Efnistaka í landi Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202403123

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 19. fundur - 05.04.2024

Farið yfir gögn varðandi efnisnámur í landi Dalvíkurbyggðar.
Umhverfis- og dreifbýlisráð felur starfsmönnum Framkvæmdasviðs að vinna áfram að úttekt á efnisnámum í landi sveitarfélagsins ásamt því að breyta verklagsreglum vegna innheimtu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 21. fundur - 07.06.2024

Deildarstjóri fór yfir vinnu sem er í gangi við úttekt á efnisnámum í Dalvíkurbyggð.
Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til að sótt verði um viðauka til Byggðaráðs til uppmælinga á námum sveitarfélagsins og mati á efnisgerð.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Skipulagsráð - 23. fundur - 07.08.2024

Lagt fram til umræðu minnisblað um stöðu mála varðandi efnisnámur í landi Dalvíkurbyggðar.
Minnisblaðið var lagt fram á fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 7.júní sl.
Vinna við gerð deiliskipulags fyrir efnistöku-, iðnaðar- og athafnasvæði við Hrísamóa er á forgangslista skipulagsráðs. Stefnumörkun fyrir efnistöku og efnislosun í sveitarfélaginu er vísað til aðalskipulagsgerðar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.