Á 1018. fundi byggðaráðs þann 24. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"a) Tekin fyrir frétt af vef HMS þar sem fram kemur að hægt er að sækja um stofnframlög ríkisins á heimasíðu HMS og er umsóknarfrestur til 21. mars 2022. Um er að ræða fyrri úthlutun ársins.
Fram kemur að mikilvægt er fyrir umsækjendur og sveitarfélög þar sem sótt er um stofnframlög að hafa eftirfarandi þætti í huga vegna umsókna um stofnframlög:
Skila þarf inn staðfestingu um veitingu stofnframlags af hálfu þess sveitarfélags þar sem almennar íbúðir verða staðsettar.
Með ofangreindri staðfestingu þarf að fylgja staðfesting á fjárhæð og formi stofnframlags sveitarfélags,
Hægt er að nálgast auglýsinguna hér;
https://hms.is/media/11557/220217-stofnframlog2_255x390.pdfb) Á heimasíðu Dalvíkurbyggðar er hægt að nálgast reglur Dalvíkurbyggðar um stofnframlög.
https://www.dalvikurbyggd.is/static/files/Reglugerdir/fjarmala/Eldra/180823.reglur-dalvikurbyggdar-um-stofnframlog_.pdfFram kemur í 5 gr. að Dalvíkurbyggð auglýsir eftir umsóknum um stofnframlög að jafnaði einu sinni á ári.
a) Lagt fram til kynningar.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Dalvíkurbyggð auglýsi eftir umsóknum um stofnframlög samkvæmt reglum sveitarfélagsins, þannig að umsóknarfrestur verði til og með 9. mars nk."
Auglýsing skv. b) lið hér að ofan var birt á heimasíðu Dalvíkurbyggðar þann 28. febrúar 2022, sbr.
https://www.dalvikurbyggd.is/is/frettir-1/category/1/opid-fyrir-umsoknir-um-stofnframlog-1. Engar umsóknir bárust um stofnframlög frá Dalvíkurbyggð.