Umhverfis- og dreifbýlisráð

19. fundur 05. apríl 2024 kl. 08:15 - 09:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson varaformaður
  • Þorvaldur Eyfjörð Kristjánsson aðalmaður
  • Júlía Ósk Júlíusdóttir aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Helga Íris Ingólfsdóttir
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir Deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar
Dagskrá

1.Mánaðarlegar skýrslur 2024

Málsnúmer 202402018Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

2.Framkvæmdir 2024

Málsnúmer 202401135Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu á framkvæmdum ársins.
Margar framkvæmdir eru að fara í verðkönnunarferli á meðan aðrar þarfnast lengri undirbúningstíma. Tvö verk eru á leið í útboð í apríl.

3.Regluverk um búfjárbeit - sjónarmið matvælaráðuneytis

Málsnúmer 202402078Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað frá Matvælaráðuneytinu, dagsett í febrúar 2024, þar sem fjallað er um sjónarmið ráðuneytisins varðandi regluverk um búfjárbeit.
Í minnisblaðinu kemur fram að ráðuneytið muni ekki, að svo stöddu, beita sér fyrir því eða gefa út samræmdar leiðbeiningar um túlkun fjallskilalaga eða laga um búfjárhald. Ráðuneytið vill þó hvetja sveitarfélög þar sem þessi mál koma til umfjöllunar að taka eftirtalin atriði til skoðunar:
- Að koma á skipulegu samstarfi sveitarfélaga um þessi mál meðal annars til að leita sameiginlegra lausna og deila þekkingu þar sem hún getur haft almennt gildi.
- Að fara yfir hvort til séu uppfærðar afréttarskrár í sveitarfélaginu sbr. ákvæði 6. gr. fjallskilalaga, til þess að ótvírætt sé hvaða svæði innan þeirra séu afréttir og hægt sé að beita ákvæðum fjallskilalaga sem til þeirra taka.
- Að yfirfara og eftir atvikum endurskoða fjallskilasamþykktir með skipulegum hætti, með það að markmiði að nota örugglega þau verkfæri sem eru í fjallskilalögum.
Þó lög um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. séu komin til ára sinna eru reglurnar að mestu leyti skýrar að mati ráðuneytisins og mikilvægt að sveitarfélögin nýti þau verkfæri sem þau hafa samkvæmt lögunum til að skýra réttarástandið, til hagsbóta fyrir landeigendur, bændur og raunar alla íbúa sveitarfélaganna.

4.Efnistaka í landi Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202403123Vakta málsnúmer

Farið yfir gögn varðandi efnisnámur í landi Dalvíkurbyggðar.
Umhverfis- og dreifbýlisráð felur starfsmönnum Framkvæmdasviðs að vinna áfram að úttekt á efnisnámum í landi sveitarfélagsins ásamt því að breyta verklagsreglum vegna innheimtu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

5.Fjallgirðingamál 2024

Málsnúmer 202404026Vakta málsnúmer

Farið yfir málefni fjallgirðinga og viðhaldi á þeim.
Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til að farið verði í endurnýjun fjallgirðinganna milli Upsa, Hóls og Svæðis auk viðhalds á öðrum fjallgirðingum í landi sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 09:45.

Nefndarmenn
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson varaformaður
  • Þorvaldur Eyfjörð Kristjánsson aðalmaður
  • Júlía Ósk Júlíusdóttir aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Helga Íris Ingólfsdóttir
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir Deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar