h. Eigna- og framkvæmdadeildar Dalvíkurbyggðar sækir um leyfi fyrir uppsetningu minnismerkis á lóð Ráðhúss Dalvíkur. Niðurstaða:Í ljósi neikvæðrar umsagnar hússtjórnar Ráðhúss Dalvíkur hafnar skipulagsráð erindinu. Skipulagsfulltrúa ásamt starfsmanni eigna- og framkvæmdadeildar er falið að finna minnismerkinu heppilega staðsetningu að fenginni tillögu frá menningarráði Dalvíkurbyggðar. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og hafnar erindinu um leyfi fyrir uppsetningu á bekk Jóhanns Svarfdælings á lóð Ráðhúss Dalvíkur í ljósi neikvæðrar umsagnar hússtjórnar Ráðhúss Dalvíkur. Skipulagsfulltrúa ásamt starfsmanni eigna- og framkvæmdadeildar er falið að finna minnismerkinu heppilega staðsetningu að fenginni tillögu frá menningarráði Dalvíkurbyggðar.

32.Frá 24. fundi skipulagsráðs þann 11.09.2024; Karlsbraut 20 - umsókn um stækkun innkeyrslu

Málsnúmer 202407034Vakta málsnúmer

Á 24. fundi skipulagsráðs þann 11. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 8.júlí 2024 þar sem Maciej Jan Chyla sækir um innkeyrslu að lóð nr. 20 við Karlsbraut. Ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið. Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 7.ágúst sl. og var afgreiðslu frestað.Niðurstaða:Skipulagsráð hafnar erindinu þar sem samþykki meðeigenda liggur ekki fyrir. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Til máls tók:
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 17:01.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og hafnar erindinu um innkeyrslu á lóð nr. 20 við Karlsbraut þar sem samþykki meðeiganda liggur ekki fyrir.
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu og umfjöllun vegna vanhæfis.

33.Frá 24. fundi skipulagsráðs þann 11.09.2024; Svarfaðarbraut 23-25 - úthlutun lóðar

Málsnúmer 202409036Vakta málsnúmer

Sigríður Jódís Gunnarsdóttir kom inn á fundinn að nýju kl. 17:02.

Á 24. fundi skipulagsráðs þann 11. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Lóð nr. 23-25 við Svarfaðarbraut var auglýst laus til úthlutunar frá 13.ágúst til 9.september 2024. Fjórar umsóknir bárust.Niðurstaða:Soffía Helgadóttir, Svanur B. Ottósson og Björn Friðþjófsson sátu fundinn undir þessum dagskrárlið og drógu um lóðina í samræmi við úthlutunarreglur. Lóðin féll í hlut Leikanda ehf. og verður úthlutað með fyrirvara um hæfi umsækjanda og samræmi við úthlutunarreglur. Ef lóðarhafi fellur frá viðtöku lóðarinnar eru eftirtaldir aðilar næstir í röðinni: 2) Tréverk ehf. 3) Jörgen Valdimarsson 4) Gunnlaugur Svansson."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og úthlutun á lóðinni við Svarfaðarbraut 23-25 til Leikanda ehf með fyrirvara um hæfi umsækjanda og samræmi vð úthlutunarreglur. Ef lóðarhafi fellur frá viðtöku lóðarinnar eru eftirtaldir aðilar næstir í röðinni: 2) Tréverk ehf. 3) Jörgen Valdimarsson 4) Gunnlaugur Svansson."

34.Frá 24. fundi skipulagsráðs þann 11.09.2024; Svarfaðarbraut 19-21 - úthlutun lóðar

Málsnúmer 202408020Vakta málsnúmer

Á 24. fundi skipulagsráðs þann 11. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Lóð nr. 19-21 við Svarfaðarbraut var auglýst laus til úthlutunar frá 13.ágúst til 9.september 2024. Fjórar umsóknir bárust.Niðurstaða:Soffía Helgadóttir, Svanur B. Ottósson og Björn Friðþjófsson sátu fundinn undir þessum dagskrárlið og drógu um lóðina í samræmi við úthlutunarreglur. Lóðin féll í hlut Jörgens Valdimarssonar og verður úthlutað með fyrirvara um hæfi umsækjanda og samræmi við úthlutunarreglur. Ef lóðarhafi fellur frá viðtöku lóðarinnar eru eftirtaldir aðilar næstir í röðinni: 2) Gunnlaugur Svansson 3) Leikandi ehf. 4) Tréverk ehf."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og úthlutun á lóðinni við Svarfaðarbraut 19-21 til Jörgens Valdimarssonar með fyrirvara um hæfi umsækjanda og samræmi við úthlutunarreglur. Ef lóðarhafi fellur frá viðtöku lóðarinnar eru eftirtaldir aðilar næstir í röðinni: 2) Gunnlaugur Svansson 3) Leikandi ehf. 4) Tréverk ehf."

35.Frá 280. fundi félagsmálaráðs þann 10.09.2024; Leiguíbúðir

Málsnúmer 202409040Vakta málsnúmer

Á 280. fundi félagsmálaráðs þann 10. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Formaður félagsmálaráðs ræddi hugmyndir um byggingu á leiguíbúðum á svæði í kringum Dalbæ. Mikilvægt er að horfa til framtíðar hvað varðar þjónustu við eldri borgara sveitarfélagsins og búseta eitt af því sem ræða þarf. Niðurstaða:Félagsmálaráð skorar á stjórn Dalbæjar og sveitastjórn að vinna að því að byggja upp tólf leiguíbúðir í nálægð við Dalbæ."
Til máls tók:
Freyr Antonsson sem leggur til að stofnaður verði vinnuhópur sem verði þannig skipaður:
Formaður og varaformaður stjórnar Dalbæjar
Hjúkrunarframkvæmdastjóri Dalbæjar
Sveitarstjóri
Aðalmenn í byggðarráði.


Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.

36.Frá 1120. fundi byggðaráðs frá 12.09.2024; Erindi til Dalvíkurbyggðar frá Kleifum fiskeldi ehf

Málsnúmer 202409021Vakta málsnúmer

Á 1120. fundi byggðaráðs þann 12. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Kleifar fiskeldi ehf., dagsett þann 2. september sl, þar sem fram kemur að efni erindisins snýr að atvinnuuppbygging á Norðurlandi eystra, en félagið er með áform um að byggja upp allt að 20.000 tonna laxeldi þar. Fram kemur að fyrirhuguð uppbygging á laxeldi í Ólafsfirði, Siglufirði, Héðinsfirði og í Eyjafirði var kynnt almenningi, ráðamönnum og fjölmiðlum á fundi í Tjarnarborg 6. september sl. Það er afstaða forsvarsmanna Kleifa að strax í upphafi fyrirhugaðra áforma félagsins, sé tryggt að sveitarfélögin á svæðinu fái hlutdeild í þeim arði sem skapast og styrki þar með uppbyggingu innviða nærsamfélaganna frá fyrsta degi, með því að styrkja stoðir atvinnulífs sveitarfélaganna og aðstoða við uppbyggingu samfélagsins. Því er lagt til í samþykktum félagsins að sveitarfélögin Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð, Svalbarðsstrandarhreppur, Hörgársveit, Grýtubakkahreppur, Eyjafjarðarsveit og Akureyrarkaupstaður eiga ávallt rétt á greiðslu sem nemur samtals 10,1% af þeim fjármunum, eignum eða verðmætum sem ráðstafað er til hluthafa við útgreiðslu arðs, í réttu hlutfalli við hlutafjáreign. Í erindinu eru áformin kynnt, m.a. áframeldi í kvíum í fjörðunum á norðanverðum Tröllaskaga, og hvernig það er sóknartækifæri fyrir landshlutann.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að ítreka bókun sveitarstjórnar frá 7. nóvember 2023: "Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar bendir á að svæðisskipulag Eyjafjarðar er að fara í endurskoðun og telur að sveitarfélögin á svæðinu í samstarfi við Innviðaráðuneytið eigi að marka sér haf-og strandsvæðaáætlun fyrir Eyjafjörð með tilliti til umhverfisverndar, friðunar, veiða, nýtingar og lagareldis. Tekið verði tillit til þess við gerð stefnu um uppbyggingu og umgjörð lagareldis að vinna hefur ekki hafist og að framtíðartillögur þeirrar vinnu verði til grundavallar umgjörð og uppbyggingu lagareldis í Eyjafirði." Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.

37.Frá 23. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 06.09.2024; Umsókn um búfjárleyfi

Málsnúmer 202408019Vakta málsnúmer

Á 23. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 6. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir umsókn Valgeirs Vilmundarsonar um búfjárleyfi fyrir fimm hross í Hringsholti.Niðurstaða:Erindið samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs og búfjárleyfi fyrir fimm hross í Hringsholti.

38.Frá 23. fundi umhverfis-og dreifbýlisráðs þann 06.09.2024; Ósk um að ekki verð lögð á fjallskil

Málsnúmer 202408064Vakta málsnúmer

Á 23. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 6. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Arnari Gústafssyni dags. 22. ágúst 2024, þar sem hann óskar eftir því að ekki verði lögð á hann fjallskil þetta haustið því hann hafi ekkert fé á fjalli.Niðurstaða:Ráðið vísar erindinu til Fjallskilanefndar Árskógsdeildar með vísan í 16. gr. Fjallskilasamþykktar sveitarfélaga við Eyjafjörð, en þar segir: ,,Heimilt er þó í hverri fjallskiladeild að veita þeim, sem hafa fé sitt í sauðheldum girðingum sumarlangt, undanþágu frá fjallskilum að hluta eða öllu leyti." Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls tók:

Freyr Antonsson, sem leggur til að þessi liður verði lagður fram til kynningar þar sem ekki liggja fyrir upplýsingar um niðurstöðu fjallskiladeildar Árskógsdeildar.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta.

39.Frá 23. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 06.09.2024; Umsóknir um styrki í framkvæmdasjóð ferðamannastaða

Málsnúmer 202304112Vakta málsnúmer

Á 23. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 6. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 359. fundi Sveitarsjórnar, þann 6. júní 2023 var samþykkt að fela Framkvæmdasviði að undirbúa umsóknir í framkvæmdasjóð ferðamannastaða árið 2024 í samstarfi við byggðaráð, umhverfis- og dreifbýlisráð, skipulagsráð og veitu- og hafnaráð. Niðurstaða:Umhverfis- og dreifbýlisráð felur Framkvæmdasviði og upplýsingafulltrúa að undirbúa umsóknir og sækja um í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða fyrir hugmyndasamkeppnum, deiliskipulagi og hönnun útsýnisstðar við Mígindisfoss í Múla og strandlengju innan þéttbýlisins á Dalvík. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs.

40.Frá 137. fundi veitu- og hafnaráðs þann 04.09.2024; Raforkuvæðing hafnarsvæðis, hönnun á snjalltenglum - HD019

Málsnúmer 202403127Vakta málsnúmer

Á 137. fundi veitu- og hafnaráðs þann 4. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Veitu- og hafnaráð óskar eftir skýringu á að í tilboði er gert ráð fyrir 3 tenglastólpum á hverja bryggju. Veitu- og hafnarráð leggur til við sveitarstjórn að farið verði í allt verkið. Samþykkt samhljóða með 4 atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum þá tillögu veitu- og hafnaráðs að farið verði í allt verkið og felur sveitarstjóra að leggja viðaukabeiðni fyrir byggðaráð.

41.Frá 1120. fundi byggðaráðs þann 12.09.2024; Ósk um samstarf við RECET

Málsnúmer 202409042Vakta málsnúmer

Á 1120. fundi byggðaráðs þann 12. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá SSNE, dagsett þann 5. september sl, varðandi ósk um samstarf vegna RECET verkefnisins svokallaða sem Eimur SSNE og Vestfjarðarstofa eru aðilar að.Fram kemur að óskað er eftir formlegu samþykki allra sveitarfélaga innan SSNE til þátttöku í vinnu við gerð aðgerðaráætlunar í orkuskiptum fyrir hvert og eitt sveitarfélag. Vinnustofa um verkefnið er áformuð haustið 2024.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Dalvíkurbyggð taki þátt í verkefninu eftir því sem starfsmenn og kjörnir fulltrúar hafa tök á."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að Dalvíkurbyggð taki þátt í verkefninu RECET eftir því sem starfsmenn og kjörnir fulltrúar hafa tök á.

42.Frá 280. fundi félagsmálaráðs frá 10.09.2024; Eineltisamfélagsgerð

Málsnúmer 202409041Vakta málsnúmer

Á 280. fundi félagsmálaráðs þann 10. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Formaður félagsmálaráðs hóf máls á vandamálum tengdu einelti og ofbeldi.Niðurstaða:Félagsmálaráð fagnar umræðunni og telur mikla þörf á jákvæðum samskiptum allra íbúa Dalvíkurbyggðar. Vinnuhóp farsældar barna falið að halda kynningu í farsæld barna í Dalvíkurbyggð þar sem forsendur eru að grípa á utan um börn og foreldra þeirra. Kynning á farsæld barna er á heimasíðu Dalvíkurbyggðar. Félagsmálaráð vekur athygli á að gulum september sem tileinkaður er geðheilbrigði og sjálfsvígforvörnum. Félagsmálaráð skorar á önnur ráð að taka umræðuna um jákvæð og uppbyggileg samskipti. Félagsmálaráð stefnir á jákvæðnis viku í Dalvíkurbyggð. "
Til máls tóku:

Freyr Antonsson.
Lilja Guðnadóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að taka undir ofangreinda bókun félagsmálaráðs.

43.Frá 1120. fundi byggðaráðs þann 12.09.2024; Endurskoðun á Aðgerðaráætlun vegna eineltis og kynferðislegrar áreitni

Málsnúmer 201802073Vakta málsnúmer

Á 1120. fundi byggðaráðs þann 12. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði fylgdi tillaga sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að endurskoðun á stefnu og viðbragðsáætlun Dalvíkurbyggðar gegn einelti, áreitni og ofbeldi.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda endurskoðun á stefnu og viðbragaðsáætlun og vísar hanni til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Til máls tóku:

Monika Margrét Stefánsdóttir.
Freyr Antonsson.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og samþykkir fyrirliggjandi tillögu að endurskoðun á stefnu og viðbragaðsáætlun gegn einelti, áreitni og ofbeldi.

44.Frá 1117. fundi byggðaráðs þann 22. ágúst sl.; Ráðningarferli í samræmi við 52. gr. Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202205135Vakta málsnúmer

Á 1117. fundi byggðaráðs þann 22. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1116. fundi byggðaráðs þann 15. ágúst sl. var eftirfarandi bókað: "Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að ferli og leiðbeiningum fyrir stjórnendum vegna ráðninga í störf hjá sveitarfélaginu ásamt fylgigögnum og verklagsreglum. Til umræðu ofangreint.Niðurstaða:Frekari umfjöllun og afgreiðslu frestað." Til umfjöllunar ofangreint.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Til máls tók:
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir.


Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu að ferli og leiðbeiningum fyrir stjórnendur vegna ráðninga í störf hjá sveitarfélaginu ásamt fylgigögnum og verklagsreglum.

45.Frá 1119. fundi byggðaráðs þann 05.09.2024; Rafræn skjalavarsla

Málsnúmer 202301121Vakta málsnúmer

Á 1119. fundi byggðaráðs þann 5. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og Menningarhúss, Margrét Ásgeirsdóttir, skjalastjóri, og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:15. Á 365. fundi sveitarstjórnar þann 23. janúar sl. var eftirfarandi bókað: " 100. fundi menningarráðs þann 18. janúar sl. var eftirfarandi bókað: "Björk Hólm Þorsteinsdóttir,forstöðumaður safna og Menningarhússins Bergs, fór yfir hvernig vinnu við innleiðingu á rafrænni skjalavörslu stendur.Niðurstaða:Menningarráð samþykkir með þremur atkvæðum að taka þátt í þessu verkefni (Rafræn skjalavarsla). Svigrúm er inn í fjárhagsáætlun 2024 fyrir þátttökugjaldi sem er 166.612 kr. á ári."Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu menningarráðs um þátttöku Héraðsskjalasafns Svarfdæla í Dalvíkurbyggð í verkefni um rafræna skjalavörslu." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá framkvæmdastjórn Miðstöðvar héraðsskjalasafns, dagsett þann 7. mars sl., er varðar boð til Dalvíkurbyggðar um aðild að Miðstöð héraðsskjalasafna um rafræna skjalavörslu. Stofnfundur fór fram 9. febrúar sl. Meginmarkmið með stofnun miðstöðvarinnar er að styðja við stafræna umbreytingu hjá sveitarfélögum ásamt því að byggja upp þekkingu á málaflokkinum innan héraðsskjalasafna, finna hentugar lausnir á hýsingu og ekki síst að lækka kostnað við móttöku og langtímavörslu rafrænna og stafrænna gagna. Með því að taka þátt í rekstri MHR trygga sveitarfélög sér grundvöll þess að hefja stafræna umbreytingu og veita héraðsskjalasöfnunum nauðsynlegan stuðning til að uppfylla lagaskyldur sínar um móttöku rafrænna gagna óhæð stærð sveitarfélaga sem að baki þeim standa eða þekkingar innan héraðsskjalaafnanna. Með fundarboði byggðaráðs fylgja einnig eftirfarandi gögn: Samstarfsyfirlýsing héraðasskjalavarða frá 14. nóvember 2022 ásamt minnisblaði um rafræna langtímavörslu skjala á héraðsskjalasöfnum. Samþykktir fyrir MHR ásamt viðauka. Stofnfundargerðð frá 9. febrúar sl. Upplýsingar um kostnaðarskiptingu og áætlaðan hlut Dalvíkurbyggðar. Til umræðu ofangreint, aðild Dalvíkurbyggðar í gegnum Héraðsskjalasafn Svarfdæla í Dalvíkurbyggð og rafræn skjalavarsla almennt. Björk, Margrét og Gísli viku af fundi kl.13:59. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Héraðsskjalasafn Svarfdæla í Dalvíkurbyggð taki þátt í ofangreindu verkefni og verði aðili að Miðstöð héraðsskjalasafna."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og samþykkir að Héraðsskjalasafn Svarfdæla í Dalvíkurbyggð taki þátt í verkefninu og verði aðili að Miðstöð héraðsskjalasafna.

46.Frá 280. fundi félagsmálaráðs þann 10.09.2024; Barnaverndarþjónusta

Málsnúmer 202212124Vakta málsnúmer

Á 280. fundi félagsmálaráðs þann 10. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Lagt var fram til kynningar breyting á þjónustusvæði Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar sem og breytinga á nafni. Barnaverndarþjónusta Norðurþings heyrir nú undir Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar. Um er að ræða sameiginlega barnaverndarþjónustu 10 sveitarfélaga, þ.e. Akureyrarbæjar, Dalvíkurbyggðar, Norðurþings, Langanesbyggðar, Tjörneshrepps, Þingeyjarsveitar, Svalbarðsstrandahrepps, Grýtubakkahrepps, Eyjafjarðar og Hörgárbyggðar. Starfsfólk barnaverndarþjónustu Norðurþings er áfram með starfsstöð í Stjórnsýsluhúsi Norðurþings á Húsavík. Í ljósi sameiningarinnar er lagt til af hálfu fagráðs barnaverndarþjónustunnar að Barnaverndarþjónusta Eyjafjarðar fái heitið „Barnaverndarþjónusta á Norðurlandi eystra“ Niðurstaða:Félagsmálaráð samþykkir með fjórum greiddum atkvæðum nýtt heiti á Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar sem fái heitið Barnaverndarþjónusta á Norðurlandi eystra. Nimnual Khakhlong mætti til fundar kl 9:35."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu félagsmálaráðs og þá tillögu um nýtt heiti á Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar verði Barnaverndarþjónusta á Norðurlandi eystra.

47.Frá 1120. fundi byggðaráðs þann 12.09.2024; Endurskoðun á launakjörum sveitarstjóra skv. ráðningarsamningi.

Málsnúmer 202408068Vakta málsnúmer

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi minnisblað, dagsett þann 13. september sl., þar sem gert er grein fyrir umfjöllun byggðaráðs og tillögu vegna endurskoðunar á launakjörum sveitarstjóra, Eyrúnar Ingibjargar Sigþórsdóttur.

Enginn tók til máls.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu skv. minnisblaði byggðaráðs og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að leggja fyrir byggðaráð viðaukabeiðni.

48.Frá 370. fundi sveitarstjórnar þann 18.06.2024; Tillaga um breytingar á Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar. Síðari umræða.

Málsnúmer 202406101Vakta málsnúmer

Á 370. fundi sveitarstjórnar þann 18. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1111. fundi byggðaráðs þann 13. júní sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1103. fundi byggðaráðs þann 11. apríl sl. var m.a. eftirfarandi bókað: "Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að eftirtaldar tillögur um fullnaðarheimild skipulagsráðs verði teknir út skv. tillögu að 7. gr.: 2. Samþykkt og kynning lýsingar deiliskipulags skv. 1.-3.mgr. 40.gr. skipulagslaga 8. Ákvörðun um samþykkt um útgáfu framkvæmdaleyfis skv. 13.gr. skipulagslaga þegar deiliskipulag liggur ekki fyrir. 9. Ákvörðun um samþykkt og útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir matsskyldar framkvæmdir skv. 14.gr. skipulagslaga. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að eftirfarandi 8. gr. verði tekin út í heild sinni: 8.Skipulagsráð afgreiðir eftirtalin verkefni laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 án staðfestingar sveitarstjórnar:1. Veitir umsögn um matsskyldar framkvæmdir skv. 15.gr. (?) laganna. 2. Veitir umsögn um framkvæmdir sem kunna að vera háðar mati á umhverfisáhrifum og tilgreindar eru í flokki B í 1.viðauka laganna. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að gera drög að viðauka við Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar í samræmi við ofangreint." Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að viðauka við Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar, tvær útgáfur: a) Drög að viðauka í samræmi við ofangreinda bókun. b) Drög að viðauka í samræmi við ofangreinda bókun þar sem gert er ráð fyrir að skipulagsráðs fái fullnaðarheimild til úthlutunar á lóðum og samþykkir og gefi út framkvæmdaleyfi skv. 13. gr. og 14. gr. skipulagslaga. Í tillögu að erindisbréfi skipulagsráðs voru gerðar breytingartillögur þess efnis varðandi þessi atriði en voru ekki tilgreind í 7. gr. heldur komu fram í 6. gr. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu skv. b) lið hér að ofan með breytingum sem gerðar voru á fundinum þannig að skipulagsráð fái fullnaðarheimild til að afgreiða framkvæmdaleyfi skv. 13. gr. og að skipulagsráð fái fullnaðarheimild til að úthluta lóðum sem eru auglýstar skv. gildandi deiliskipulagi." Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi tillaga að viðauka, viðauki 1.3., við Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar til fyrri umræðu.Niðurstaða:Til máls tók: Helgi Einarsson. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ofangreindum viðauka við Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar til síðari umræðu í sveitarstjórn eins og hann liggur fyrir."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að viðauka 1.3 um fullnaðarafgreiðslu skipulagsráðs við Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar nr. 408/2022 með síðari breytingum og óskar staðfestingu ráðherra og að breytingin verði auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

49.Frá Sigurði Valdimar Bragasyni; Úrsögn úr veitu- og hafnaráði - varamaður.

Málsnúmer 202409057Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sigurði Valdimar Bragasyni, dagsett þann 9. september sl, þar sem hann óskar lausnar sem varamaður í veitu- og hafnaráði.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreint erindi og veitir Sigurði Valdimar Bragasyni lausn frá störfum sem varamaður í Veitu- og hafnaráði.
Sveitarstjórn þakkar Valdimari fyrir störf hans í þágu sveitarfélagsins.

50.Frá Júlíu Ósk Júlíusdóttur; Beiðni um lausn frá störfum úr umhverfis- og dreifbýlisráði

Málsnúmer 202409079Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Júlíu Ósk Júlíusdóttur, dagsett þann 15. september sl, þar sem Júlía óskar lausnar úr umhverfis- og dreifbýlisráði sem aðalmaður.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreint erindi og veitir Júlíu Ósk lausn frá störfum sem aðalmaður í umhverfis- og dreifbýlisráði.
Sveitarstjórn þakkar Júlíu Ósk fyrir störf hennar í þágu sveitarfélagsins.

51.Kosningar skv. samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202409078Vakta málsnúmer

Til máls tók Lilja Guðnadóttir sem gerði grein fyrir að ekki liggur fyrir tillaga um varamann í veitu- og hafnaráðs í stað Valdimars Bragasonar.


Til máls tók Freyr Antonsson og leggur til að Júlíus Magnússon taki sæti Júlíu Óskar Júlíusdóttur sem aðalmaður í umhverfis- og dreifbýlisráði.

Fleiri tóku ekki til máls.
Ekki komu fram fleiri tillögur og er því Júlíus Magnússon réttkjörinn sem aðalmaður í umhverfis- og dreifbýlisráð.
Kosningu varamanns í veitu- og hafnaráð er frestað.

52.Frá stjórn Leiguíbúðar Dalvíkurbyggðar hses; fundargerð nr. 65.

Málsnúmer 202408044Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Leiguíbúðar Dalvíkurbyggðar nr. 65 frá 21. ágúst sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:56.

Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs