Sveitarstjórn

343. fundur 22. mars 2022 kl. 16:15 - 17:43 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir 1. varamaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Jón Ingi Sveinsson aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir forseti
  • Þórunn Andrésdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Engar athugasemdir voru gerðar við fundarboðun eða fundarboð.

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1017, frá 17.02.2022.

Málsnúmer 2202009FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 12 liðum.
Liður 8 er sér liður á dagskrá.
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1018, frá 24.02.2022.

Málsnúmer 2202011FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 11 liðum.
Liður 2 er sér liður á dagskrá.
Liður 5 er sér liður á dagskrá.
Liður 8 er sér liður á dagskrá.
Liður 11 er sér liður á dagskrá.
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

3.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1019, frá 25.02.2022.

Málsnúmer 2202012FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 2 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

4.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1020, frá 10.03.2022.

Málsnúmer 2203005FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 15 liðum.
Liður 2 er sér liður á dagskrá.
Liður 3 er sér liður á dagskrá.
Liður 4 er sér liður á dagskrá.
Liður 5, a) og b) er sér liður á dagskrá.
Liður 7 er sér liður á dagskrá.
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

5.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1021, frá 17.03.2022

Málsnúmer 2203008FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 20 liðum.
Liður 5 er sér liður á dagskrá.
Liður 9 er sér liður á dagskrá.
Liður 10 er sér liður á dagskrá.
Liður 12 er sér liður á dagskrá.
Liður 13 er sér liður á dagskrá.
Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir, um 6. lið.

Lagt fram til kynningar.

6.Atvinnumála- og kynningarráð - 69, frá 02.03.2022

Málsnúmer 2202013FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 8 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

7.Fræðsluráð - 268, frá 09.03.2022.

Málsnúmer 2203002FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 7 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

8.Íþrótta- og æskulýðsráð - 137, frá 08.03.2022.

Málsnúmer 2203003FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 5 liðum.
Liður 2 er sér liður á dagskrá.
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

9.Landbúnaðarráð - 143, frá 03.03.2022.

Málsnúmer 2203001FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 7 liðum.
Liður 6 er sér liður á dagskrá.
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

10.Umhverfisráð - 369, frá 04.03.2022.

Málsnúmer 2202010FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 13 liðum.
Liður 1 er sér liður á dagskrá.
Liður 4 er sér liður á dagskrá.
Liður 5 er sér liður á dagskrá.
Liður 6 er sér liður á dagskrá.
Liður 8 er sér liður á dagskrá.
Liður 9 er sér liður á dagskrá.
Liður 10 er sér liður á dagskrá.
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

11.Umhverfisráð - 370, frá 17.03.2022

Málsnúmer 2203007FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 15 liðum.
Liður 1 er sér liður á dagskrá.
Liður 2 er sér liður á dagskrá.
Liður 3 er sér liður á dagskrá.
Liður 7 er sér liður á dagskrá.
Liður 8 er sér liður á dagskrá.
Liður 9 er sér liður á dagskrá.
Liður 10 er sér liður á dagskrá.
Liður 11 er sér liður á dagskrá.
liður 12 er sér liður á dagskrá.
Liður 13 er sér liður á dagskrá.
Liður 14 er sér liður á dagskrá.
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

12.Ungmennaráð - 32. frá 11.03.2022.

Málsnúmer 2203006FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 3 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar.

13.Frá 1020. fundi byggðaráðs þann 10.03.2022:Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar. Breytingar eftir yfirferð ráðuneytis.

Málsnúmer 202103144Vakta málsnúmer

Á 1020. fundi byggðaráðs þann 10. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 342. fundi sveitarstjórnar þann 18. janúar sl. var eftirfarandi bókað: Á 341. fundi sveitarstjórnar þann 14. desember 2021 var m.a. eftirfarandi bókað: Á 1009. fundi byggðaráðs þann 09.12.2021 var eftirfarandi bókað: Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfærð tillaga að Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar með tillögum að breytingum til viðbótar þeim sem voru til umfjöllunar á fundi sveitarstjórnar í júní sl. Tekið hefur verið tillit til nýrra leiðbeininga um ritun fundargerðar, leiðbeiningar um fjarfundi og hugmyndir um breytt nefndafyrirkomulag frá og með næsta kjörtímabili. Lagt fram til kynningar og vísað áfram til umfjöllunar. Til máls tók: Katrín Sigurjónsdóttir. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ofangreindum drögum áfram til umfjöllunar í byggðaráði. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi yfirfarin drög að Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar af sveitarstjóra, sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýsluviðs og lögfræðingi frá KPMG. Til viðbótar er ný tillaga að viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind drög að breytingum á Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar eins og þau liggja fyrir og vísar þeim til fyrri umræðu í sveitarstjórn. Til máls tók: Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir þeim breytingatillögum sem gerðar hafa verið á Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhjóða með 7 atkvæðum að vísa Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar til síðari umræðu í sveitarstjórn.Til máls tók: Katrín Sigurjónsdóttir, sem gerði grein fyrir að engar breytingar hafa verið gerðar á tillögum að breytingum á Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar og erindisbréfum landbúnaðarráðs, umhverfisráðs og veitu- og hafnaráðs á milli umræðna. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum: a) Fyrirliggjandi tillögur að breytingum á Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar og vísar þeim til staðfestingar ráðherra. b) Fyrirliggjandi tillögur að breytingum á erindisbréfum landbúnaðarráðs, umhverfisráðs og veitu- og hafnaráðs." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar með tillögum að breytingum eftir yfirferð og ábendingar frá innviðaráðuneytinu.


Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir breytingunum. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum þær breytingar sem gerðar hafa verið á Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar með þeim breytingum sem gerðar hafa verið eftir síðari umræðu í sveitarstjórn.

14.Frá 1020. fundi byggðaráðs þann 10.03.2022; Innrás Rússlands í Úkraínu - flóttamenn

Málsnúmer 202203037Vakta málsnúmer

Á 1020. fundi byggðaráðs þann 10. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, sat fundinn undir þessum lið. a) Á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 25. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: "Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkir einróma að taka undir yfirlýsingu Evrópusamtaka sveitarfélaga, CEMR, um að evrópskir sveitarstjórnarmenn fordæmi brot á sjálfstæði og sjálfræði Úkraínu og lýsi yfir stuðningi og samstöðu með sveitarfélögum í Úkraínu og íbúum þeirra. Sveitarfélagasambandið í Úkraínu er meðlimur í CEMR og undanfarin ár hefur átt sér mikil uppbygging í úkraínskum sveitarfélögum, með stuðningi evrópskra sveitarfélaga, til að efla sjálfsforræði þeirra og bæta þjónustu. Stjórnin hvetur kjörna fulltrúa í íslenskum sveitarfélögum til að undirrita yfirlýsinguna. Jafnframt er vakin athygli á að CEMR beinir því líka til evrópskra sveitarfélaga að lýsa upp byggingar sínar með bláum og gulum lit þjóðfána Úkraínu og draga úkraínska fánann við hún til að undirstrika samstöðu evrópskra sveitarfélaga með Úkraínu. Yfirlýsing Evrópusamtaka sveitarfélaga CEMR. Skrifaðu undir yfirlýsingu Evrópusamtaka sveitarfélaga CEMR." Til umræðu ofangreint. b) Tekinn fyrir rafpóstur frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, dagsettur þann 9. mars 2022, sem er erindi til sveitarfélaga vegna móttöku flóttafólks. Ráðuneytið leitar hér með til sveitarfélagsins um þátttöku í þessu brýna verkefni. Þátttakan getur verið sniðin að stærð og getu hvers sveitarfélags. Þess er óskað að áhugasöm sveitarfélög hafi samband við ráðuneytið með því að senda póst á netfangið frn@frn.is Til umræðu ofangreint. Eyrún vék af fundi kl.08:56. :a) Vísað til umfjöllunar sveitarstjórnar. b) Byggðaráð er áhugasamt um að taka á móti flóttamönnum og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að senda rafpóst á ofangreint netfang. Byggðaráð leggur jafnframt til að hugað verði að samráði og samstarfi við sveitarfélögin í kring í gegnum SSNE."
Til máls tóku:
Þórhalla Karlsdóttir.
Katrín Sigurjónsdóttir.

a)Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að taka undir bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
b)Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu og bókun byggðaráðs.

15.Frá 1017. fundi byggðaráðs þann 17.02.2022: Ósk um fulltrúa í starfshóp um samgöngu- og innviðastefnu.

Málsnúmer 202202068Vakta málsnúmer

Á 1017. fundi byggðaráðs þann 17. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá SSNE, dagsett þann 13. febrúar sl., þar sem óskað er eftir fulltrúa frá Dalvíkurbyggð í starfshóp vegna vinnu við gerð samgöngustefnu SSNE sem hófst á síðasta ári en það er eitt áhersluverkefna SSNE. Hlutverk fulltrúa sveitarfélaga verður að sitja nokkra fundi með þeim sem halda utan um verkefnið, þar sem áskoranir og tækifæri varðandi innviði verða ræddar, upplýsinga aflað frá fulltrúunum og sjónarmið dregin fram. Óskað er eftir að bæði karl og kona verði tilnefnd að teknu lagaákvæðis 28. gr. laga nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að tilnefna Jón Inga Sveinsson og Katrínu Sigurjónsdóttur í starfshópinn, en tilnefna þarf bæði karl og konu."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu og tillögu byggðaráðs.

16.Frá 1018. fundi byggðaráðs þann 24.02.2022; Endurskoðun húsnæðisáætlunar; stafræn húsnæðisáætlun

Málsnúmer 202112032Vakta málsnúmer

Á 1018. fundi byggðaráðs þann 24. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1009. fundi byggðaráðs þann 9. febrúar 2021 var eftirfarandi bókað: Tekinn fyrir rafpóstur frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, dagsettur þann 30. nóvember sl., þar sem fram kemur að í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er lögð mikil áhersla á húsnæðismál en þar segir orðrétt "Við tökum fast utan um húsnæðismálin með því að tryggja aukna samþættingu húsnæðis-, skipulags- og samgöngumála. Við munum beita okkur fyrir stöðugri uppbyggingu húsnæðis um land allt með einföldun regluverks, félagslegum aðgerðum í gegnum almenna íbúðakerfið, samvinnu við sveitarfélög og áherslu á að nauðsynlegar upplýsingar um húsnæðismarkað séu aðgengilegar hverju sinni." Fram kemur að Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga eru gríðarlega mikilvægar og hafa stórt hlutverk í því að auka yfirsýn allra aðila á húsnæðismarkaði. Horft er til þeirra tækifæra sem eru til aukins samstarfs og samfélagslegs árangurs sem næst með þessu verkefni. HMS hóf samstarf með sveitarfélögunum um gerð stafrænna húsnæðisáætlana í október sl. Frá þeim tíma hefur HMS fengið upplýsingar um tengiliði nær allra sveitarfélaga landsins og hefur áætlanagerð farið af stað í þeim flestum. HMS hefur fram til þessa fundað með 39 sveitarfélögum og leiðbeint með vinnslu í nýju áætlanakerfi stafrænna húsnæðisáætlana en borist hafa upplýsingar um tengiliði sem munu vinna í áætlanakerfinu fyrir 62 sveitarfélög. Stefnt er að því að áætlanagerð ljúki 15. desember nk. og að niðurstöður verði kynntar á húsnæðisþingi í janúar nk. Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála í vinnu húsnæðisáætlunar fyrir Dalvíkurbyggð. Lagt fram til kynningar." Samkvæmt reglugerð um húsnæðisáætlanir þá segir að uppfærðum húsnæðisáætlunum skal skila til Íbúðalánasjóðs eigi síðar en 1. mars ár hvert. Meðfylgjandi fundarboði byggðaráðs eru drög að húsnæðisáætlun Dalvíkurbyggðar 2022. Helga Íris vék af fundi kl. 13:34. Byggðaráð þakkar Helgu Írisi og vinnuhópnum fyrir vinnuna við húsnæðisáætlunina og samþykkir áætlunina samhljóða með 3 atkvæðum eins og hún liggur fyrir með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum."
Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda bókun byggðaráðs og fyrirliggjandi húsnæðisáætlun Dalvíkurbyggðar með áorðnum breytingum frá fundi byggðaráðs.

17.Frá 1018. fundi byggðaráðs þann 24.02.2022: Samstarf Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar á sviði félagsmála.

Málsnúmer 201801108Vakta málsnúmer

Á 1018. fundi byggðaráðs þann 24. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 342. fundi sveitarstjórnar þann 15. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: Á 1015. fundi byggðaráðs þann 3. febrúar 2022 var eftirfarandi bókað:"Á samráðsfundi sveitarstjórna Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar þann 27. janúar 2022 var samþykkt að byggða-/bæjarráð sveitarfélaganna tilnefni hvort um sig tvo fulltrúa í vinnuhóp sem fer yfir bæði rekstrarform málefna fatlaðra og breytingar á barnaverndarmálum og mótar tillögu til sveitarstjórnanna um framtíðarfyrirkomulag. Unnið verði hratt og vel í málinu. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að sveitarstjóri og formaður félagsmálaráðs, Lilja Guðnadóttir, verði fulltrúar Dalvíkurbyggðar í vinnuhópnum." Niðurstaða: Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að sveitarstjóri og formaður félagsmálaráðs, Lilja Guðnadóttir, verði fulltrúar Dalvíkurbyggðar í vinnuhóp með Fjallabyggð. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu tvær fundargerðir vinnuhópsins frá 16. og 18. febrúar, til kynningar. Í 2. fundargerð hópsins er með rökstuddum hætti lagt til að unnið verði út frá þeirri sýn að gerður verði samningur (3. leiðin) á milli sveitarfélaganna um faglegt samstarf í málefnum fatlaðra en að stjórnsýsla og fjármál málaflokksins verði hjá hvoru sveitarfélagi um sig. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vinnuhópurinn vinni að gerð draga að samningi milli sveitarfélaganna og öðrum verkefnum vegna málsins í samræmi við niðurstöðu sem fram kemur í 2. fundargerð hópsins og leggi fyrir byggðaráð."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.

18.Frá 1018. fundi byggðaráðs þann 24.02.2022; Nýtt hlutverk fyrir Gamla skóla - umsókn

Málsnúmer 202011083Vakta málsnúmer

Á 1018. fundi byggðaráðs þann 24. febrúar sl. var eftirfarandi bókað :
"Á 345. fundi sveitarstjórnar þann 15. febrúar sl. var samþykkt tillaga byggðaráðs um að fela sveitarstjóra að leita tilboða í hönnun og útboðslýsingu vegna endurbyggingu á Gamla skóla sem og endurbyggingu á elsta hlutanum. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi: fundargerð vinnuhóps um Gamla skóla frá 23.02.2022. Drög að umsókn í C.01. sértæk verkefni vegna sóknaráætlana vegna Nýsköpunar- og fjarvinnsluseturs í Dalvíkurbyggð. Þar kemur fram að elsti hluti Gamla skóla á Dalvík verði endurbyggður til að hýsa verkefnið. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að send verði inn umsókn skv. ofangreindu."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að send verði inn umsókn samkvæmt fyrirliggjandi drögum vegna verkefnis um Nýsköpunar- og fjarvinnsluseturs í Dalvíkurbyggð.

19.Frá 1018. fundi byggðaráðs þann 24.02.2022:Aðalfundur Samorku 2022

Málsnúmer 202202095Vakta málsnúmer

Á 1018. fundi byggðaráðs þann 24. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir rafpóstur frá Samorku, dagsettur þann 14. febrúar 2022, þar sem fram kemur að aðalfundur Samorku 2022 verður haldinn í Norðurljósasal Hörpu, þriðjudaginn 15. mars 2022. Meðfylgjandi er fundarboð, dagskrá, ársreikningur 2021 og tillögur að leiðbeiningum fyrir kjörnefnd. Byggðráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Bjarni Daníel Daníelsson, sviðstjóri framkvæmdasviðs, sæki fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar og fari með umboð Hita-, vatns- og fráveitu Dalvíkurbyggðar á fundinum."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að sviðsstjóri framkvæmdasviðs var fulltrúi Dalvíkurbyggðar á aðalfundi Samorku og fór með umboð veitna Dalvíkurbyggðar.

20.Frá 1020. fundi byggðaráðs þann 10.03.2022:Samstarf 11 sveitarfélaga á Nl.eystra og N4 2022

Málsnúmer 202112090Vakta málsnúmer

Á 1020. fundi byggðaráðs þann 10. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1016. fundi byggðaráðs þann 10. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: Á 342. fundi sveitarstjórnar þann 18. janúar sl. var ofangreint til umfjöllunar og samþykkti sveitarstjórn þá tillögu að sveitarstjórn taki fremur jákvætt í erindið fyrir sitt leyti, en að því gefnu að önnur sveitarfélög séu sama sinnis og að stuðningi verði deilt niður miðað við íbúafjölda sveitarfélaganna. Endanlegri afgreiðslu var frestað þar sem afstaða sveitarfélaganna er enn óljós. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað sveitarstjóra um framvindu málsins sem sveitarstjóri gerði grein fyrir ásamt þeim fundum sem haldnir hafa verið um málið. Lagt fram til kynningar." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá SSNE, dagsettur þann 4. mars sl., þar sem hjálögð eru samningsdrög vegna erindis til sveitarfélaga um samstarf við N4 og erindi frá SSNE, dagsett þann 24. febrúar sl., um samstarf sveitarfélaga innan SSNE og N4. Í meðfylgjandi töflu er að finna tillögu um kostnaðarskiptingu sem lögð er fyrir sveitarfélögin. Samkvæmt tillögunni er hlutur Dalvíkurbyggðar í verkefninu 440.196 kr. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að Dalvíkurbyggð taki þátt í samstarfinu á þeim grunni sem um er rætt í erindi SSNE. Byggðaráð gengur út frá að uppfærð samningsdrög komi til umfjöllunar byggðaráðs og afgreiðslu sveitarstjórnar. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að Dalvíkurbyggð taki þátt í samstarfinu á þeim grunni sem um er rætt í erindi SSNE.

21.Frá 1020. fundi byggðaráðs þann 10.03.2022:Sameiginlegt útboð á slökkviliðsbílum fyrir sveitarfélög Íslands

Málsnúmer 202110066Vakta málsnúmer

Á 1020. fundi byggðaráðs þann 10. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Vilhelm Anton Hallgrímsson, slökkviliðsstjóri og Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, kl. 09:18. Á 340. fundi sveitarstjórnar þann 23. nóvember sl. var eftirfarandi bókað; Á 1004. fundi byggðaráðs þann 04.11.2021 var eftirfarandi bókað: Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá Ríkiskaupum, dagsettur þann 27. október 2021, þar sem fram kemur að á næstu vikum munu Ríkiskaup, í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga, standa að útboði á slökkviliðsbílum. Það er markmið Ríkiskaupa að gerð útboðsgagna og framkvæmd útboðsins endurspegli fjölbreyttar þarfir slökkviliða og þeirra svæða sem þeim er ætlað að þjóna og verða þau unnin í samstarfi við kaupendur og fagaðila með sérþekkingu á málefnasviðinu. Til að ná fram sem mestri hagkvæmni og virði fyrir sveitarfélög landsins köllum við eftir því að þau sveitar- og bæjarfélög sem hyggjast fjárfesta í slökkviliðsbílum á næstu 4-36 mánuðum og hafa áhuga á samstarfi við útboð hafi samband við sérfræðinga Ríkiskaupa og lýsi yfir áhuga (utbod@rikiskaup.is) fyrir 10. nóvember nk. Eftir 10. nóvember verður boðað til kynningarfundar þar sem farið verður yfir verkefnið og í framhaldinu geta sveitarfélög tekið ákvörðun um hvort þau vilja taka þátt eða ekki. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti að fjallað var um málið á fundi framkvæmdastjórnar/innkauparáðs á mánudaginn og innkauparáð getur mælt með að farin verði þessi leið, ef samþykkt verður sú tillaga sem liggur fyrir vegna fjárhagsáætlunar 2022 að festa kaup á nýjum slökkivliðsbíl. Einnig liggur fyrir að áhugi er hjá Framkvæmdasviði og slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar að eiga samstarf við Ríkiskaup um sameiginlegt útboð. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Dalvíkurbyggð taki þátt í ofangreindu útboði með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar um kaup á nýjum slökkvibíl og fjárheimild í fjárhagsáætlun. Til máls tóku: Katrín Sigurjónsdóttir. Þórhalla Karlsdóttir. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við ofangreinda bókun og afgreiðslu byggðaráðs um að Dalvíkurbyggð taki þátt í útboði Ríkiskaupa í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga í sameiginlegu útboði vegna slökkviliðsbíla. Gerður er fyrirvari um samþykki sveitarstjórnar um kaup á nýjum slökkvibíl og fjárheimild í fjárhagsáætlun. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað slökkviliðsstjóra, dagsett þann 8. mars 2022, þar sem gert er grein fyrir ofangreindu útboði og niðurstöðum. Villi og Bjarni Daníel viku af fundi kl. 09:55. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að heimilia slökkviliðsstjóra og sviðsstjóra framkvæmdasviðs að hefja samningaviðræður við tilboðsgjafa og áfram í gegnum Ríkiskaup."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs um heimild til slökkviliðsstjóra og sviðsstjóra framkvæmdasviðs að hefja samningaviðræður við tilboðsgjafa og áfram í gegnum Ríkiskaup.

22.Frá 1020. fundi og 1021. fundi byggðaráðs þann 10.03.2022 og 17.03.2022: Verkefnahópur um farartæki og vinnuvélar - erindi um sölu, tilfærslu og

Málsnúmer 202203048Vakta málsnúmer

Á 1020. og 1021. fundi byggðaráðs þann 10. og 17. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá verkefnahópi Dalvíkurbyggðar um farartæki og vinnuvélar, dagsett þann 28. febrúar sl. : a) Óskað er eftir að bifreiðin Toyota Hilux YJ-175 verði seld. Bíllinn er í geymslu upp í Böggvisstaðarskála og þarfnast viðhalds. Ekki er vitað hvert áætlað söluverð á bifreiðinni getur orðið. b) Óskað er eftir að Toyota Hilux JX-850 (Rauði pallbíllinn) verðu færður/seldur yfir á eignar- og framkvæmdardeild til afnota þar. Bifreiðin Izuzu D-Max (gamli hafnarbíllinn) verði einnig færður/seldur yfir á eigna- og framkvæmdadeild til afnota þar. Á þeim bíl þarf einnig að fara fram breyting á skráningu yfir á blá númer. Áætlaður kostnaður er kr. 11.820. c) Óskað er eftir heimild til að selja verkfærabíl veitna Toyota Hiace DO-476. Búið er að kanna söluverðmæti á bílnum hjá Toyota umboðinu á Akureyri. Það þarf að gera ráð fyrir söluþóknun/launum þegar bíllinn selst sem greiðist af seljanda. Vinnuhópurinn óskar eftir því að andvirði bílsins fari í að kaupa innréttingar og búnað í nýja verkfærabílinn sem búið er að festa kaup á og er kominn til landsins. Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 var gert ráð fyrir 8.000.000,- krónum vsk til kaupa á bílnum og er endanlegt verð ekki komið en reikna má að upphæðin verði rúmar 9.500.000,- og því ekki afgangur til að kaupa innréttingar eða búnað sem þarf í nýja bílinn. Ekki er orðið ljóst hvenær afhending á þeirri bifreið verður til veitna. a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum sölu á bifreiðinni YJ-175. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tilfærslur á bifreiðunum JX-850 og gamla hafnarbílnum. Byggðaráð felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að senda inn viðaukabeiðni til byggðaráðs með tillögu að söluverði. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum umbeðna breytingu á skráningu yfir á blá númer. c) Afgreiðslu frestað og byggðaráð óskar eftir nánari upplýsingum."

"Á 1020. fundi byggðaráðs þann 10. mars sl. var eftirfarandi bókað m.a.; "Tekið fyrir erindi frá verkefnahópi Dalvíkurbyggðar um farartæki og vinnuvélar, dagsett þann 28. febrúar sl. : c) Óskað er eftir heimild til að selja verkfærabíl veitna Toyota Hiace DO-476. Búið er að kanna söluverðmæti á bílnum hjá Toyota umboðinu á Akureyri. Það þarf að gera ráð fyrir söluþóknun/launum þegar bíllinn selst sem greiðist af seljanda. Vinnuhópurinn óskar eftir því að andvirði bílsins fari í að kaupa innréttingar og búnað í nýja verkfærabílinn sem búið er að festa kaup á og er kominn til landsins. Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 var gert ráð fyrir 8.000.000,- krónum vsk til kaupa á bílnum og er endanlegt verð ekki komið en reikna má að upphæðin verði rúmar 9.500.000,- og því ekki afgangur til að kaupa innréttingar eða búnað sem þarf í nýja bílinn. Ekki er orðið ljóst hvenær afhending á þeirri bifreið verður til veitna. c) Afgreiðslu frestað og byggðaráð óskar eftir nánari upplýsingum." Með fundarboði fylgdi rafpóstur frá sviðsstjóra framkvæmdasviðs, dagsettur þann 15. mars sl., þar sem fram kemur að verkfærabíllinn kostar hingað kominn kr. 7.720.657 án vsk. Innrétting og verkfæri eru áætluð kr. 1.100.000 án vsk. Fjármögnun á bílnum eru kr. 8.000.000 heimild í fjárhagsáætlun og ósk um að söluandvirði á bifreið, kr. 800.000 - kr. 900.000. Heildarverð á verkfærabílnum með öllu er þá kr. 8.820.657 án vsk og hann fjármagnaður samkvæmt ofangreindu. Óskað er því eftir heimild til að nota söluandvirði verkfærabíls til að innrétta nýja verkfærabílinn. c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að heimila sölu á verkfærabílnum. Byggðaráð samþykkir jafnframt samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra framkvæmdasviðs að óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2022 þegar tilboð liggur fyrir vegna kostnaðar við innréttingar og verkfæri í nýja verkfærabílinn."

Til máls tók:
Þórhalla Karlsdóttir, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:42. Guðmundur St. Jónsson, 1. varaforseti tók við fundarstjórn undir þessum lið.

Fleiri tóku ekki til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og sölu á bifreiðinni YJ-175, Þórhalla Karlsdóttir tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og tilfærslu á bifreiðunum JX-850 og gamla hafnarbílnum, Þórhalla Karlsdóttir, tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn samhljóða afgreiðslur byggðaráðs um skráningu yfir á blá númer og að sviðsstjóri framkvæmdasviðs þurfi að senda inn viðaukabeiðni.
c) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs og heimilar sölu á verkfærabílnum, Þórhalla Karlsdóttir tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

23.Frá 1021. fundi byggðaráðs þann 17.03.2022:Heilsufarsmælingar 2022

Málsnúmer 202203019Vakta málsnúmer

Þórhalla Karlsdóttir kom inn á fundinn að nýju undir þessum lið kl. 16:44 og tók við fundarstjórn á ný.

Á 1021. fundi byggðaráðs þann 17. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Í starfs- og fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2022 er gert ráð fyrir að bjóða starfsmönnum Dalvíkurbyggðar upp á heilsufarsmælingar. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs sendi út verðfyrirspurn þann 8. mars sl. á 4 aðila. Svör bárust frá 3 aðilum fyrir tilskilinn tíma sem var 16. mars sl. kl. 16:00. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela framkvæmdastjórn / innkauparáði að fjalla um ofangreint og taka ákvörðun, ef innan heimilda í fjárhagsáætlun, hvort og við hvaða aðila á að ganga til samstarfs við um heilsufarsmælingar 2022. Byggðaráð samþykkir jafnframt samhljóða með 3 atkvæðum að allir starfsmenn og kjörnir fulltrúar sem eru á launaskrá hjá sveitarfélaginu sé gefinn kostur á heilsufarsmælingu."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um heilsufarsmælingar starfsmanna og kjörinna fulltrúa.

24.Frá 1021. fundi byggðaráðs þann 17.03.2022: Stofnframlög - opnað fyrir umsóknir

Málsnúmer 202110006Vakta málsnúmer

Á 1021. fundi byggðaráðs þann 17. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1020. fundi byggðaráðs þann 10. mars sl. var eftirfarandi bókað: Á 1018. fundi byggðaráðs þann 24. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: "a) Tekin fyrir frétt af vef HMS þar sem fram kemur að hægt er að sækja um stofnframlög ríkisins á heimasíðu HMS og er umsóknarfrestur til 21. mars 2022. Um er að ræða fyrri úthlutun ársins. Fram kemur að mikilvægt er fyrir umsækjendur og sveitarfélög þar sem sótt er um stofnframlög að hafa eftirfarandi þætti í huga vegna umsókna um stofnframlög: Skila þarf inn staðfestingu um veitingu stofnframlags af hálfu þess sveitarfélags þar sem almennar íbúðir verða staðsettar. Með ofangreindri staðfestingu þarf að fylgja staðfesting á fjárhæð og formi stofnframlags sveitarfélags, Hægt er að nálgast auglýsinguna hér; https://hms.is/media/11557/220217-stofnframlog2_255x390.pdf b) Á heimasíðu Dalvíkurbyggðar er hægt að nálgast reglur Dalvíkurbyggðar um stofnframlög. https://www.dalvikurbyggd.is/static/files/Reglugerdir/fjarmala/Eldra/180823.reglur-dalvikurbyggdar-um-stofnframlog_.pdf Fram kemur í 5 gr. að Dalvíkurbyggð auglýsir eftir umsóknum um stofnframlög að jafnaði einu sinni á ári. a) Lagt fram til kynningar. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Dalvíkurbyggð auglýsi eftir umsóknum um stofnframlög samkvæmt reglum sveitarfélagsins, þannig að umsóknarfrestur verði til og með 9. mars nk." Auglýsing skv. b) lið hér að ofan var birt á heimasíðu Dalvíkurbyggðar þann 28. febrúar 2022, sbr. https://www.dalvikurbyggd.is/is/frettir-1/category/1/opid-fyrir-umsoknir-um-stofnframlog-1. Engar umsóknir bárust um stofnframlög frá Dalvíkurbyggð. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að framlengja umsóknarfrest til og með 16. mars nk." Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti að engar umsóknir bárust Dalvíkurbyggð eftir að frestur var framlengdur. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að framlengja frestinn til og með 21. mars nk. Byggðaráð samþykkir jafnframt að þeim aðilum sem vitað er um að mögulega geta sótt um stofnframlög verði send ábending um framlengdan frest. "
Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslur byggðaráðs hvað varðar framlengda fresti. Engar umsóknir bárust Dalvíkurbyggð um stofnframlag.

25.Frá 1021. fundi byggðaráðs þann 17.03.2022:Vinabæjasamstarf; undirbúningur fyrir Dalvíkurbyggð 2021

Málsnúmer 202001002Vakta málsnúmer

Á 1021. fundi byggðaráðs þann 17. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1020. fundi byggðaráðs þann 10. mars sl. var eftirfarandi bókað: "Á 327. fundi sveitarstjórnar þann 15. september 2020 var eftirfarandi bókað: Á 930. fundi byggðaráðs þann 9. janúar 2020 var sveitarstjóra falið að senda hugmynd um breyttar áherslur vinabæjarmótanna til hinna vinabæjanna í samstarfinu. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur, dagsettur þann 31. ágúst 2020, frá Borga (Porvoo) sem er svar við rafpósti sveitarstjóra frá 28. janúar 2020 varðandi vangaveltur um hvernig á að fara með fyrirhugað vinabæjamót 2021 i ljósi stöðu mála vegna Covid vírusar. a) Halda áfram með áætlanir um mót á Dalvík 2021? b) Hætta við undirbúningsfund 2020 og halda hann árið 2021 með því markmiði af hafa mótið 2022 á Dalvik ? c) Setja allar áætlanir á bið og taka stöðuna í ágúst 2021 ? d) Aðrar tillögur. Til umræðu ofangreint. Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að allar áætlanir um vinabæjamót og undirbúnings þess verði sett á bið og staðan tekin í ágúst 2021. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá vinabænum Lund, dagsettur þann 3. mars 2022, þar sem innt er eftir hvort Dalvíkurbyggð sé farið að huga að hvort og þá hvenær sé fyrirhugaður undirbúningsfundur fyrir mót í Dalvíkurbyggð. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir að í fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2022 er ekki gert ráð fyrir kostnaði vegna vinabæjasamstarfs. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum til umsagnar framkvæmdastjórnar og að málið komi síðan aftur fyrir byggðaráð." Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir umsögn framkvæmdastjórnar. Framkvæmdastjórn leggur til að þiggja boð frá Lund um að þau haldi áformaðan undirbúningsfund í fjarfundi og að áherslan verði á samstarf og samráð ungmenna. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum þá tillögu framkvæmdastjórnar að óskað verði eftir því við Lund að halda áformaðan undirbúningsfund í fjarfundi. Byggðaráð samþykkir jafnframt að vísað verði til Ungmennaráðs að áherslan verði á samstarf og samráð ungmenna."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að óskað verði eftir við Lund að halda áformaðan undirbúningsfund í fjarfundi og að vísað verði til Ungmennaráðs að áherslan verði á samstarf og samráð ungmenna.

26.Frá 1021. fundi byggðaráðs þann 17.03.2022:Aflétting á kvöðum vegna sölu á Brimnesbraut 33

Málsnúmer 202203057Vakta málsnúmer

Á 1021. fundi byggðaráðs þann 17. mars 2022 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Fasteignasölunni Byggð, rafpóstur dagsettur þann 8. mars sl., þar sem óskað er eftir afléttingu á kvöðum vegna sölu á eigninni við Brimnesbraut 33 en íbúðin er háð ákvæðum laga um félagslegar kaupleiguíbúðir, eins og þau eru á hverjum tíma. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum afléttingu á öllum ofangreindum kvöðum er snúa að Dalvíkurbyggð. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og afléttingu á öllum kvöðum er snúa að Dalvíkurbyggð vegna Brimnesbrautar 33.

27.Frá 137. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 08.03.2022: Reglur um kjör á íþróttamanni ársins

Málsnúmer 201702031Vakta málsnúmer

Á 137. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 8. mars 2022 var eftirfarandi bókað:
"Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til breytingar á reglum um kjör á íþróttamanni ársins. Helsta breyting er að ráðið leggur til að tilnefningar skuli berast inn eigi síðar en 1. desember. Þó verði hægt að skila inn afrekum sem vinnast í desember alveg til og með 31. desember. Með þessu móti verði þá hægt að forvinna alla vinnu. Einnig gefst ráðinu þá tími til að skoða hvort það séu aðilar utan félaga í Dalvíkurbyggð sem ætti að tilnefna. Reglurnar samþykktar með 5 atkvæðum og er þeim vísað til sveitarstjórnar til samþykktar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofagreinda afgreiðslu íþrótta- og æskulýðsráðs og fyrirliggjandi reglur um kjör á íþróttamanni ársins.

28.Frá 143. fundi landbúnaðarráðs þann 03.03.2022: 100 ára afmæli Tunguréttar 2023

Málsnúmer 202202120Vakta málsnúmer

Á 143. fundi landbúnaðarráðs þann 3. mars 2022 var eftirfarandi bókað:
"Tungurétt á 100 ára afmæli árið 2023. Nú þegar eru nokkrir áhugamenn farnir að huga að því að undirbúa afmælið. Landbúnaðarráð óskar eftir því að sveitarfélagið komi að og styðji við hugmyndir tengdar 100 ára afmæli Tunguréttar. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Til máls tóku:
Guðmundur St. Jónsson.

Katrín Sigurjónsdóttir, sem leggur fram eftirfarandi tillögu að afgreiðslu:
"Sveitarstjórn óskar áhugamönnum góðs gengis við undirbúning afmælisins. Forstöðumaður Héraðsskjalasafns hefur lýst velvilja á að vera hópnum innan handar við gagnaöflun í tengslum við afmælið en þar er m.a. til mikið af skemmtilegum ljósmyndum frá Tungurétt í gegnum árin. Það yrði aðkoma Dalvíkurbyggðar."

Jón Ingi Sveinsson.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu að afgreiðslu.

29.Frá 369. fundi umhverfisráðs þann 04.03.2022:Dalvíkurlína 2 - lega jarðstrengs

Málsnúmer 202108059Vakta málsnúmer

Á 369. fundi umhverfisráðs þann 4. mars 2022 var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram til kynningar fundargerð samráðshóps vegna lagningu Dalvíkurlínu 2. Fyrir fundinum lágu einnig skilgreindir valkostir fyrir strenglagningu Dalvíkurlínu 2 frá Hámundarstaðahálsi og að tengivirki í Höfða, en um er að ræða fjórar mismunandi lagnaleiðir. Umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að leið 3 verði valin, þ.e. að lagnaleiðin verði samsíða þjóðveginum að norðan. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Til máls tók:
Jón Ingi Sveinsson.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og tillögu um leið 3, þ.e. að lagnaleiðin verði samsíða þjóðveginum að norðan.

30.Frá 369. fundi umhverfisráðs þann 04.03.2022:Krílakot - Endurnýjun á leikskólalóð

Málsnúmer 202202100Vakta málsnúmer

Á 369. fundi umhverfisráðs þann 4. mars 2022 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Gísla Bjarnasyni, sviðsstjóra Fræðslusviðs Dalvíkurbyggðar, þar sem hann óskar eftir stækkun lóðar Krílakots (Karlsrauðatorg 23) vegna endurnýjunar á leiksvæði leikskólans. Erindi samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls tók Katrín Sigurjónsdóttir sem leggur til að þessum lið verði vísað til byggðaráðs.

Einnig tók til máls:
Þórhalla Karlsdóttir.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu um að vísa þessum lið til byggðaráðs.

31.Frá 369. fundi umhverfisráðs þann 04.03.2022: Leyfi til uppsetningar á smíðaverkefnum meðfram stígum ofan við Bögg

Málsnúmer 202203013Vakta málsnúmer

Á 369. fundi umhverfisráðs þann 4. mars sl., var eftirfarandi bókað:
"Lagður fram tölvupóstur frá Magneu Helgadóttur, þar sem hún, fyrir hönd nemenda Dalvíkurskóla óskar eftir leyfi til þess að koma verkgreinaverkefnum nemenda Dalvíkurskóla í sýningu meðfram göngustígum ofan við Bögg. Erindi samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir.
Þórhalla Karlsdóttir.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og leyfi fyrir sýningu á verkgreinaverkefnum nemenda Dalvíkurskóla meðfram göngustígnum ofan við Bögg.

32.Frá 369. fundi umhverfisráðs þann 04.03.2022: Ósk um breytingu á reglum og svæði fyrir lausagöngu hunda

Málsnúmer 202203012Vakta málsnúmer

Á 369. fundi umhverfisráðs þann 4. mars 2022 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Fanneyju Davíðsdóttur fyrir hönd hundaeigenda í Dalvíkurbyggð þar sem óskað er eftir aðgengilegra hundasvæði yfir vetrartímann. Einnig eru viðraðar hugmyndir um afgirt hundasvæði meira miðsvæðis. Umhverfisráð leggur til að komið verði til móts við hundaeigendur með því að leyfa lausagöngu hunda í Hrísahöfða frá 1. nóvember til 31. mars, með fyrirvara um leyfi umsjónarnefndar Friðlands Svarfdæla. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og tillögu um að koma til móts við hundaeigendur með því að leyfa lausagöngu hunda í Hrísahöfða frá 1. nóvember til 31. mars, með fyrirvara um leyfi umsjónarnefndar Friðlands Svarfdæla.

33.Frá 369. fundi umhverfisráðs þann 04.03.2022:Gjaldskrá fyrir Böggvisstaðaskála

Málsnúmer 202202119Vakta málsnúmer

Á 369. fundi umhverfisráðs þann 4. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram drög að uppfærðri gjaldskrá fyrir leigu í Böggvisstaðaskála árið 2022. Umhverfisráð samþykkir framlagða gjaldskrá. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá vegna leigu í Böggvisstaðaskála 2022.

34.Frá 369. fundi umhverfisráðs þann 04.03.2022:Verkefni vegna innleiðingar hringrásarhagkerfis

Málsnúmer 202111007Vakta málsnúmer

Á 369. fundi umhverfisráðs þann 4. mars 2022 var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir tölvupóstur, dagsettur 28. febrúar 2022, þar sem Eygerður Margrétardóttir, fyrir hönd Sambands íslenskra sveitarfélaga, vekur athygli sveitarfélaga á verkefninu ,,Samtaka um hringrásarhagkerfið" sem er hugsað til þess að aðstoða sveitarfélög við að innleiða fyrirhugaðar breytingar á úrgangsstjórnun sinni. Vekefninu er skipt í þrjá verkefnahluta og hægt er að skrá sveitarfélög til þátttöku til 11. mars nk. Umhverfisráð leggur til að Dalvíkurbyggð nýti tækifærið og taki þátt í verkefninu. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og að Dalvíkurbyggð taki þátt í þessu verkefni, "Samtaka um hringrásarhagkerfið".

35.Frá 369. fundi umhverfisráðs þann 04.03.2022:Breyting á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna deiliskipulags Hauganess

Málsnúmer 202111093Vakta málsnúmer

Á 369. fundi umhverfisráðs þann 4. mars 2022 var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram endurnýjuð tillaga að aðalskipulagsbreytingu á Hauganesi, en Skipulagsstofnun gerði athugasemdir við framsetningu og málsmeðferð við auglýsingu fyrri tillögu. Umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að aðalskipulagsbreyting þessi verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls tóku:
Jón Ingi Sveinsson.
Katrín Sigurjónsdóttir.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og að aðalskipulagsbreyting þessi vegna deiliskipulags Hauganess verði auglýst samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

36.Frá 370. fundi umhverfisráðs þann 17.03.2022: Deiliskipulag Hauganesi

Málsnúmer 201901044Vakta málsnúmer

Á 370. fundi umhverfisráðs þann 17. mars 2022 var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram að nýju deiliskipulagstillaga fyrir Hauganes unnin af Ágústi Hafsteinssyni skipulagsráðgjafa. Fyrri deiliskipulagstillaga fyrir Hauganes var samþykkt í sveitarstjórn þann 14. desember 2021 og var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 20. desember til 14. febrúar 2022. Á auglýsingatíma bárust athugasemdir frá 14 aðilum sem sumar hverjar gáfu tilefni til breytinga sem varð til þess að ákveðið var að auglýsa uppfærða deiliskipulagstillögu. Umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu og leggur til við sveitarstjórn að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu. Sveitarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum að tillagan verði auglýst samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Jón Ingi Sveinsson situr hjá.

37.Frá 370. fundi umhverfisráðs þann 17.03.2022:Deiliskipulag við Dalbæ og Karlsrauðatorg

Málsnúmer 202202043Vakta málsnúmer

Á 370. fundi umhverfisráðs þann 17. mars 2022 var eftirfarandi bókað:
"Lagðar fram skipulagshugmyndir fyrir deiliskipulag við Dalbæ og Karlsrauðatorg unnar af Ágústi Hafsteinssyni. Ágúst vék af fundi kl. 10:04. Umhverfisráð leggur til að unnin verði skipulagslýsing fyrir deiliskipulag svæðisins og það útvíkkað þannig að það taki einnig til lóðar Krílakots og Staðarhóls. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu umhverfisráðs um að unnin verði skipulagslýsing fyrir deiliskipulag svæðisins við Dalbæ og Karlsrauðatorg og það útvíkkað þannig að það taki einnig til lóðar Krílakots og Staðarhóls.

38.Frá 370. fundi umhverfisráðs þann 17.03.2022: Umsókn um lóð - Gunnarsbraut 8 - deiliskipulagsbreyting.

Málsnúmer 202106086Vakta málsnúmer

Á 370. fundi umhverfisráðs þann 17. mars 2022 var eftirfarandi bókað:
"Þann 21. september 2021 samþykkti sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar afgreiðslu umhverfisráðs um að lóðirnar við Gunnarsbraut 8 og Gunnarsbraut 10 yrðu sameinaðar og að breyting á deiliskipulagi Dalvíkurhafnar yrði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagsbreytingin var í auglýsingu frá 20. desember 2021 til 1. febrúar 2022. Engin athugasemd barst á auglýsingatímanum. Umhverfisráð leggur til að deiliskipulagsbreytingin taki gildi og verði auglýst í B deild stjórnartíðinda. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og samþykkir gildistöku deiliskipulagsbreytingarinnar vegna sameiningu á lóðunum við Gunnarsbraut 8 og Gunnarsbraut 10 og að hún verði auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

39.Frá 370. fundi umhverfisráðs þann 17.03.2022:Umsókn um lóð - Árbakki

Málsnúmer 202203029Vakta málsnúmer

Á 370. fundi umhverfisráðs þann 17. mars 2022 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Lolu Kahn og Laurent David Michel Patrizio, dagsett 4. mars 2022, umsókn um að fá að byggja gestahús á lóð með Landnúmer 152224, Árbakka, Árskógssandi. Umhverfisráð hafnar umsókn um lóðina L152224 á Árskógssandi þar sem að í gildandi aðalskipulagi er gert ráð fyrir íbúðabyggð á svæðinu en ekki ferðaþjónustu. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um að hafna umsókn um lóðina L152224 á Árskógssandi.

40.Frá 370. fundi umhverfisráðs þann 17.03.2022:Umsókn um lóð - Öldugata 8

Málsnúmer 202203030Vakta málsnúmer

Á 370. fundi umhverfisráðs þann 17. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá EGO hús ehf., dagsett 6. mars 2022, umsókn um að fá úthlutað lóðinni að Öldugötu 8, Árskógssandi til byggingar parhúss eða raðhúss. Umhverfisráð samþykkir erindið og felur skipulags- og tæknifulltrúa að úthluta lóðinni. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum. Júlíus tók ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis."
Til máls tóku:
Guðmundur St. Jónsson.
Katrín Sigurjónsdóttir.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og úthlutun á lóðinni við Öldugötu 8, Árskógssandi.

41.Frá 370. fundi umhverfisráðs þann 17.03.2022: Umsókn um lóðir - Öldugata 12, 14 og 16

Málsnúmer 202203031Vakta málsnúmer

Á 370. fundi umhverfisráðs þann 17. mars 2022 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá EGO hús ehf., dagsett 6. mars 2022, umsókn um að fá úthlutað lóðunum að Öldugötu 12, 14 og 16, Árskógssandi til byggingar þriggja parhúsa eða raðhúsa. Umhverfisráð samþykkir erindið og felur skipulags- og tæknifulltrúa að úthluta lóðunum. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum. Júlíus tók ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis. "
Til máls tóku:
Guðmundur St. Jónsson.
Katrín Sigurjónsdóttir.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og úthlutun á lóðunum við Öldugötu 12, Öldugötu 14 og Öldugötu 16 á Árskógssandi til byggingar þriggja parhúsa eða raðhúsa.

42.Frá 370. fundi umhverfisráðs þann 17.03.2022:Umsókn um lóðir - Klapparstígur 4 og 6

Málsnúmer 202203044Vakta málsnúmer

Á 370. fundi umhverfisráðs þann 17. mars 2022 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá EGO hús ehf., dagsett 8. mars 2022, umsókn um að fá úthlutað lóðunum að Klapparstíg 4 og 6, Hauganesi til byggingar parhúss eða raðhúss. Umhverfisráð samþykkir erindið og felur skipulags- og tæknifulltrúa að úthluta lóðunum. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum. Júlíus tók ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis. "
Til máls tóku:
Guðmundur St. Jónsson.
Katrín Sigurjónsdóttir.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og úthlutun á lóðunum við Klapparstíg 4 og Klapparstíg 6, Hauganesi, til byggingar parhúss eða raðhúss.

43.Frá 370. fundi umhverfisráðs frá 17.03.2022:Umsókn um lóð - Klapparstígur 9

Málsnúmer 202203042Vakta málsnúmer

Á 370. fundi umhverfisráðs þann 17. mars 2022 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá EGO hús ehf., dagsett 8. mars 2022, umsókn um að fá úthlutað lóðunum að Klapparstíg 9, Hauganesi til byggingar raðhúss. Umhverfisráð samþykkir erindið og felur skipulags- og tæknifulltrúa að úthluta lóðinni. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum. Júlíus tók ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis."
Til máls tóku:
Guðmundur St. Jónsson.
Katrín Sigurjónsdóttir.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og úthlutun á lóðinni við Klapparstíg 9, Hauganesi til byggingar raðhúss.

44.Frá 370. fundi umhverfisráðs þann 17.03.2022: Umsókn um lóð - Klapparstígur 8

Málsnúmer 202203043Vakta málsnúmer

Á 370. fundi umhverfisráðs þann 17. mars 2022 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá EGO hús ehf., dagsett 8. mars 2022, umsókn um að fá úthlutað lóðinni að Klapparstíg 8, Hauganesi til byggingar raðhúss. Umhverfisráð samþykkir erindið og felur skipulags- og tæknifulltrúa að úthluta lóðinni. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum. Júlíus tók ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis."
Til máls tóku:
Guðmundur St. Jónsson.
Katrín Sigurjónsdóttir.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og úthlutun á lóðinni við Klapparstíg 8, Hauganesi til byggingar raðhúss.

45.Frá 370. fundi umhverfisráðs þann 17.03.2022: Endurnýjun lóðarleigusamnings - Bárugata 1

Málsnúmer 202203022Vakta málsnúmer

Á 370. fundi umhverfisráðs þann 17. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Þorleifi Alberti Reimarssyni, dagsett 3. mars 2022, ósk um endurnýjun á lóðaleigusamning fyrir Bárugötu 1 vegna eigendaskipta eignarinnar. Erindið er samþykkt og skipulags- og tæknifulltrúa er falið að ganga frá nýjum lóðarleigusamningi fyrir Bárugötu 1. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og endurnýjun á lóðaleigusamningi fyrir Bárugötu 1 vegna eigendaskipta.

46.Frá 370. fundi umhverfisráðs þann 17.03.2022: Endurnýjun lóðarleigusamnings - Karlsbraut 20

Málsnúmer 202203072Vakta málsnúmer

Á 370. fundi umhverfisráðs þann 17. mars 2022 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Önnu Jablonska, dagsett 15. mars 2022, umsókn um endurnýjun lóðarleigusamnings fyrir Karlsbraut 20 vegna eigendaskipta eignarinnar. Erindið er samþykkt og skipulags- og tæknifulltrúa er falið að ganga frá nýjum lóðarleigusamningi fyrir Karlsbraut 20 með fyrirvara um samþykki meðeigenda hússins. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og endurnýjun lóðarleigusamnings fyrir Karlsbraut 20 vegna eigendaskipta.

Fundi slitið - kl. 17:43.

Nefndarmenn
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir 1. varamaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
  • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Jón Ingi Sveinsson aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir forseti
  • Þórunn Andrésdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs