Málsnúmer 201801108Vakta málsnúmer
Þórhalla Karlsdóttir vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis kl. 13:30.
Á 343. fundi sveitarstjóranr þann 22. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1018. fundi byggðaráðs þann 24. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: "Á 342. fundi sveitarstjórnar þann 15. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: Á 1015. fundi byggðaráðs þann 3. febrúar 2022 var eftirfarandi bókað:"Á samráðsfundi sveitarstjórna Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar þann 27. janúar 2022 var samþykkt að byggða-/bæjarráð sveitarfélaganna tilnefni hvort um sig tvo fulltrúa í vinnuhóp sem fer yfir bæði rekstrarform málefna fatlaðra og breytingar á barnaverndarmálum og mótar tillögu til sveitarstjórnanna um framtíðarfyrirkomulag. Unnið verði hratt og vel í málinu. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að sveitarstjóri og formaður félagsmálaráðs, Lilja Guðnadóttir, verði fulltrúar Dalvíkurbyggðar í vinnuhópnum." Niðurstaða: Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að sveitarstjóri og formaður félagsmálaráðs, Lilja Guðnadóttir, verði fulltrúar Dalvíkurbyggðar í vinnuhóp með Fjallabyggð. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu tvær fundargerðir vinnuhópsins frá 16. og 18. febrúar, til kynningar. Í 2. fundargerð hópsins er með rökstuddum hætti lagt til að unnið verði út frá þeirri sýn að gerður verði samningur (3. leiðin) á milli sveitarfélaganna um faglegt samstarf í málefnum fatlaðra en að stjórnsýsla og fjármál málaflokksins verði hjá hvoru sveitarfélagi um sig. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vinnuhópurinn vinni að gerð draga að samningi milli sveitarfélaganna og öðrum verkefnum vegna málsins í samræmi við niðurstöðu sem fram kemur í 2. fundargerð hópsins og leggi fyrir byggðaráð." Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi fundargerð nr. 4 frá vinnuhópnum frá 17. maí sl.
Samkvæmt lið 1 eru lögð fram lokadrög að samstarfssamningi ásamt viðaukum 1-4. Vinnuhópurinn samþykkti að leggja drögin fram til afgreiðslu hjá sveitar-/bæjarstjórnum sveitarfélaganna.
Samkvæmt lið 2 þá var vinnuhópnum einnig falið að móta tillögu til sveitarstjórnanna um framtíðarfyrirkomulag vegna breytinga á barnaverndarmálum. Gildistöku nýrra barnaverndarlaga var frestað til áramóta þar sem enn er margt óljóst af hendi Ríkisins og Sambands íslenskra sveitarfélga um framkvæmd laganna. Vinnuhópurinn vísar því þessum lið til nýrra sveitarstjórna sveitarfélaganna og lýkur störfum.