Skipulagsráð

23. fundur 07. ágúst 2024 kl. 14:00 - 16:16 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir formaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Friðjón Árni Sigurvinsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Þorsteinn Ingi Ragnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • María Markúsdóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: María Markúsdóttir Skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Deiliskipulag í landi Upsa

Málsnúmer 201112047Vakta málsnúmer

Á fundi umhverfisráðs Dalvíkurbyggðar þann 2. febrúar 2018 var samþykkt að deiliskipulag fyrir frístunda- og iðnaðarlóðir í landi Upsa verði endurskoðað m.t.t. þess að fella út frístundabyggð á svæðinu. Umrædd breyting kallar á breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020.
Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 28.júní sl. og var afgreiðslu frestað.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulag fyrir frístunda- og iðnaðarlóðir í landi Upsa verði endurskoðað m.t.t. ákvæða í Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og áformum um uppbyggingu nýrra mannvirkja á lóð vatnsveitu Dalvíkur.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

2.Sjávarstígur 2 Hauganesi - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 202404055Vakta málsnúmer

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað frá kæru varðandi þá ákvörðun sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar frá 16.apríl sl. að gera óverulega breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna 0,05 ha lóðar fyrir iðnaðarsvæði á Hauganesi.
Skipulagsstofnun samþykkti þann 18.júlí sl. að farið skyldi með breytinguna sem óverulega skv. 2.mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lagt fram til kynningar.

3.Sjávarstígur 2 Hauganesi - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 202404044Vakta málsnúmer

Grenndarkynningu á áformum um breytingu á deiliskipulagi Hauganess vegna nýrrar 500 m2 lóðar fyrir iðnaðarstarfsemi lauk þann 13. júní sl. Tvær athugasemdir bárust.
Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 28.júní sl. og var afgreiðslu frestað þar til fyrir lægi samþykki Skipulagsstofnunar fyrir því að málsmeðferð samsvarandi aðalskipulagsbreytingar gæti talist óveruleg skv. 2.mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsráð samþykkir framlögð drög að svörum við athugasemdum.

Í ljósi innkominna athugasemda felur skipulagsráð skipulagsfulltrúa að láta vinna eftirarandi breytingar á framlagðri tillögu:
- Byggingarreitur verði minnkaður og staðsetning byggingar afmörkuð frekar.
- Settir verði skilmálar um útlit fyrirhugaðrar byggingar og aðlögun að landslagi.

Uppfærð tillaga verði lögð fram á næsta fundi skipulagsráðs.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

4.Hjarðarslóð 4C - umsókn um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu

Málsnúmer 202401108Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14.júní 2024 þar sem Sigurður Ásgeirsson sækir um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu á lóð nr. 4C við Hjarðarslóð.
Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.
Skipulagsráð samþykkir að áformin verði grenndarkynnt skv. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar fullnægjandi grenndarkynningargögn hafa borist ásamt samþykki allra lóðarhafa á lóð nr. 4 við Hjarðarslóð.
Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Hjarðarslóð 1A-F, 2A-E, 3A-E og 6A-F.
Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar.

5.Karlsbraut 20 - umsókn um stækkun innkeyrslu

Málsnúmer 202407034Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8.júlí 2024 þar sem Maciej Jan Chyla sækir um innkeyrslu að lóð nr. 20 við Karlsbraut.
Ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið.
Afgreiðslu frestað þar til frekari gögn liggja fyrir.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

6.Ektaböð - umsókn um stöðuleyfi fyrir þjónustuhús

Málsnúmer 202407014Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2.júlí 2024 þar sem Jóhann Guðni Reynisson f.h. Ektabaða ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir þjónustuhús á lóð nr. 9 við Hafnargötu á Hauganesi.
Fyrirhugað þjónustuhús verður staðsett utan núverandi byggingarreits lóðarinnar.
Meðfylgjandi er afstöðuteikning.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki erindið.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Útgáfu stöðuleyfis er vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

7.Aðalskipulag Hörgársveitar 2012-2024 - umsagnarbeiðni um skipulagslýsingu vegna Blöndulínu 3

Málsnúmer 202407001Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1.júlí 2024 þar sem Hörgársveit óskar umsagnar Dalvíkurbyggðar um skipulagslýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024 vegna áforma um lagningu Blöndulínu 3.
Umsagnarfrestur var veittur til 29.júlí 2024 en óskað hefur verið eftir fresti til 8.ágúst nk.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við framlagða skipulagslýsingu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

8.Forgangslisti fyrir deiliskipulagsvinnu

Málsnúmer 202304030Vakta málsnúmer

Lagður fram til umræðu listi yfir forgangsverkefni í deiliskipulagsgerð fyrir Dalvíkurbyggð sem samþykktur var á fundi sveitarstjórnar í nóvember sl.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að vinna við deiliskipulagsgerð fyrir eftirfarandi svæði verði sett á forgangslista fyrir deiliskipulagsgerð:

- Verslunar- og þjónustusvæði 406-V.
- Útivistarsvæði frá Hrísahöfða að Böggvisstaðasandi.
- Ahafnasvæði 812-A við Melbrún.
- Skólasvæði við Árskóg.
- Útsýnisstaður í Múla við Mígindisfoss.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

9.Efnistaka í landi Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202403123Vakta málsnúmer

Lagt fram til umræðu minnisblað um stöðu mála varðandi efnisnámur í landi Dalvíkurbyggðar.
Minnisblaðið var lagt fram á fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 7.júní sl.
Vinna við gerð deiliskipulags fyrir efnistöku-, iðnaðar- og athafnasvæði við Hrísamóa er á forgangslista skipulagsráðs. Stefnumörkun fyrir efnistöku og efnislosun í sveitarfélaginu er vísað til aðalskipulagsgerðar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

10.Gjaldskrá skipulags- og byggingarmála í Dalvíkurbyggð - endurskoðun 2024

Málsnúmer 202408005Vakta málsnúmer

Lagðar fram til umræðu gjaldskrár fyrir gatnagerðargjöld og þjónustu byggingarfulltrúa í Dalvíkurbyggð.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

11.Reglur um úthlutun lóða - endurskoðun

Málsnúmer 202301108Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að endurskoðuðum reglum Dalvíkurbyggðar um úthlutun lóða í sveitarfélaginu. Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 1. mars sl. og var afgreiðslu frestað.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

12.Mánaðarlegar skýrslur 2024

Málsnúmer 202402018Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla fyrir málaflokk 09 fyrir janúar- júlí 2024 varðandi stöðu bókhalds í samanburði við heimildir.
Lagt fram til kynningar.

13.Landsskipulagsstefna 2024-2038

Málsnúmer 202406083Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar tillaga til þingsályktunar að landsskipulagsstefnu 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028 sem samþykkt var á Alþingi þann 16.maí sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:16.

Nefndarmenn
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir formaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Friðjón Árni Sigurvinsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Þorsteinn Ingi Ragnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • María Markúsdóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: María Markúsdóttir Skipulagsfulltrúi