Ráðningarferli í samræmi við 52. gr. Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar - til umræðu

Málsnúmer 202205135

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1027. fundur - 19.05.2022

Þórhalla Karlsdóttir kom inn á fundinn að nýju kl. 13:36.

Í Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar kemur fram í 52. gr. að ráðning annarra starfsmanna en tilgreindir eru í 52. gr. fer eftir lögum og reglum um opinbera stjórnsýslu ásamt vinnuferlum um starfsmannaráðningar sem sveitarfélagið setur. Greinin í heild sinni hljóðar svo;

52. gr.
Um ráðningu annarra starfsmanna.
Sviðsstjórar ráða stjórnendur þeirra stofnana sem undir þá heyra, að undangenginni kynningu fyrir viðkomandi fagnefnd og veita þeim lausn frá störfum.
Stjórnendur með ráðningarvald ráða sitt starfsfólk og veita þeim lausn frá störfum nema vald til slíks sé með lögum fengið öðrum aðilum eða á annan veg mælt fyrir í reglugerðum um sérmál tiltekinna stofnana. Um ráðningu annarra starfsmanna en tilgreindir eru í 52. gr. fer eftir lögum og reglum um opinbera stjórnsýslu ásamt vinnuferlum um starfsmannaráðningar sem sveitarfélagið setur.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu verklagsreglur frá nokkrum sveitarfélögum í samræmi við ofangreint. Í vinnuhópi um Mannauðsstefnu, stjórnendahandbók og starfsmannahandbók hefur verið rætt um að teikna upp ferlið fyrir stjórnendur með ráðningarvald og var sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs falið að móta drög að verklagsreglum.

Til umræðu ofangreint og hvað ofangreindar verklagsreglur þurfa að ná yfir.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að vinna áfram að ofangreindum verklagsreglum.

Byggðaráð - 1116. fundur - 15.08.2024

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að ferli og leiðbeiningum fyrir stjórnendum vegna ráðninga í störf hjá sveitarfélaginu ásamt fylgigögnum og verklagsreglum.

Til umræðu ofangreint.
Frekari umfjöllun og afgreiðslu frestað.

Byggðaráð - 1117. fundur - 22.08.2024

Á 1116. fundi byggðaráðs þann 15. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að ferli og leiðbeiningum fyrir stjórnendum vegna ráðninga í störf hjá sveitarfélaginu ásamt fylgigögnum og verklagsreglum. Til umræðu ofangreint.Niðurstaða:Frekari umfjöllun og afgreiðslu frestað."

Til umfjöllunar ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 371. fundur - 17.09.2024

Á 1117. fundi byggðaráðs þann 22. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1116. fundi byggðaráðs þann 15. ágúst sl. var eftirfarandi bókað: "Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að ferli og leiðbeiningum fyrir stjórnendum vegna ráðninga í störf hjá sveitarfélaginu ásamt fylgigögnum og verklagsreglum. Til umræðu ofangreint.Niðurstaða:Frekari umfjöllun og afgreiðslu frestað." Til umfjöllunar ofangreint.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Til máls tók:
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir.


Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu að ferli og leiðbeiningum fyrir stjórnendur vegna ráðninga í störf hjá sveitarfélaginu ásamt fylgigögnum og verklagsreglum.