Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs kl. 15:30 Stefán Gíslason, Smári J. Lúðvíksson frá SSNE, Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs og fulltrúar úr umhverfis- og dreifbýlisráði; Gunnar Kristinn Guðmundsson, Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson, Þorvaldur Eyfjörð Kristjánsson, Júlía Ósk Júlíusdóttir, Emil Einarsson, Anna Kristín Guðmundsdóttir. Monika Margrét Stefánsdóttir og Felix Rafn Felixson tóku þátt í gegnum TEAMS sem og Stefán Gíslason.
Á 366. fundi umhverfisráðs þann 3. desember 2021 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá SSNE, rafpóstur dagsettur þann 8. nóvember 2021, þar sem kemur fram að sem kunnugt er er "Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026" í gildi á Norðurlandi fyrir svæðið frá Hrútafirði í vestri að Melrakkasléttu í austri og byggir áætlunin á lögum nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs. Þar segir í 6. grein: "Sveitarstjórn, ein eða fleiri í sameiningu, skal semja og staðfesta svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs sem gildir fyrir viðkomandi svæði til tólf ára í senn og skal sú áætlun fylgja stefnu um meðhöndlun úrgangs og stefnu um úrgangsforvarnir," Og sömuleiðis segir í 6. grein: Sveitarstjórn skal á a.m.k. sex ára fresti meta og taka ákvörðun um hvort þörf er á að endurskoða svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs. Fram kemur að það sé orðið tímabært að taka ákvörðun um hvort þörf sé á því að endurskoða svæðisáætlunina, annars vegar vegna ofangreinds lagaákvæðis og hins vegar vegna áorðinna og fyrirsjáanlegra breytinga í lagaumhverfi varðandi úrgangsmál. Vegna þeirra breytinga sem verða 1. janúar 2023 má telja það mjög brýnt að endurskoðun fari fram fyrr en seinna. Umhverfisráð tekur undir að mjög brýnt sé að endurskoða svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Stefán og Smári viku af fundi kl. 16:45. Bjarni Daníel, Gunnar Kristinn, Gunnþór, Júlía Ósk, Þorvaldu, Emil, Anna Kristín, Monika og Felix viku af fundi kl. 16:51.