Á 953.fundi byggðaráðs þann 3. september 2020 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, þar sem vísað er í bréf til allra sveitarfélaga, dagsett þann 25. janúar 2018, þar sem ráðuneytið óskaði eftir upplýsingum um alla samninga sveitarfélaga sem fela í sér samstarf við önnur sveitarfélög og starfað er eftir, ásamt afritum af þeim. Markmið verkefnisins var að afla heildstæðra upplýsinga um þá samninga sem starfað er eftir í samstarfi sveitarfélaga um land allt og leggja mat á hversu vel þeir samræmast kröfum sem gerðar eru til slíkra samninga í lögum, einkum ákvæðum er varða framsal til töku stjórnvaldsákvarðana. Yfirferð ráðuneytisins leiddi í ljós að ýmsir annmarkar eru á meirihluta samninganna. Ráðuneytið gerir athugasemdir við nokkra samninga sem varða samvinnu sveitarfélagsins við önnur sveitarfélög. Ráðuneytið beinir því til sveitarfélagsins að það yfirfari framangreinda samninga og aðra samninga sem fela í sér samvinnu við önnur sveitarfélög og fer fram á að verða upplýst um afrakstur framangreindrar vinnu eigi síðar en 15. nóvember n.k.
Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs til úrvinnslu.
Í upphaflegu erindi ráðuneytisins voru gerðar athugasemdir við fimm samninga. Þeir samningar eru eftirtaldir:
1. Samþykktir AFE. AFE hefur verið slitið þannig að athugasemdim á ekki lengur við.
2. Samning um kosningu og rekstur á sameiginlegri barnaverndarnefnd, dagsettur þann 23. desember 2002. Til stendur að breyta barnaverndarlögum m.a. hvað varðar skipun barnaverndarnefnda þannig að athugasemdin á ekki lengur við.
3. Samstarfssamningur um sameiginlegt þjónustusvæði Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um þjónustu við fólk með fötlun, dagsett 29. júní 2016. Þessi samningur er aðallega til umfjöllunar í meðfylgjandi minnisblaði bæjarlögmanns.
4. Samningur um rekstur Almannavarnarnefndar Eyjafjarðar, dagsettur 21. desember 2011. Samningur vegna Almannavarnarnefndar Eyjafjarðar hefur verið uppfærður þannig að athugasemdin á ekki lengur við.
5. Samningur um þátttöku í leigu á húsnæði fyrir kennslusaðstöðu Menntaskólans á Tröllaskaga dagsettur í júlí 2016. Samningurinn hefur runnið sitt skeið á enda þannig að athugasemdin á ekki lengur við.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað bæjarlögmanns, dagsett þann 26.11.2021, til Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um ofangreint. Fram kemur m.a. að það liggi beinast við að stofnað verði byggðasamlag um verkefni sem lúta að þjónustu við fatlað fólk sem þá um leið tryggir að búið sé að formfesta samstarf DB og FB hvað varðar þennan málaflokk.