Frá SSNE; Erindi varðandi endurskoðun Svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026

Málsnúmer 202111041

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1005. fundur - 11.11.2021

Tekið fyrir erindi frá SSNE, rafpóstur dagsettur þann 8. nóvember sl., þar sem kemur fram að sem kunnugt er er "Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026" í gildi á Norðurlandi fyrir svæðið frá Hrútafirði í vestri að Melrakkasléttu í austri og byggir áætlunin á lögum nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs. Þar segir í 6. grein:

"Sveitarstjórn, ein eða fleiri í sameiningu, skal semja og staðfesta svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs sem gildir fyrir viðkomandi svæði til tólf ára í senn og skal sú áætlun fylgja stefnu um meðhöndlun úrgangs og stefnu um úrgangsforvarnir,"

Og sömuleiðis segir í 6. grein:

Sveitarstjórn skal á a.m.k. sex ára fresti meta og taka ákvörðun um hvort þörf er á að endurskoða svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs.

Fram kemur að það sé orðið tímabært að taka ákvörðun um hvort þörf sé á því að endurskoða svæðisáætlunina, annars vegar vegna ofangreinds lagaákvæðis og hins vegar vegna áorðinna og fyrirsjáanlegra breytinga í lagaumhverfi varðandi úrgangsmál. Vegna þeirra breytinga sem verða 1. janúar 2023 má telja það mjög brýnt að endurskoðun fari fram fyrr en seinna.


SSNE og SSNV stóðu sameiginlega að fjarfundi um svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi. Hægt er að sjá frétt af fundinum og hlekk á upptöku á heimasíðu SSNE, sjá: Úrgangsmál á Norðurlandi | SSNE.is

Hér með leggur SSNE það til að ráðist verði í endurskoðun á Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi og að verkefnið verði unnið í samstarfi við Norðurland vestra. Einnig að Svalbarðshreppi og Langanesbyggð verði boðin þátttaka í svæðisáætluninni. SSNE leggur það til að endurskoðunin verði fjármögnuð sem áhersluverkefni 2022. Hér með óskar SSNE eftir afstöðu aðildarsveitarfélaga til eftirfarandi:

Að "Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026" verði endurskoðuð á næsta ári.
Að endurskoðun verði unnin í samstarfi við Norðurland vestra.
Að endurskoðun verði fjármögnuð sem áhersluverkefni (framlög ríkis).
Að Svalbarðshreppur og Langanesbyggð verði þátttakendur í svæðisáætluninni, kjósi þau það.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til skoðunar hjá Framkvæmdasviði og til umfjöllunar og afgreiðslu í umhverfisráði.

Umhverfisráð - 366. fundur - 03.12.2021

Tekið fyrir erindi frá SSNE, rafpóstur dagsettur þann 8. nóvember 2021, þar sem kemur fram að sem kunnugt er er "Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026" í gildi á Norðurlandi fyrir svæðið frá Hrútafirði í vestri að Melrakkasléttu í austri og byggir áætlunin á lögum nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs. Þar segir í 6. grein:

"Sveitarstjórn, ein eða fleiri í sameiningu, skal semja og staðfesta svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs sem gildir fyrir viðkomandi svæði til tólf ára í senn og skal sú áætlun fylgja stefnu um meðhöndlun úrgangs og stefnu um úrgangsforvarnir,"

Og sömuleiðis segir í 6. grein:

Sveitarstjórn skal á a.m.k. sex ára fresti meta og taka ákvörðun um hvort þörf er á að endurskoða svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs.

Fram kemur að það sé orðið tímabært að taka ákvörðun um hvort þörf sé á því að endurskoða svæðisáætlunina, annars vegar vegna ofangreinds lagaákvæðis og hins vegar vegna áorðinna og fyrirsjáanlegra breytinga í lagaumhverfi varðandi úrgangsmál. Vegna þeirra breytinga sem verða 1. janúar 2023 má telja það mjög brýnt að endurskoðun fari fram fyrr en seinna.
Umhverfisráð tekur undir að mjög brýnt sé að endurskoða svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Byggðaráð - 1041. fundur - 10.10.2022

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs kl. 15:30 Stefán Gíslason, Smári J. Lúðvíksson frá SSNE, Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs og fulltrúar úr umhverfis- og dreifbýlisráði; Gunnar Kristinn Guðmundsson, Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson, Þorvaldur Eyfjörð Kristjánsson, Júlía Ósk Júlíusdóttir, Emil Einarsson, Anna Kristín Guðmundsdóttir. Monika Margrét Stefánsdóttir og Felix Rafn Felixson tóku þátt í gegnum TEAMS sem og Stefán Gíslason.

Á 366. fundi umhverfisráðs þann 3. desember 2021 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá SSNE, rafpóstur dagsettur þann 8. nóvember 2021, þar sem kemur fram að sem kunnugt er er "Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026" í gildi á Norðurlandi fyrir svæðið frá Hrútafirði í vestri að Melrakkasléttu í austri og byggir áætlunin á lögum nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs. Þar segir í 6. grein: "Sveitarstjórn, ein eða fleiri í sameiningu, skal semja og staðfesta svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs sem gildir fyrir viðkomandi svæði til tólf ára í senn og skal sú áætlun fylgja stefnu um meðhöndlun úrgangs og stefnu um úrgangsforvarnir," Og sömuleiðis segir í 6. grein: Sveitarstjórn skal á a.m.k. sex ára fresti meta og taka ákvörðun um hvort þörf er á að endurskoða svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs. Fram kemur að það sé orðið tímabært að taka ákvörðun um hvort þörf sé á því að endurskoða svæðisáætlunina, annars vegar vegna ofangreinds lagaákvæðis og hins vegar vegna áorðinna og fyrirsjáanlegra breytinga í lagaumhverfi varðandi úrgangsmál. Vegna þeirra breytinga sem verða 1. janúar 2023 má telja það mjög brýnt að endurskoðun fari fram fyrr en seinna. Umhverfisráð tekur undir að mjög brýnt sé að endurskoða svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "


Stefán og Smári viku af fundi kl. 16:45. Bjarni Daníel, Gunnar Kristinn, Gunnþór, Júlía Ósk, Þorvaldu, Emil, Anna Kristín, Monika og Felix viku af fundi kl. 16:51.
Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 2. fundur - 14.10.2022

Fyrir liggja drög að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi.
Óskað er eftir athugasemdum við fyrirliggjandi drög.
Umhverfis- og dreifbýlisráð gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi drög að svæðisáætlun. Ráðið leggur til að stofnaður verði þriggja manna stýrihópur til að vinna að framtíðarsýn sveitarfélagsins um meðhöndlun úrgangs. Í hópnum sitji tveir fulltrúar frá Framkvæmdasviði ásamt einum fulltrúa úr sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 351. fundur - 01.11.2022

Á 2. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 14. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Fyrir liggja drög að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi. Óskað er eftir athugasemdum við fyrirliggjandi drög. Umhverfis- og dreifbýlisráð gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi drög að svæðisáætlun. Ráðið leggur til að stofnaður verði þriggja manna stýrihópur til að vinna að framtíðarsýn sveitarfélagsins um meðhöndlun úrgangs. Í hópnum sitji tveir fulltrúar frá Framkvæmdasviði ásamt einum fulltrúa úr sveitarstjórn. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls tóku:
Helgi Einarsson.
Freyr Antonsson.
Gunnar Kristinn Guðmundsson.


Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi drög að svæðisáætlun en hafnar þeirri tillögu að stofnaður verði þriggja manna stýrihópur.

Byggðaráð - 1047. fundur - 10.11.2022

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, kl. 13:15.

Á 351. fundi sveitarstjórnar þann 1. nóvember sl. var bókað;
"Á 2. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 14. október sl. var eftirfarandi bókað: "Fyrir liggja drög að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi. Óskað er eftir athugasemdum við fyrirliggjandi drög. Umhverfis- og dreifbýlisráð gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi drög að svæðisáætlun. Ráðið leggur til að stofnaður verði þriggja manna stýrihópur til að vinna að framtíðarsýn sveitarfélagsins um meðhöndlun úrgangs. Í hópnum sitji tveir fulltrúar frá framkvæmdasviði ásamt einum fulltrúa úr sveitarstjórn. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.Til máls tóku: Helgi Einarsson, Freyr Antonsson og Gunnar Kristinn Guðmundsson. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi drög að svæðisáætlun en hafnar þeirri tillögu að stofnaður verði þriggja manna stýrihópur."

Til umræðu ofangreint.

Bjarni Daníel vék af fundi kl.14:46.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að byggðaráð verði stýrihópur sveitarfélagsins ásamt fulltrúum Dalvíkurbyggðar í vinnuhópi með SSNE.

Sveitarstjórn - 352. fundur - 29.11.2022

Á 1047. fundi byggðaráðs þann 10. nóvember sl. var eftirfarand i bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, kl. 13:15. Á 351. fundi sveitarstjórnar þann 1. nóvember sl. var bókað; Á 2. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 14. október sl. var eftirfarandi bókað: "Fyrir liggja drög að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi. Óskað er eftir athugasemdum við fyrirliggjandi drög. Umhverfis- og dreifbýlisráð gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi drög að svæðisáætlun. Ráðið leggur til að stofnaður verði þriggja manna stýrihópur til að vinna að framtíðarsýn sveitarfélagsins um meðhöndlun úrgangs. Í hópnum sitji tveir fulltrúar frá framkvæmdasviði ásamt einum fulltrúa úr sveitarstjórn. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.Til máls tóku: Helgi Einarsson, Freyr Antonsson og Gunnar Kristinn Guðmundsson. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi drög að svæðisáætlun en hafnar þeirri tillögu að stofnaður verði þriggja manna stýrihópur. Til umræðu ofangreint. Bjarni Daníel vék af fundi kl.14:46.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að byggðaráð verði stýrihópur sveitarfélagsins ásamt fulltrúum Dalvíkurbyggðar í vinnuhópi með SSNE."
Til máls tóku:
Helgi Einarsson.
Felix Rafn Felixson.
Freyr Antonsson.
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að byggðaráð verði stýrihópur Dalvíkurbyggðar hvað varðar meðhöndlun úrgangs ásamt fulltrúum Dalvíkurbyggðar í vinnuhópi með SSNE.

Byggðaráð - 1050. fundur - 01.12.2022

Undir þessum lið kom á fund Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, kl. 14:18.

Á 352. fundi sveitarstjórnar þann 29. nóvember sl. var samþykkt sú tillaga byggðaráðs að byggðaráð verði stýrihópur sveitarfélagsins hvað varðar meðhöndlun úrgagns ásamt fulltrúum Dalvíkurbyggðar í vinnuhópi með SSNE.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur sviðsstjóra framkvæmdasviðs, dagsettur þann 28. nóvember nk. er varðar fund með Terru og þau atriði sem þarf að ræða:

Staða á samstarfi sveitarfélaga á Eyjafjarðasvæðinu í úrgangsmálum.
Hvaða leiðir getum við farið til að uppfylla ákvæði laganna um áramótin?
Samningur þangað til að farið verður í nýtt útboð.
Hvernig sjáum við verkefnið leyst fram að útboði? Rúmmálsmæling eða vigt?
Greiðslukerfi?
Kynningamál.

Til umræðu ofangreint.

Bjarni Daníel vék af fundi kl. 14:59.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir fá fulltrúa frá Terru á næsta fund byggðaráðs til að fara yfir ofangreint.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1051. fundur - 08.12.2022

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, og Helgi Pálsson, rekstrarstjóri Terru á Norðurlandi, kl. 13:17.

Á 1050. fundi byggðaráðs þann 1. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, kl. 14:18. Á 352. fundi sveitarstjórnar þann 29. nóvember sl. var samþykkt sú tillaga byggðaráðs að byggðaráð verði stýrihópur sveitarfélagsins hvað varðar meðhöndlun úrgagns ásamt fulltrúum Dalvíkurbyggðar í vinnuhópi með SSNE. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur sviðsstjóra framkvæmdasviðs, dagsettur þann 28. nóvember nk. er varðar fund með Terru og þau atriði sem þarf að ræða: Staða á samstarfi sveitarfélaga á Eyjafjarðasvæðinu í úrgangsmálum. Hvaða leiðir getum við farið til að uppfylla ákvæði laganna um áramótin? Samningur þangað til að farið verður í nýtt útboð. Hvernig sjáum við verkefnið leyst fram að útboði? Rúmmálsmæling eða vigt? Greiðslukerfi? Kynningamál. Til umræðu ofangreint. Bjarni Daníel vék af fundi kl. 14:59.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir fá fulltrúa frá Terru á næsta fund byggðaráðs til að fara yfir ofangreint. Lagt fram til kynningar."

Bjarni Daníel og Helgi viku af fundi kl. 14:13.
Lagt fram til kynningar.
Byggðaráð þakkar Helga og Bjarna Daníel fyrir góða yfirferð.

Byggðaráð - 1054. fundur - 12.01.2023

Á 1051. fundi byggðaráðs þann 8. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, og Helgi Pálsson, rekstrarstjóri Terru á Norðurlandi, kl. 13:17. Á 1050. fundi byggðaráðs þann 1. nóvember sl. var eftirfarandi bókað: Undir þessum lið kom á fund Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, kl. 14:18. Á 352. fundi sveitarstjórnar þann 29. nóvember sl. var samþykkt sú tillaga byggðaráðs að byggðaráð verði stýrihópur sveitarfélagsins hvað varðar meðhöndlun úrgagns ásamt fulltrúum Dalvíkurbyggðar í vinnuhópi með SSNE. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur sviðsstjóra framkvæmdasviðs, dagsettur þann 28. nóvember nk. er varðar fund með Terru og þau atriði sem þarf að ræða: Staða á samstarfi sveitarfélaga á Eyjafjarðasvæðinu í úrgangsmálum.
Hvaða leiðir getum við farið til að uppfylla ákvæði laganna um áramótin?
Samningur þangað til að farið verður í nýtt útboð.?
Hvernig sjáum við verkefnið leyst fram að útboði?
Rúmmálsmæling eða vigt?
Greiðslukerfi?
Kynningamál?
Til umræðu ofangreint. Bjarni Daníel vék af fundi kl. 14:59.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir fá fulltrúa frá Terru á næsta fund byggðaráðs til að fara yfir ofangreint. Lagt fram til kynningar. Bjarni Daníel og Helgi viku af fundi kl. 14:13.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar. Byggðaráð þakkar Helga og Bjarna Daníel fyrir góða yfirferð."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi einnig rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 29. desember sl., varðandi innleiðingu í byrjun árs 2023 á "Borgað þegar hent er", þ.e. rýmisleiðina með álagningakerfi HMS.

Sviðsstjóri framkvæmdasviðs gerði grein fyrir stöðu mála í þessum málaflokki.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1056. fundur - 26.01.2023

Undir þessum lið kom inn á fund byggðaráðs Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, kl. 13:40.

Á 1054. fundi byggðaráðs þann 12. desember sl. var til umfjöllunar breytingar í sorphirðumálum frá og með 1.1.2023 samkvæmt ákvæði laga. Sviðsstjóri framkvæmdasviðs gerði grein fyrir stöðu mála í þessu málaflokki.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu upplýsingar frá sviðsstjóra framkvæmdasviðs, dagsett þann 25. janúar sl. þar sem fram kemur að svæðisáætlunin um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi er gott sem tilbúin og er komin í yfirferð og umsagnarferli hjá Skipulagsstofnun. Þá fer hún í auglýsingarferli í 6 vikur og þaðan til samþykktar hjá sveitarfélögunum. Áætluð lok á þessu ferli er í apríl. En það á að vera hægt að vinna eftir henni, til að mynda við gerð útboðsgagna fyrir nýjan sorphirðusamning.

Samkvæmt upplýsingum frá SSNE er verkið "Græn skref" í gangi þar sem kjörnum fulltrúum er boðið á kynningarfund. Verkefnið felst í að aðstoða sveitafélög að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og efla umhverfisvitund starfsmanna.

Hjá Akureyrarbæ er til skoðunar samlegðaráhrif með nágrannasveitarfélögunum.


Lagt fram til kynningar.