Á 23. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 6. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Arnari Gústafssyni dags. 22. ágúst 2024, þar sem hann óskar eftir því að ekki verði lögð á hann fjallskil þetta haustið því hann hafi ekkert fé á fjalli.Niðurstaða:Ráðið vísar erindinu til Fjallskilanefndar Árskógsdeildar með vísan í 16. gr. Fjallskilasamþykktar sveitarfélaga við Eyjafjörð, en þar segir: ,,Heimilt er þó í hverri fjallskiladeild að veita þeim, sem hafa fé sitt í sauðheldum girðingum sumarlangt, undanþágu frá fjallskilum að hluta eða öllu leyti." Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
,,Heimilt er þó í hverri fjallskiladeild að veita þeim, sem hafa fé sitt í sauðheldum girðingum sumarlangt, undanþágu frá fjallskilum að hluta eða öllu leyti."
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.