Byggðaráð

1005. fundur 11. nóvember 2021 kl. 08:15 - 12:01 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Framkvæmdasvið - framtíðarsýn

Málsnúmer 202106124Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs starfsmenn Framkvæmdasviðs Dalvíkurbyggðar; Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri Framkvæmdasviðs, Helga Íris Ingólfsdóttir, skipulags- og tæknifulltrúi, Rúnar Helgi Óskarsson, verkstjóri veitna, Rúnar Þór Ingvason, hafnavörður/hafnsögumaður, Ari Trausti Ámundason, starfsmaður veitna, Elmar Örn Jónsson, starfsmaður veitna, Jón Þórir Baldvinsson, hafnavörður, Björn Björnsson, hafnavörður, Einar Ísfeld Steinarsson, starfsmaður Eigna- og framkvæmdadeildar, Vilhelm Anton Hallgrímsson, slökkviliðsstjóri og Steinþór Björnsson, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar. Kristján Guðmundsson, starfsmaður Eigna- og framkvæmdadeildar, hafði ekki tök á að mæta.

Á 331. fundi sveitarstjórnar þann 19. janúar sl. var samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum tillaga að skipulagsbreytingu þannig að Umhverfis- og tæknisvið og Veitu- og hafnasvið var sameinað í eitt nýtt svið; Framkvæmdasvið. Meginmarkmið skipulagsbreytinganna er að auka skilvirkni í stjórnkerfinu, bæta þjónustu og samhæfa rekstur og starfsemi þeirra málaflokka er undir hið nýja svið heyra. Sveitarstjórn samþykkti jafnframt samhljóða á sama fundi skipurit fyrir Framkvæmdasvið og er það aðgengilegt á heimasíðu sveitarfélagsins;
https://www.dalvikurbyggd.is/is/stjornsysla/stjornkerfi/skipurit/skipurit-framkvaemdasvids

Til umræðu ofangreint; uppbygging og framtíðarsýn Framkvæmdasviðs.

Starfsmenn Framkvæmdasviðs viku allir af fundi kl. 10:00.
Bjarni Daníel vék af fundi kl. 10:30.

Byggðaráð þakkar starfsmönnum Framkvæmdasviðs fyrir góðan fund og umræður.

2.Frá Framkvæmdasviði; Styrkir til verkefna á sviði orkuskipta

Málsnúmer 202105131Vakta málsnúmer

Á 1000. fundi byggðaráðs þann 14. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Helga Íris Ingólfsdóttir, skipulags- og tæknifulltrúi, kl. 15:00.

Á 996. fundi byggðaráðs þann 16. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 337. fundi sveitarstjórnar þann 15. júní 2021 var eftirfarandi bókað: "Á 353. fundi umhverfisráðs þann 28. maí sl. var eftirfarandi bókað: "Orkusjóður auglýsir eftir styrkumsóknum og þar á meðal til uppsetningar á hleðslustöðvum við gististaði og fjölsótta ferðamannastaði. Umhverfisráð leggur til að sveitarfélagið sendi inn umsóknir til Orkusjóðs fyrir hleðslustöðvum á ferjuhöfninni á Árskógssandi og hafnarsvæðinu á Hauganesi. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. " Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um að senda inn umsóknir til Orkusjóðs fyrir tilgreindar hleðslustöðvar." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá Helgu Írisi Ingólfsdóttur, skipulags- og tæknifulltrúa, dagsett þann 13. september 2021, þar sem óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 550.000 fyrir hlut Dalvíkurbyggðar í uppsetningu stöðvanna. Fyrir liggja drög að samningi á milli Orkusjóðs og Dalvíkurbyggðar þar sem veittur er styrkur að upphæð kr. 550.000 vegna hleðslustöðva í ferðamannaþorpin Hauganes og Árskógssand sem er 50% af áætluðum kostnaði. Með undirskrift samningsins staðfestir styrkþegi að heildarfjármögnun verkefnisins hafi gengið eftir eins og ráð var gert fyrir í umsókn. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu og óskar eftir að fá Helgu Írisi Ingólfsdóttur, skipulags- og tæknifulltrúa, á fund byggðaráðs til að upplýsa um framtíðarekstur stöðvanna."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað frá skipulags- og tæknifulltrúa, móttekið 14.10.2021 og gerði Helga Íris grein fyrir hvaða upplýsingum hún hefur náð að afla um fyrirkomulag á uppsetningu og rekstur hleðslustöðva.

Helga Íris og Bjarni Daníel véku af fundi kl. 15:20.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu á þessu erindi og felur skipulags- og tæknifulltrúa að afla frekari upplýsinga um kostnað og fyrirkomulag á rekstri hleðslustöðva."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu upplýsingar frá skipulags- og tæknifulltrúa um uppsetningu og rekstur hleðslustöðva fyrir rafmagnsbíla.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu máli aftur til umfjöllunar í umhverfisráði. Mikilvægt er að fyrir liggi hvort og hvernig sveitarfélagið ætti að koma að uppbyggingu hleðslustöðva í sveitarfélagsinu með vísan í áherslur stjórnvalda um orkuskipti og nýtingu endurnýjanlegrar orku.
Byggðaráð samþykkir því samhljóða með 3 atkvæðum að hafna beiðni um ofangreindan viðauka.

3.Frá Vinnueftirliti ríkisins; Reglubundin skoðun Slökkvistöð Dalvíkur 26.07.2021

Málsnúmer 202108002Vakta málsnúmer

Á 1004. fundi byggðaráðs þann 4. nóvember 2021 þá var eftirfarandi bókað:
Á 993 fundi byggðaráðs þann 19. ágúst sl. var eftirfarandi bókað: "Á 360. fundi umhverfisráðs þann 13. ágúst sl. var eftirfarandi bókað: "Kl. 9:00 kom Anton Hallgrímsson slökkviliðsstjóri og sat fundinn undir þessum lið. Lögð fram eftirlitsskýrsla Vinnueftirlitsins eftir reglubundna skoðun í Slökkvistöð Dalvíkur þann 26. júlí sl. Anton Hallgrímsson vék af fundi kl. 9:45. Umhverfisráð fór yfir skýrsluna og leggur til við byggðaráð að stofnaður verði vinnuhópur um stefnumótun og framtíðarsýn fyrir Slökkvilið Dalvíkur. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að koma með tillögu að vinnuhópi og erindisbréfi fyrir hópinn." Fyrir liggur að búið er að samþykkja erindisbréf fyrir ofangreindan vinnuhóp en vinnuhópinn skipa slökkviliðsstjóri, sviðsstjóri framkvæmdasviðs og sveitarstjóri. Með fundarboði fylgdi svarbréf frá Vinnureftirlitinu, dagsett þann 1. nóvember sl., þar sem fram kemur að Slökkvilið Dalvíkur hefur tímafrest til að senda inn tilkynningu um úrbætur til 15.11.2021 sem er framlenging frá 01.11.2021. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir upplýsingum frá slökkviliðsstjóra um stöðu mála hvað varðar úrbætur og umbótaáætlun."

Fram kom á fundinum að veittur frestur er til 2. nóvember 2022 en ekki til 15. nóvember 2021 eins og fram kom í svarbréfi Vinnueftirlitsins.

Lagt fram til kynningar.

4.Frá 339. fundi sveitarstjórnar þann 2. nóvember sl., Starfs- og fjárhagsáætlun 2022 - 2025

Málsnúmer 202105027Vakta málsnúmer

Á 1004. fundi byggðaráðs þann 4. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 339. fundi sveitarstjórnar þann 2. nóvember sl. var frumvarp að fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2022 tekið til fyrri umræðu ásamt þriggja ára áætlun 2023-2025. Samþykkt var samhljóða að vísa áætlunni til byggðaráðs á milli umræðna í sveitarstjórn. Til umræðu almennt. Sveitarstjóri vék af fundi kl. 14:56. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að fara yfir óskir byggðaráðs til stjórnenda um að finna hagræðingu í rekstri samkvæmt umræðu í byggðaráði."

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir umræðum og miðlun upplýsinga til sviðsstjóra og stjórnenda vegna ofangreindra óska byggðaráðs.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sviðsstjórar skili inn tillögum að hagræðingu til sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs í síðasta lagi miðvikudaginn 17. nóvember nk.

5.Frá 1004. fundi byggðaráðs þann 4.11.2021; prufuálagning vegna ákvörðunar fasteignagjalda 2022.

Málsnúmer 202110065Vakta málsnúmer

Á 1004. fundi byggðaráðs þann 4. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Til umfjöllunar álagningarprósenta fasteignaskatts og lóðarleigu sem og þjónustugjöld fasteigna vegna sorphirðu, vatnsveitu og fráveitu. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela framkvæmdasviði að gera prufuálagningu fasteignagjalda miðað við þær forsendur sem liggja fyrir, fyrir næsta fund byggðaráðs."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu niðurstöður úr prufuálagningu samkvæmt ofangreindu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að álagningarprósentur fasteignaskatts og lóðarleigu verði óbreyttar á milli ára.
Álagning á vatnsgjaldi, fráveitugjaldi og sorphirðu verði samkvæmt tillögum sem liggja fyrir að gjaldskrám.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

6.Frá 1004. fundi byggðaráðs þann 05.11.2021; Gjaldskrár 2022; tillögur frá fagráðum

Málsnúmer 202110039Vakta málsnúmer

Á 1004. fundi byggðaráðs þann 5. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1003. fundi byggðaráðs þann 28. október sl. og 339. fundi sveitarstjórnar þann 2. nóvember sl. voru fyrirliggjandi tillögur að gjaldskrám til umræðu. Byggðaráð óskar eftir upplýsingum og samanburði í samræmi við umræður á fundinum."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samantekt sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að gjaldskrár Dalvíkurbyggðar er taka breytingum samkvæmt neysluverðsvísitölu hækki almennt um 4%.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að sorphirðugjald taki breytingum samkvæmt sviðsmynd 2, sbr. minnisblað sviðsstjóra Framkvæmdasviðs.

7.Frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun; Stofnframlög - opnað fyrir umsóknir

Málsnúmer 202110006Vakta málsnúmer

Á 1000. fundi byggðaráðs þann 14. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir rafpóstur frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, dagsettur þann 4. október sl., er varðar auglýsingu um að opnað hefur verið fyrir umsóknir um stofnframlög ríkisins í seinni úthlutun ársins. Umsóknarfrestur er til 24. október 2021.

Reglur Dalvíkurbyggðar um stofnframlög er að finna á heimasíðu sveitarfélagsins. Fram kemur að sveitarfélagið auglýsir að jafnaði eftir umsóknum um stofnframlög einu sinni á ári. Dalvíkurbyggð auglýsti eftir stofnframlögum í mars á þessu ári.
https://www.dalvikurbyggd.is/static/files/Reglugerdir/fjarmala/Eldra/180823.reglur-dalvikurbyggdar-um-stofnframlog_.pdf
Lagt fram til kynningar."

Samkvæmt rafpósti frá HMS, dagsettur þann 5. nóvember sl. þá hefur umsóknarfrestur um stofnframlög verið lengdur til 22. nóvember nk. sjá nánar;
https://hms.is/frettir/allar-frettir/umsoknarfrestur-um-stofnframlog-lengdur-til-22-november-2021/
Lagt fram til kynningar.

8.Frá SSNE; Erindi varðandi endurskoðun Svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026

Málsnúmer 202111041Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá SSNE, rafpóstur dagsettur þann 8. nóvember sl., þar sem kemur fram að sem kunnugt er er "Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026" í gildi á Norðurlandi fyrir svæðið frá Hrútafirði í vestri að Melrakkasléttu í austri og byggir áætlunin á lögum nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs. Þar segir í 6. grein:

"Sveitarstjórn, ein eða fleiri í sameiningu, skal semja og staðfesta svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs sem gildir fyrir viðkomandi svæði til tólf ára í senn og skal sú áætlun fylgja stefnu um meðhöndlun úrgangs og stefnu um úrgangsforvarnir,"

Og sömuleiðis segir í 6. grein:

Sveitarstjórn skal á a.m.k. sex ára fresti meta og taka ákvörðun um hvort þörf er á að endurskoða svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs.

Fram kemur að það sé orðið tímabært að taka ákvörðun um hvort þörf sé á því að endurskoða svæðisáætlunina, annars vegar vegna ofangreinds lagaákvæðis og hins vegar vegna áorðinna og fyrirsjáanlegra breytinga í lagaumhverfi varðandi úrgangsmál. Vegna þeirra breytinga sem verða 1. janúar 2023 má telja það mjög brýnt að endurskoðun fari fram fyrr en seinna.


SSNE og SSNV stóðu sameiginlega að fjarfundi um svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi. Hægt er að sjá frétt af fundinum og hlekk á upptöku á heimasíðu SSNE, sjá: Úrgangsmál á Norðurlandi | SSNE.is

Hér með leggur SSNE það til að ráðist verði í endurskoðun á Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi og að verkefnið verði unnið í samstarfi við Norðurland vestra. Einnig að Svalbarðshreppi og Langanesbyggð verði boðin þátttaka í svæðisáætluninni. SSNE leggur það til að endurskoðunin verði fjármögnuð sem áhersluverkefni 2022. Hér með óskar SSNE eftir afstöðu aðildarsveitarfélaga til eftirfarandi:

Að "Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026" verði endurskoðuð á næsta ári.
Að endurskoðun verði unnin í samstarfi við Norðurland vestra.
Að endurskoðun verði fjármögnuð sem áhersluverkefni (framlög ríkis).
Að Svalbarðshreppur og Langanesbyggð verði þátttakendur í svæðisáætluninni, kjósi þau það.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til skoðunar hjá Framkvæmdasviði og til umfjöllunar og afgreiðslu í umhverfisráði.

Fundi slitið - kl. 12:01.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs