Tekið fyrir erindi frá slökkviliðsstjóra Slökkviliðs Dalvíkur, dagsett þann 17. maí 2022, þar sem samkvæmt ákvörðun á fundi yfirmanna Slökkviliðs Dalvíkur er óskað eftir heimild til að breyta beiðni um búnaðarkaup samkvæmt fjárhagsáætlun 2022. Óskað er eftir að tekinn verði út 1 eldgalli, þar sem fyrir liggur utanaðkomandi styrkur að sama verðmæti. Í stað 4 hjálma verði keyptir 2, en liðinu áskotnuðust 2 hjálmar í haust. Í stað þessa er óskað eftir heimild til að kaupa sjónvarp vegna fjarfunda og 2 tetra talstöðva. Kostnaður er á pari við búnaðarkaupaheimild samkvæmt fjárhagáætlun eða kr. 1.725.081.