Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, og María Markúsdóttir, skipulagsfulltrúi, kl. 13:15.
Á 1118. fundi byggðaráðs þann 29. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna - og framkvæmdadeildar, og María Markúsdóttir, skipulagsfulltrúi, kl. 13:15. Á 1113. fundi byggðaráðs þann 27. júní sl. var eftirfarandi bókað: "Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Halla Dögg Káradóttir, veitustjóri, Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, og María Markúsdóttir, skipulagsfulltrúi, kl. 13:15. Á 1106. fundi byggðaráðs þann 8. maí sl. var eftirfarandi bókað: "Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, og Halla Dögg Káradóttir, veitustjóri, kl. 13:15. Á 20. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 3. maí sl. var eftirfarandi bókað: "Farið yfir stöðu framkvæmda á árinu og farið yfir hugmyndir að auka verkefnum. Niðurstaða:Umhverfis- og dreifbýlisráð felur deildarstjóra að kostnaðarmeta hugmyndir að auka verkefnum og leggja fyrir næsta fund. " Til umræðu fjárfestingar, framkvæmdir og viðhald sveitarfélagsins 2024 almennt, hver er staða mála/verkefna almennt, útboð og verðkannanir. Niðurstaða:Lagt fram til kynningar." Til umræðu fjárfestingar, framkvæmdir og viðhald sveitarfélagsins 2024 almennt og hver staða verkefna er. Halla Dögg og María viku af fundi kl. 14:01.Niðurstaða:Byggðaráð þakkar Höllu Dögg, Maríu og Helgu Írisi yfirferðina. Lagt fram til kynningar." Á 22. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 9. ágúst sl. var eftirfarandi bókað: "Farið yfir stöðu framkvæmda ársins. Niðurstaða:Lagt fram til kynningar" Helga Íris og María gerðu grein fyrir stöðu mála hvað varðar framkvæmdir ársins og skipulagsmál.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar."
á 23. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 6. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Farið yfir stöðu framkvæmda ársins og fyrirhugaðar framkvæmdir næstu ára.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar. "
Með fundarboði byggðaráðs fylgdu upplýsingar um stöðu framkvæmda vegna verkefna Eignasjóðs frá Eigna- og framkvæmdadeild sem kynnt var á fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs 6. september sl.
Til umræðu staða framkvæmda í sveitarfélaginu.
Helga Íris vék af fundi kl. 14:06.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að beðið verði með að setja framkvæmdir við Böggvisbraut og Karlsrauðatorg í gang þar til búið er að kafa nánar ofan í forsendur.