Umhverfis- og dreifbýlisráð

23. fundur 06. september 2024 kl. 08:15 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson varaformaður
  • Þorvaldur Eyfjörð Kristjánsson aðalmaður
  • Eiður Smári Árnason aðalmaður
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Helga Íris Ingólfsdóttir
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir Deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar
Dagskrá
Júlía Ósk Júlíusdóttir sá sér ekki fært að mæta og mætti Anna Kristín Guðmundsdóttir í hennar stað.
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir því að fá að bæta einu máli við dagskrána; 202303112 Umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Samþykkt samhljóða.

1.Mánaðarlegar skýrslur 2024

Málsnúmer 202402018Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu þeirra málaflokka sem heyra undir ráðið.
Lagt fram til kynningar.

2.Framkvæmdir 2024

Málsnúmer 202401135Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu framkvæmda ársins og fyrirhugaðar framkvæmdir næstu ára.
Lagt fram til kynningar.

3.Gjaldskrár 2025

Málsnúmer 202408083Vakta málsnúmer

Farið yfir drög að gjaldskrám fyrir árið 2025.
Ráðið felur verkefnastjóra þvert á svið að útbúa minnisblað þar sem borinn er saman kostnaður við leyfisgjöld fyrir hunda- og kattahald í nærliggjandi sveitarfélögum fyrir næsta fund þann 23. september nk.
Afgreiðslu á gjaldskrám frestað til næsta fundar.

4.Umókn um búfjárleyfi

Málsnúmer 202408019Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn Valgeirs Vilmundarsonar um búfjárleyfi fyrir fimm hross í Hringsholti.
Erindið samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

5.Ósk um að ekki verð lögð á fjallskil

Málsnúmer 202408064Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Arnari Gústafssyni dags. 22. ágúst 2024, þar sem hann óskar eftir því að ekki verði lögð á hann fjallskil þetta haustið því hann hafi ekkert fé á fjalli.
Ráðið vísar erindinu til Fjallskilanefndar Árskógsdeildar með vísan í 16. gr. Fjallskilasamþykktar sveitarfélaga við Eyjafjörð, en þar segir:
,,Heimilt er þó í hverri fjallskiladeild að veita þeim, sem hafa fé sitt í sauðheldum girðingum sumarlangt, undanþágu frá fjallskilum að hluta eða öllu leyti."

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

6.Fjárhagsáætlun 2025; Ungbarnarólur - leikvellir

Málsnúmer 202408015Vakta málsnúmer

Með rafpósti, dags. 6. ágúst 2024 óskar Dagný Björk Sigurðardóttir eftir því að ungbarnaróla verði sett upp á einum af leikvöllunum á Dalvík.
Búið er að kaupa þrjár ungbarnarólur og eru þær á leið í uppsetningu í Skógarhólum, á Árskógssandi og á Hauganesi.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

7.Fjárhagsáætlun 2025; ungbarnaróla - Hjarðarslóð eða Skógarhólar

Málsnúmer 202408039Vakta málsnúmer

Með rafpósti, dags. 17. ágúst 2024, óskar Kolbrún Svansdóttir eftir því að ungbarnaróla verði sett upp á annað hvor leikvellinum í Skógarhólum eða leikvellinum í Hjarðarslóð.
Búið er að kaupa þrjár ungbarnarólur og eru þær á leið í uppsetningu í Skógarhólum, á Árskógssandi og á Hauganesi.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

8.Fjárhagsáætlun 2025; Skógarhólar, göngustígur og leikvöllur

Málsnúmer 202408014Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Margréti Ásgeirsdóttur, dags. 6. ágúst 2024, þar sem hún fer fram á að göngustígur við Skógarhóla 17 verði yfirfarinn og frágenginn og að leiksvæði í Skógarhólum verði endurnýjað.
Skipulagsbreyting í Skógarhólum er í vinnslu og framkvæmdir í Skógarhólum á framkvæmdaáætlun þessa árs. Leiktæki á leiksvæði í Skógarhólum á að endurnýja núna í haust.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

9.Fjárhagsáætlun 2025; Vegamótm Steinholt, Ungó

Málsnúmer 202408046Vakta málsnúmer

Með rafpósti dagsettum 19. ágúst 2024, óska þau Aðalheiður Kristín Símonardóttir og Bjarni Gunnarsson fyrir hönd Gísla, Eiríks og Helga ehf, eftir að eftirtaldar þrjár framkvæmdir rati á fjárhagsáætlun 2025:
- Breyting á innkeyrslu og aðkomu að húsinu Vegamótum vegna slysahættu.
- Malbikun á Karlsrauðatorgi sunnan Lágar að Steinholti.
- Endurnýjun og breytingu á salernisaðstöðu í anddyri Ungó.
Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til eftirfarandi:
- Að breyting á innkeyrlu að Vegamótum verði á fjárhagsáætlun 2025. Ráðið felur deildarstjóra að ræða við eigendur um útfærslu og kostnaðarskiptingu.
- Að malbikun á Karlsrauðatorgi sunnan Lágar verði á fjárhagsáætlun 2025.
- Breytingar á salernisaðstöðu í Ungó er vísað til þriggja ára áætlunar.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

10.Umsóknir um styrki í framkvæmdasjóð ferðamannastaða

Málsnúmer 202304112Vakta málsnúmer

Á 359. fundi Sveitarsjórnar, þann 6. júní 2023 var samþykkt að fela Framkvæmdasviði að undirbúa umsóknir í framkvæmdasjóð ferðamannastaða árið 2024 í samstarfi við byggðaráð, umhverfis- og dreifbýlisráð, skipulagsráð og veitu- og hafnaráð.
Umhverfis- og dreifbýlisráð felur Framkvæmdasviði og upplýsingafulltrúa að undirbúa umsóknir og sækja um í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða fyrir hugmyndasamkeppnum, deiliskipulagi og hönnun útsýnisstðar við Mígindisfoss í Múla og strandlengju innan þéttbýlisins á Dalvík.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson varaformaður
  • Þorvaldur Eyfjörð Kristjánsson aðalmaður
  • Eiður Smári Árnason aðalmaður
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Helga Íris Ingólfsdóttir
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir Deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar