Aðalskipulag Hörgársveitar 2012-2024 - umsagnarbeiðni um skipulagslýsingu vegna Blöndulínu 3

Málsnúmer 202407001

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 23. fundur - 07.08.2024

Erindi dagsett 1.júlí 2024 þar sem Hörgársveit óskar umsagnar Dalvíkurbyggðar um skipulagslýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024 vegna áforma um lagningu Blöndulínu 3.
Umsagnarfrestur var veittur til 29.júlí 2024 en óskað hefur verið eftir fresti til 8.ágúst nk.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við framlagða skipulagslýsingu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Byggðaráð - 1116. fundur - 15.08.2024

Á 23. fundi skipulagsráðs þann 7. ágúst sl. var eftirfarndi bókað:
"Erindi dagsett 1.júlí 2024 þar sem Hörgársveit óskar umsagnar Dalvíkurbyggðar um skipulagslýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024 vegna áforma um lagningu Blöndulínu 3. Umsagnarfrestur var veittur til 29.júlí 2024 en óskað hefur verið eftir fresti til 8.ágúst nk.Niðurstaða:Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við framlagða skipulagslýsingu. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og gerir ekki athugasemdir við framlagða skipulagslýsingu Hörgársveitar.