Byggðaráð

1116. fundur 15. ágúst 2024 kl. 13:15 - 16:54 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson, aðalmaður boðaði forföll og Katrín Sif Ingvarsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028

Málsnúmer 202404024Vakta málsnúmer

a) Forsendur Dalvíkurbyggðar með fjárhagsáætlun 2025

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samantekt sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs á helstu almennum og sérstækum forsendum Dalvíkurbyggðar vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2025-2028, fyrstu drög, ásamt fylgigögnum.

b) Drög að fjárhagsramma

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu fyrstu drög að fjárhagsramma vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2025 ásamt fylgigögnum sem gera grein fyrir helstu forsendum og breytingum.

c) Annað


a) Lagt fram til kynningar og verður áfram til umfjöllunar.
b) Lagt fram til kynningar og verður áfram til umfjöllunar.
c) Ekkert fleira.

2.Samþykkt um starfskjör, laun og þóknanir kjörinna fulltrúa

Málsnúmer 202401035Vakta málsnúmer

Á 365. fundi sveitarstjórnar þann 23. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1092. fundi byggðaráðs þann 11. janúar sl. var eftirfarandi bókað: "Með fundarboði byggðaráðs fylgdi ný tillaga sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að samþykkt um starfskjör, laun og þóknanir kjörinna fulltrúa Dalvíkurbyggðar. Drögin hafa fengið umsögn framkvæmdastjórnar og ekki komu fram athugasemdir.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi drög að samþykktinni með breytingu á 1. mgr.í 13. lið og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."Niðurstaða:Til máls tóku: Kristinn Bogi Antonsson. Freyr Antonsson. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að samþykkt um starfskjör, laun og þóknanir kjörinna fulltrúa í Dalvíkurbyggð."

Á fundinum var farið fyrir tillögu að breytingum / leiðréttingum á ofangreindu þannig að liðurinn að aðalmenn í byggðaráði fái 3% af þingfararkaupi fyrir hvern fund falli út.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu og að hún taki gildi frá 1.1.2024.

3.Ráðningarferli í samræmi við 52. gr. Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar ásamt fylgigögnum

Málsnúmer 202205135Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að ferli og leiðbeiningum fyrir stjórnendum vegna ráðninga í störf hjá sveitarfélaginu ásamt fylgigögnum og verklagsreglum.

Til umræðu ofangreint.
Frekari umfjöllun og afgreiðslu frestað.

4.Frá Vegagerðinni; Almenningssamgöngur - samráðsfundur með Vegagerðinni

Málsnúmer 202404034Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir fundargerð, dagsett þann 9. apríl sl., frá Vegagerðinni vegna samráðsfundar um almenningssamgöngur með fulltrúum sveitarfélaga á austanverðum Tröllaskaga. Einnig sátu fundinn fulltrúi frá SSNE og fulltrúar frá Menntaskólanum á Tröllaskaga.

Lagt fram til kynningar.

5.Frá Markaðsstofu Norðurlands; Fundarboð - málefni Flugklasans Air 66N

Málsnúmer 202408025Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur, dagsettur þann 13. ágúst sl., þar sem Markaðsstofa Norðurlands boðar til fundar um málefni Flugklasans Air 66N. Óskað er eftir þátttöku fulltrúa allra sveitarfélaga á Norðurlandi sem og fulltrúa SSNV og SSNE. Fundurinn ver fram á Akureyri mánudaginn 26. ágúst nk. frá kl. 13:00 og áætlaður til kl. 15:00.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Freyr Antonsson og Friðjón Árni Sigurvinsson, upplýsingafulltrúi, sæki fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar, ef þeir hafa tök á.

6.Frá 23. fundi skipulagsráðs þann 07.08.2024; Deiliskipulag í landi Upsa

Málsnúmer 201112047Vakta málsnúmer

Á 23. fundi skipulagsráðs þann 7. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Á fundi umhverfisráðs Dalvíkurbyggðar þann 2. febrúar 2018 var samþykkt að deiliskipulag fyrir frístunda- og iðnaðarlóðir í landi Upsa verði endurskoðað m.t.t. þess að fella út frístundabyggð á svæðinu. Umrædd breyting kallar á breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020. Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 28.júní sl. og var afgreiðslu frestað. Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulag fyrir frístunda- og iðnaðarlóðir í landi Upsa verði endurskoðað m.t.t. ákvæða í Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og áformum um uppbyggingu nýrra mannvirkja á lóð vatnsveitu Dalvíkur. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs um að deiliskipulag fyrir frístunda- og iðnaðarlóðir í landi Upsa verði endurskoðað m.t.t. ákvæða í Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og áformum um uppbyggingu nýrra mannvirkja á lóð Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að ofangreint deiliskipulag verði tekið inn í vinnuna við nýtt aðalskipulag.

7.Frá 23. fundi skipulagsráðs þann 07.08.2024; Hjarðarslóð 4C - umsókn um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu

Málsnúmer 202401108Vakta málsnúmer

Á 23. fundi skipulagsráðs þann 7. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 14.júní 2024 þar sem Sigurður Ásgeirsson sækir um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu á lóð nr. 4C við Hjarðarslóð. Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu. Niðurstaða:Skipulagsráð samþykkir að áformin verði grenndarkynnt skv. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar fullnægjandi grenndarkynningargögn hafa borist ásamt samþykki allra lóðarhafa á lóð nr. 4 við Hjarðarslóð. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Hjarðarslóð 1A-F, 2A-E, 3A-E og 6A-F. Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar. "
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og tillögu að áformin verði grenndarkynnt skv. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar fullnægjandi grenndarkynningargögn hafa borist ásamt samþykki allra lóðarhafa á lóð nr. 4 við Hjarðarslóð. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Hjarðarslóð 1A-F, 2A-E, 3A-E og 6A-F.

8.Frá 23. fundi skipulagsráðs þann 07.08.2024; Ektaböð - umsókn um stöðuleyfi fyrir þjónustuhús

Málsnúmer 202407014Vakta málsnúmer

Á 23. fundi skipulagsráðs þann 7. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 2.júlí 2024 þar sem Jóhann Guðni Reynisson f.h. Ektabaða ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir þjónustuhús á lóð nr. 9 við Hafnargötu á Hauganesi. Fyrirhugað þjónustuhús verður staðsett utan núverandi byggingarreits lóðarinnar. Meðfylgjandi er afstöðuteikning. Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki erindið. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. Útgáfu stöðuleyfis er vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir erindið um stöðuleyfi fyrir þjónustuhús á lóð nr. 9 við Hafnargötu á Hauganesi. Fyrirhugað þjónustuhús verður staðsett utan núverandi byggingarreits lóðarinnar. Útgáfu stöðuleyfis er vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

9.Frá 23. fundi skipulagsráðs þann 07.08.2024; Aðalskipulag Hörgársveitar 2012-2024 - umsagnarbeiðni um skipulagslýsingu vegna Blöndulínu 3

Málsnúmer 202407001Vakta málsnúmer

Á 23. fundi skipulagsráðs þann 7. ágúst sl. var eftirfarndi bókað:
"Erindi dagsett 1.júlí 2024 þar sem Hörgársveit óskar umsagnar Dalvíkurbyggðar um skipulagslýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024 vegna áforma um lagningu Blöndulínu 3. Umsagnarfrestur var veittur til 29.júlí 2024 en óskað hefur verið eftir fresti til 8.ágúst nk.Niðurstaða:Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við framlagða skipulagslýsingu. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og gerir ekki athugasemdir við framlagða skipulagslýsingu Hörgársveitar.

10.Frá 23. fundi skipulagsráðs þann 07.08.2024; Forgangslisti fyrir deiliskipulagsvinnu

Málsnúmer 202304030Vakta málsnúmer

Á 23. fundi skipulagsráðs þann 7. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Lagður fram til umræðu listi yfir forgangsverkefni í deiliskipulagsgerð fyrir Dalvíkurbyggð sem samþykktur var á fundi sveitarstjórnar í nóvember sl. Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að vinna við deiliskipulagsgerð fyrir eftirfarandi svæði verði sett á forgangslista fyrir deiliskipulagsgerð: - Verslunar- og þjónustusvæði 406-V. - Útivistarsvæði frá Hrísahöfða að Böggvisstaðasandi. - Ahafnasvæði 812-A við Melbrún. - Skólasvæði við Árskóg. - Útsýnisstaður í Múla við Mígindisfoss. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Byggðaráð samþykkir með 3 atkvæðum ofangreinda viðbót við forgangslista með því skilyrði að verkefnin séu innan fjárhagsheimilda hverju sinni.

11.Frá 22. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 09.08.2024; Samningur um sorphirðu 2022

Málsnúmer 202201091Vakta málsnúmer

Á 22. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 9. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Samningur um sorphirðu rennur út 31. ágúst nk. Verið er að vinna að útboði á sorphiðu sveitarfélagsins þar sem breytingar eru gerðar á sorphirðu til samræmis við breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um meðhöndlun úrlangs og lögum um úrvinnslugjald (EES-reglur, hringrásarhagkerfi).Niðurstaða:Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til við Byggðaráð að samið verði við Terra um áframhaldandi þjónustu vegna sorphirðu. Samningurinn gildi til 31.12.2024 og byggi á núverandi samningi. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum. "
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs og þá tillögu að samið verði við Terra um áframhaldandi þjónustu vegna sorphirðu til 31.12.2024. Áframhaldandi samningur byggi á núverandi samningi.

12.Frá 22. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 09.08.2024 og frá fjallskilanefnd Svarfaðardalsdeildar; Göngur og réttir í Dalvíkurbyggð 2024

Málsnúmer 202405039Vakta málsnúmer

a) Á 22. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 9. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Umhverfis-og dreifbýlisráð leggur til að vegna sérstakra aðstæðna eftir slæmt vor og ljóst er að uppskerutími verður með seinna móti vegna kals, að seinni göngum verði seinkað um viku, eða til 20.- 21. september. Geta þá bændur á hverju gangnasvæði fyrir sig komið sér saman um hvort fyrstu göngur séu gengnar helgina 6. - 7. september eða 13.- 14. september. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."

b) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi einnig erindi frá fjallskilanefnd Svarfaðardalsdeildar, dagsett þann 12. ágúst sl., þar sem fram kemur að Fjallskilanefnd gerir ekki athugasemd við að göngum og réttum verði frestað um viku vegna aðstæðna við heyöflun en leggur til að fyrri göngur verði 13.-14. september og seinni göngur 20.-21. september. Mikilvægt sé að gengið verði á öllum gangnasvæðum á sama tíma og ekki verði um val bænda hvort fyrri göngur verði 6.-7. eða 13.-14. september. Fjallskilanefnd bendir á að samkvæmt Fjallskilasamþykkt fyrir sveitarfélög við Eyjafjörð er gert ráð fyrir samráði við nágrannasveitarfélög ef vikið er frá tímaramma við ákvörðun haustgangna. Nú þegar hefur Hörgársveit tilkynnt að fyrri göngur verði 11.-15. september, hins vegar hefur ekkert samráð verið haft við Árskógsdeild, en mikilvægt er að samræmi verði í gangnadögum hvort heldur er innan Dalvíkurbyggðar eða við nágrannasveitarfélög.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta málinu um viku og aflað verði upplýsinga um afstöðu fjallskilanefndar á Áskógsströnd og á Dalvík til þess að fresta göngum.

13.Frá 22. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 09.08.2024; Refa- og minkaveiði í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202408002Vakta málsnúmer

Á 22. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 9. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram uppfærð drög að samningi og samþykkt vegna refa- og minkaveiða. Niðurstaða:Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir framlögð drög að samningi og samþykkt með áorðnum breytingum. Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum. "
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind samningsdrög með áorðnum breytingum sem gerðar voru á fundinum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að samþykkt vegna refa- og minkaveiða.

14.Frá 22. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 09.08.2024; Brekka Svarfaðardal - Fyrirspurn um heimreið

Málsnúmer 202407072Vakta málsnúmer

Á 22. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 9. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Með tölvupósti dags. 30. júlí 2024 óskar Freydís Dana Sigurðardóttir, ábúandi í Brekku, eftir aðkomu sveitarfélagsins að breytingum á legu heimreiðarinnar að Brekku til að minnka slysahættu. Vegagerðin mun leggja fram 36,8 % af áætluðum kostnaði við breytinguna.Niðurstaða:Umhverfis- og dreifbýlisráð hafnar erindinu og bendir á að sveitarfélagið komi ekki að viðhaldi á heimreiðum. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs og hafnar erindinu um aðkomu Dalvíkurbyggðar að breytingum á legu heimreiðarinnar að Brekku þar sem sveitarfélagið kemur ekki að viðhaldi á heimreiðum.

15.Frá stjórn húsfélags Ráðhúss Dalvíkur; Fundargerð stjórnar

Málsnúmer 202408018Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar húsfélags Ráðhúss Dalvíkur frá 8. ágúst sl.
Lagt fram til kynningar.

16.Skipulagsráð - 23, frá 07.08.2024.

Málsnúmer 2408001FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 13 liðum.
Liður 1 er sér mál á dagskrá; mál 201112047.
Liður 4 er sér mál á dagskrá; mál 202401108.
Liður 6 er sér mál á dagskrá; mál 202407014.
Liður 7 er sér mál á dagskrá; mál 2024070001.
Liður 8 er sér mál á dagskrá; mál 202304030.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

17.Umhverfis- og dreifbýlisráð - 22, frá 09.08.2024

Málsnúmer 2408002FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 12 liðum.
Liður 3 er sér mál á dagskrá; mál 202201091.
Liður 8 er sér mál á dagskrá; mál 202405039.
Liður 10 er sér mál á dagskrá; mál 202408002.
Liður 11 er sér mál á dagskrá; mál 202407072.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:54.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson, aðalmaður boðaði forföll og Katrín Sif Ingvarsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs