Ósk um að ekki verð lögð á fjallskil

Málsnúmer 202408064

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 23. fundur - 06.09.2024

Tekið fyrir erindi frá Arnari Gústafssyni dags. 22. ágúst 2024, þar sem hann óskar eftir því að ekki verði lögð á hann fjallskil þetta haustið því hann hafi ekkert fé á fjalli.
Ráðið vísar erindinu til Fjallskilanefndar Árskógsdeildar með vísan í 16. gr. Fjallskilasamþykktar sveitarfélaga við Eyjafjörð, en þar segir:
,,Heimilt er þó í hverri fjallskiladeild að veita þeim, sem hafa fé sitt í sauðheldum girðingum sumarlangt, undanþágu frá fjallskilum að hluta eða öllu leyti."

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 371. fundur - 17.09.2024

Á 23. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 6. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Arnari Gústafssyni dags. 22. ágúst 2024, þar sem hann óskar eftir því að ekki verði lögð á hann fjallskil þetta haustið því hann hafi ekkert fé á fjalli.Niðurstaða:Ráðið vísar erindinu til Fjallskilanefndar Árskógsdeildar með vísan í 16. gr. Fjallskilasamþykktar sveitarfélaga við Eyjafjörð, en þar segir: ,,Heimilt er þó í hverri fjallskiladeild að veita þeim, sem hafa fé sitt í sauðheldum girðingum sumarlangt, undanþágu frá fjallskilum að hluta eða öllu leyti." Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls tók:

Freyr Antonsson, sem leggur til að þessi liður verði lagður fram til kynningar þar sem ekki liggja fyrir upplýsingar um niðurstöðu fjallskiladeildar Árskógsdeildar.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta.